Stórhríð og stormur í kortunum: „Fyrsta alvöru norðanátt vetrarins“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. nóvember 2016 07:36 Búist er við mikilli snjókomu norðan-og austan lands í dag. Vísir/Auðunn Gera má ráð fyrir stórhríð á Norður-og Austurlandi í dag þar sem saman mun fara samfelld snjókoma og mikill vindur, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Þar kemur jafnframt fram að þetta sé „fyrsta alvöru norðanátt vetrarins“ og verða því mikil umskipti nú eftir mikla veðurblíðu í þessum landshlutum í allt haust. „Í dag er boðið upp á norðan hvassviðri eða storm (15-23 m/s) og má búast við þessum vindhraða um allt land. Þó ber að nefna að líklega hvessir enn frekar suðaustanlands seint í dag, þegar Vatnajökull nær að magna upp norðanáttina í hættulega vindstrengi með líkum á sandfoki. Snjókoman í norðanáttinni dreifist hins vegar ekki jafnt yfir landið, heldur er að mestu bundin við svæðið frá Vestfjörðum og austur eftir Norðurlandi allt til Austfjarða. Þegar saman fer samfelld snjókoma og mikill vindstyrkur er talað um stórhríð og því má gera ráð fyrir slíku allvíða á Norður- og Austurlandi í dag,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Mikilvægt er að fólk sem ætlar að vera á ferðinni í dag kynni sér færð á vegum en nú í morgunsárið er Brattabrekka ófær samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni og þar er vonskuveður. Þá er þæfingsfærð á Holtavörðuheiði þar sem verið er að moka en nánari upplýsingar um færð á vegum má nálgast á vef Vegagerðarinnar. Samkvæmt spánni á veðrið að skána á morgun þar sem vindhraðinn ætti að vera um 2-3 metrum á sekúndu á hægari og ekki jafn mikil ofankoma og búast má við í dag. Það er þó ekki fyrr en síðdegis á laugardag sem það dregur úr vindi og ofankomu svo um munar. Á sunnudaginn er síðan spáð köldu en rólegu vetrarveðri.Veðurhorfur næstu daga:Norðanátt í dag, víða 15-23 metrar á sekúndu. Talsverð snjókoma og skafrenningur norðan- og austan lands, en slydda með austurströndinni. Skýjað með köflum um landið sunnanvert og sums staðar dálítil él. Norðan 20-28 í vindstrengjum við Vatnajökul undir kvöld og líkur á sandfoki. Frost 0 til 4 stig, en frostlaust með austurströndinni. Veður skánar lítillega á morgun.Á föstudag:Norðan og norðvestan 13-18 metrar á sekúndu, en 18-23 í vindstrengjum suðaustantil á landinu. Þurrt að kalla sunnanlands, en snjókoma um landið norðanvert. Talsverð ofankoma á Norðurlandi um kvöldið. Frost 0 til 4 stig, en hiti rétt ofan frostmarks við austurströndina.Á laugardag:Norðan 10-15 og él, en bjartviðri um landið sunnanvert. Dregur smám saman úr vindi og úrkomu seinnipartinn. Hiti kringum frostmark.Á sunnudag:Norðlæg eða breytileg átt 3-8 og víða bjart veður, en norðvestan 8-13 og dálítil él með austurströndinni. Frost 1 til 9 stig, mest í innsveitum.Á mánudag:Fremur hæg bretyileg átt. Allvíða dálítil él við sjávarsíðuna, en bjart inn til landsins. Frost 1 til 13 stig, kaldast í innsveitum. Veður Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Gera má ráð fyrir stórhríð á Norður-og Austurlandi í dag þar sem saman mun fara samfelld snjókoma og mikill vindur, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Þar kemur jafnframt fram að þetta sé „fyrsta alvöru norðanátt vetrarins“ og verða því mikil umskipti nú eftir mikla veðurblíðu í þessum landshlutum í allt haust. „Í dag er boðið upp á norðan hvassviðri eða storm (15-23 m/s) og má búast við þessum vindhraða um allt land. Þó ber að nefna að líklega hvessir enn frekar suðaustanlands seint í dag, þegar Vatnajökull nær að magna upp norðanáttina í hættulega vindstrengi með líkum á sandfoki. Snjókoman í norðanáttinni dreifist hins vegar ekki jafnt yfir landið, heldur er að mestu bundin við svæðið frá Vestfjörðum og austur eftir Norðurlandi allt til Austfjarða. Þegar saman fer samfelld snjókoma og mikill vindstyrkur er talað um stórhríð og því má gera ráð fyrir slíku allvíða á Norður- og Austurlandi í dag,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Mikilvægt er að fólk sem ætlar að vera á ferðinni í dag kynni sér færð á vegum en nú í morgunsárið er Brattabrekka ófær samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni og þar er vonskuveður. Þá er þæfingsfærð á Holtavörðuheiði þar sem verið er að moka en nánari upplýsingar um færð á vegum má nálgast á vef Vegagerðarinnar. Samkvæmt spánni á veðrið að skána á morgun þar sem vindhraðinn ætti að vera um 2-3 metrum á sekúndu á hægari og ekki jafn mikil ofankoma og búast má við í dag. Það er þó ekki fyrr en síðdegis á laugardag sem það dregur úr vindi og ofankomu svo um munar. Á sunnudaginn er síðan spáð köldu en rólegu vetrarveðri.Veðurhorfur næstu daga:Norðanátt í dag, víða 15-23 metrar á sekúndu. Talsverð snjókoma og skafrenningur norðan- og austan lands, en slydda með austurströndinni. Skýjað með köflum um landið sunnanvert og sums staðar dálítil él. Norðan 20-28 í vindstrengjum við Vatnajökul undir kvöld og líkur á sandfoki. Frost 0 til 4 stig, en frostlaust með austurströndinni. Veður skánar lítillega á morgun.Á föstudag:Norðan og norðvestan 13-18 metrar á sekúndu, en 18-23 í vindstrengjum suðaustantil á landinu. Þurrt að kalla sunnanlands, en snjókoma um landið norðanvert. Talsverð ofankoma á Norðurlandi um kvöldið. Frost 0 til 4 stig, en hiti rétt ofan frostmarks við austurströndina.Á laugardag:Norðan 10-15 og él, en bjartviðri um landið sunnanvert. Dregur smám saman úr vindi og úrkomu seinnipartinn. Hiti kringum frostmark.Á sunnudag:Norðlæg eða breytileg átt 3-8 og víða bjart veður, en norðvestan 8-13 og dálítil él með austurströndinni. Frost 1 til 9 stig, mest í innsveitum.Á mánudag:Fremur hæg bretyileg átt. Allvíða dálítil él við sjávarsíðuna, en bjart inn til landsins. Frost 1 til 13 stig, kaldast í innsveitum.
Veður Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira