Kjörmannakerfið á rætur sínar að rekja til þrælahalds í Suðurríkjum Bandaríkjanna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. nóvember 2016 22:15 Teikning frá 19. öld af þrælum á bómullarakri í Louisiana. vísir/getty Yfirgnæfandi líkur eru á því að Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi Demókrata, muni fá fleiri atkvæði í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í ár heldur en andstæðingur hennar Donald Trump, frambjóðandi Repúblikana, en hann var í liðinni viku kjörinn forseti. Ástæða þess að hann sigraði liggur í bandaríska kjörmannakerfinu en það veldur því að vægi atkvæða er ekki jafnt, það er einn maður jafngildir ekki einu atkvæði. Ýmsum þykir þetta ólýðræðislegt og flókið en sá frambjóðandi sem nær 270 kjörmönnum eða meira nær kjöri sem forseti Bandaríkjanna. Kjörmennirnir staðfesta svo forsetakjörið en þeir eru valdir af flokkunum í hverju ríki fyrir sig. Þar sem Trump hlaut fleiri kjörmenn en Clinton munu það því vera kjörmenn Repúblikana sem koma til með að staðfesta kjör hans þann 19. desember næstkomandi.Þrælar höfðu ekki kosningarétt en voru engu að síður taldir með í vægi atkvæða En hvers vegna ráðast úrslitinu á fjölda kjörmanna en ekki bara á því hver fær flest atkvæði frá almenningi? Fjallað er um málið á vef Vox og rætt við Akhil Reed Amar, prófessor í lögum og stjórnmálafræði við Yale-háskóla. Að hans sögn hafa ýmsar ástæður verið nefndar fyrir þessu en að mati hans er kjörmannakerfið afleiðing þrælahalds í Suðurríkjum Bandaríkjanna. „Í beinu kosningakerfi þá hefðu Suðurríkin alltaf tapað þar sem afar hátt hlutfall íbúanna voru þrælar og þeir höfðu ekki kosningarétt. En kjörmannakerfið gerði ríkjum mögulegt að telja þrælana með,“ segir Amar í viðtali við Vox. Þessi málamiðlun vegna þrælahaldsins var ekki öllum ljós þegar stjórnarskrá Bandaríkjanna var samin en hún varð öllum ljós eftir kosningarnar 1796 annars vegar og kosningarnar árið 1800 hins vegar.Ekki það besta sem komið hefur frá höfundum bandarísku stjórnarskrárinnar John Adams vann síðarnefndu kosningarnar vegna aukakjörmannanna sem komu til út af þrælahaldi en þrettán aukakjörmenn féllu með Adams sem hefði ekki unnið kosningarnar án þeirra. Stjórnarskránni hefur síðan verið breytt en kjörmannakerfið er enn í fullu gildi en hvers vegna? „Aðgerðaleysi er ein ástæðan. Þetta er kerfið sem við höfum. Það er mjög erfitt að breyta stjórnarskránni og í skólum læra börn ekki um að ástæðuna megi rekja til þrælahalds, heldur að kjörmannakerfið megi meðal annars rekja til sambandsstjórnarstefnu. [...] Nemendum er ekki sagt að kjörmannakerfi sé ef til ekki það besta sem komið hefur frá höfundum stjórnarskrárinnar,“ segir Amar.Ítarlegt viðtal við Amar má lesa hér á vef Vox. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir The Simpsons bregðast við Trump spádómnum: „Ömurlegt að hafa rétt fyrir sér“ Frægt er orðið að höfundar The Simpsons spáðu fyrir um forsetatíð Trump í þætti árið 2000. 14. nóvember 2016 13:45 Trump skerpir línurnar í ítarlegu viðtali Ræddi við Lesie Stahl úr 60 mínútum í 40 mínútur og var komið víða við. 14. nóvember 2016 11:15 Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Erlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Fleiri fréttir Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Sjá meira
Yfirgnæfandi líkur eru á því að Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi Demókrata, muni fá fleiri atkvæði í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í ár heldur en andstæðingur hennar Donald Trump, frambjóðandi Repúblikana, en hann var í liðinni viku kjörinn forseti. Ástæða þess að hann sigraði liggur í bandaríska kjörmannakerfinu en það veldur því að vægi atkvæða er ekki jafnt, það er einn maður jafngildir ekki einu atkvæði. Ýmsum þykir þetta ólýðræðislegt og flókið en sá frambjóðandi sem nær 270 kjörmönnum eða meira nær kjöri sem forseti Bandaríkjanna. Kjörmennirnir staðfesta svo forsetakjörið en þeir eru valdir af flokkunum í hverju ríki fyrir sig. Þar sem Trump hlaut fleiri kjörmenn en Clinton munu það því vera kjörmenn Repúblikana sem koma til með að staðfesta kjör hans þann 19. desember næstkomandi.Þrælar höfðu ekki kosningarétt en voru engu að síður taldir með í vægi atkvæða En hvers vegna ráðast úrslitinu á fjölda kjörmanna en ekki bara á því hver fær flest atkvæði frá almenningi? Fjallað er um málið á vef Vox og rætt við Akhil Reed Amar, prófessor í lögum og stjórnmálafræði við Yale-háskóla. Að hans sögn hafa ýmsar ástæður verið nefndar fyrir þessu en að mati hans er kjörmannakerfið afleiðing þrælahalds í Suðurríkjum Bandaríkjanna. „Í beinu kosningakerfi þá hefðu Suðurríkin alltaf tapað þar sem afar hátt hlutfall íbúanna voru þrælar og þeir höfðu ekki kosningarétt. En kjörmannakerfið gerði ríkjum mögulegt að telja þrælana með,“ segir Amar í viðtali við Vox. Þessi málamiðlun vegna þrælahaldsins var ekki öllum ljós þegar stjórnarskrá Bandaríkjanna var samin en hún varð öllum ljós eftir kosningarnar 1796 annars vegar og kosningarnar árið 1800 hins vegar.Ekki það besta sem komið hefur frá höfundum bandarísku stjórnarskrárinnar John Adams vann síðarnefndu kosningarnar vegna aukakjörmannanna sem komu til út af þrælahaldi en þrettán aukakjörmenn féllu með Adams sem hefði ekki unnið kosningarnar án þeirra. Stjórnarskránni hefur síðan verið breytt en kjörmannakerfið er enn í fullu gildi en hvers vegna? „Aðgerðaleysi er ein ástæðan. Þetta er kerfið sem við höfum. Það er mjög erfitt að breyta stjórnarskránni og í skólum læra börn ekki um að ástæðuna megi rekja til þrælahalds, heldur að kjörmannakerfið megi meðal annars rekja til sambandsstjórnarstefnu. [...] Nemendum er ekki sagt að kjörmannakerfi sé ef til ekki það besta sem komið hefur frá höfundum stjórnarskrárinnar,“ segir Amar.Ítarlegt viðtal við Amar má lesa hér á vef Vox.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir The Simpsons bregðast við Trump spádómnum: „Ömurlegt að hafa rétt fyrir sér“ Frægt er orðið að höfundar The Simpsons spáðu fyrir um forsetatíð Trump í þætti árið 2000. 14. nóvember 2016 13:45 Trump skerpir línurnar í ítarlegu viðtali Ræddi við Lesie Stahl úr 60 mínútum í 40 mínútur og var komið víða við. 14. nóvember 2016 11:15 Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Erlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Fleiri fréttir Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Sjá meira
The Simpsons bregðast við Trump spádómnum: „Ömurlegt að hafa rétt fyrir sér“ Frægt er orðið að höfundar The Simpsons spáðu fyrir um forsetatíð Trump í þætti árið 2000. 14. nóvember 2016 13:45
Trump skerpir línurnar í ítarlegu viðtali Ræddi við Lesie Stahl úr 60 mínútum í 40 mínútur og var komið víða við. 14. nóvember 2016 11:15