Ástandið á Íslandi um 1770 Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 12. nóvember 2016 08:30 Þær Hrefna og Jóhanna eru ritstjórar útgáfu á skjölum landsnefndarinnar fyrri. Nýlega kom út 2. bindið af sex. Vísir/GVA Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, opnar ráðstefnu klukkan 13 í dag í Þjóðskjalasafninu að Laugavegi 162 um skjöl landsnefndarinnar fyrri. Að sögn Hrefnu Róbertsdóttur sagnfræðings er í þeim skjölum fjallað um allt sem snýr að íslensku samfélagi á seinni hluta 18. aldar, heilbrigðismál, vegi, hafnir, landbúnað, verslun samskipti við kaupmenn og embættismenn, handverk og allt mögulegt. „Þarna koma fram ábendingar og upplýsingar frá almenningi sem alla jafna hafði ekki rödd. Sumar eru skrifaðar í orðastað vinnufólks og lýsa lélegum aðbúnaði þess.“ segir hún. Ráðstefnan er haldin í tilefni af útkomu annars bindisins af sex í heildarútgáfu skjalanna, á vegum Sögufélags, Þjóðskjalasafnsins og Ríkisskjalasafns Danmerkur. Þær Hrefna og Jóhanna Guðmundsdóttir hjá Þjóðskjalasafninu hafa unnið að útgáfunni. Hrefna segir ekki hafa verið mikið fjallað um þessi skjöl áður en þeirra hafi verið aflað í upphafi af þriggja manna nefnd sem danski konungurinn sendi til Íslands. „Þessir menn dvöldu hér frá vorinu 1770 til haustsins 1771 og voru fyrstu íbúar tukthússins við Arnarhól sem nú hýsir Stjórnarráðið. Það sem þeir gerðu var að skrifa tilskipun sem lesa átti upp í öllum kirkjum og á öllum manntalsþingum þar sem óskað var eftir ábendingum og skrifum frá prestum og almenningi. Einnig skrifuðu þeir embættismönnum og lögðu fyrir þá spurningar. Upp úr þessu kemur 4000 síðna heimildasafn. Það er skrifað með 18. aldar skrift og hefur verið frekar óaðgengilegt fyrir aðra en nokkra sagnfræðinga sem hafa getað lesið það.“ Sýnishorn úr skjalasafninu: Bréf: Séra Jón Hannesson í Marteinstungu skrifar um húsaga og leiðir til viðreisnar landinu 11.5.1771. „Það er hryggilegt að vita hvað mikið peningatjón og heilsuspilling brennivín gjörir íslenskum auk stórrar óvirðingar oftlega þar af rísandi. Ég vildi óska brennivín flyttist ei til Íslands nema af skornasta skammti og til öngra seljast utan læknara, er framvísa kunna rigtugu atteste að vit og leyfi hafi að höndla með læknisdóma. Síðst vildi ég brennivín mætti brúkast til brúðlaupa og erfisdrykkju.“ (Landsnefndin fyrri II, Rvk. 2016, bls. 528). Greinin birtist fyrst 12. nóvember 2016. Menning Mest lesið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, opnar ráðstefnu klukkan 13 í dag í Þjóðskjalasafninu að Laugavegi 162 um skjöl landsnefndarinnar fyrri. Að sögn Hrefnu Róbertsdóttur sagnfræðings er í þeim skjölum fjallað um allt sem snýr að íslensku samfélagi á seinni hluta 18. aldar, heilbrigðismál, vegi, hafnir, landbúnað, verslun samskipti við kaupmenn og embættismenn, handverk og allt mögulegt. „Þarna koma fram ábendingar og upplýsingar frá almenningi sem alla jafna hafði ekki rödd. Sumar eru skrifaðar í orðastað vinnufólks og lýsa lélegum aðbúnaði þess.“ segir hún. Ráðstefnan er haldin í tilefni af útkomu annars bindisins af sex í heildarútgáfu skjalanna, á vegum Sögufélags, Þjóðskjalasafnsins og Ríkisskjalasafns Danmerkur. Þær Hrefna og Jóhanna Guðmundsdóttir hjá Þjóðskjalasafninu hafa unnið að útgáfunni. Hrefna segir ekki hafa verið mikið fjallað um þessi skjöl áður en þeirra hafi verið aflað í upphafi af þriggja manna nefnd sem danski konungurinn sendi til Íslands. „Þessir menn dvöldu hér frá vorinu 1770 til haustsins 1771 og voru fyrstu íbúar tukthússins við Arnarhól sem nú hýsir Stjórnarráðið. Það sem þeir gerðu var að skrifa tilskipun sem lesa átti upp í öllum kirkjum og á öllum manntalsþingum þar sem óskað var eftir ábendingum og skrifum frá prestum og almenningi. Einnig skrifuðu þeir embættismönnum og lögðu fyrir þá spurningar. Upp úr þessu kemur 4000 síðna heimildasafn. Það er skrifað með 18. aldar skrift og hefur verið frekar óaðgengilegt fyrir aðra en nokkra sagnfræðinga sem hafa getað lesið það.“ Sýnishorn úr skjalasafninu: Bréf: Séra Jón Hannesson í Marteinstungu skrifar um húsaga og leiðir til viðreisnar landinu 11.5.1771. „Það er hryggilegt að vita hvað mikið peningatjón og heilsuspilling brennivín gjörir íslenskum auk stórrar óvirðingar oftlega þar af rísandi. Ég vildi óska brennivín flyttist ei til Íslands nema af skornasta skammti og til öngra seljast utan læknara, er framvísa kunna rigtugu atteste að vit og leyfi hafi að höndla með læknisdóma. Síðst vildi ég brennivín mætti brúkast til brúðlaupa og erfisdrykkju.“ (Landsnefndin fyrri II, Rvk. 2016, bls. 528). Greinin birtist fyrst 12. nóvember 2016.
Menning Mest lesið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira