Stórhríð og stormur í kortunum: „Fyrsta alvöru norðanátt vetrarins“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. nóvember 2016 07:36 Búist er við mikilli snjókomu norðan-og austan lands í dag. Vísir/Auðunn Gera má ráð fyrir stórhríð á Norður-og Austurlandi í dag þar sem saman mun fara samfelld snjókoma og mikill vindur, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Þar kemur jafnframt fram að þetta sé „fyrsta alvöru norðanátt vetrarins“ og verða því mikil umskipti nú eftir mikla veðurblíðu í þessum landshlutum í allt haust. „Í dag er boðið upp á norðan hvassviðri eða storm (15-23 m/s) og má búast við þessum vindhraða um allt land. Þó ber að nefna að líklega hvessir enn frekar suðaustanlands seint í dag, þegar Vatnajökull nær að magna upp norðanáttina í hættulega vindstrengi með líkum á sandfoki. Snjókoman í norðanáttinni dreifist hins vegar ekki jafnt yfir landið, heldur er að mestu bundin við svæðið frá Vestfjörðum og austur eftir Norðurlandi allt til Austfjarða. Þegar saman fer samfelld snjókoma og mikill vindstyrkur er talað um stórhríð og því má gera ráð fyrir slíku allvíða á Norður- og Austurlandi í dag,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Mikilvægt er að fólk sem ætlar að vera á ferðinni í dag kynni sér færð á vegum en nú í morgunsárið er Brattabrekka ófær samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni og þar er vonskuveður. Þá er þæfingsfærð á Holtavörðuheiði þar sem verið er að moka en nánari upplýsingar um færð á vegum má nálgast á vef Vegagerðarinnar. Samkvæmt spánni á veðrið að skána á morgun þar sem vindhraðinn ætti að vera um 2-3 metrum á sekúndu á hægari og ekki jafn mikil ofankoma og búast má við í dag. Það er þó ekki fyrr en síðdegis á laugardag sem það dregur úr vindi og ofankomu svo um munar. Á sunnudaginn er síðan spáð köldu en rólegu vetrarveðri.Veðurhorfur næstu daga:Norðanátt í dag, víða 15-23 metrar á sekúndu. Talsverð snjókoma og skafrenningur norðan- og austan lands, en slydda með austurströndinni. Skýjað með köflum um landið sunnanvert og sums staðar dálítil él. Norðan 20-28 í vindstrengjum við Vatnajökul undir kvöld og líkur á sandfoki. Frost 0 til 4 stig, en frostlaust með austurströndinni. Veður skánar lítillega á morgun.Á föstudag:Norðan og norðvestan 13-18 metrar á sekúndu, en 18-23 í vindstrengjum suðaustantil á landinu. Þurrt að kalla sunnanlands, en snjókoma um landið norðanvert. Talsverð ofankoma á Norðurlandi um kvöldið. Frost 0 til 4 stig, en hiti rétt ofan frostmarks við austurströndina.Á laugardag:Norðan 10-15 og él, en bjartviðri um landið sunnanvert. Dregur smám saman úr vindi og úrkomu seinnipartinn. Hiti kringum frostmark.Á sunnudag:Norðlæg eða breytileg átt 3-8 og víða bjart veður, en norðvestan 8-13 og dálítil él með austurströndinni. Frost 1 til 9 stig, mest í innsveitum.Á mánudag:Fremur hæg bretyileg átt. Allvíða dálítil él við sjávarsíðuna, en bjart inn til landsins. Frost 1 til 13 stig, kaldast í innsveitum. Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Innlent Fleiri fréttir Eftirlýstur í heimalandinu og dró framboð sitt til baka Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Sjá meira
Gera má ráð fyrir stórhríð á Norður-og Austurlandi í dag þar sem saman mun fara samfelld snjókoma og mikill vindur, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Þar kemur jafnframt fram að þetta sé „fyrsta alvöru norðanátt vetrarins“ og verða því mikil umskipti nú eftir mikla veðurblíðu í þessum landshlutum í allt haust. „Í dag er boðið upp á norðan hvassviðri eða storm (15-23 m/s) og má búast við þessum vindhraða um allt land. Þó ber að nefna að líklega hvessir enn frekar suðaustanlands seint í dag, þegar Vatnajökull nær að magna upp norðanáttina í hættulega vindstrengi með líkum á sandfoki. Snjókoman í norðanáttinni dreifist hins vegar ekki jafnt yfir landið, heldur er að mestu bundin við svæðið frá Vestfjörðum og austur eftir Norðurlandi allt til Austfjarða. Þegar saman fer samfelld snjókoma og mikill vindstyrkur er talað um stórhríð og því má gera ráð fyrir slíku allvíða á Norður- og Austurlandi í dag,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Mikilvægt er að fólk sem ætlar að vera á ferðinni í dag kynni sér færð á vegum en nú í morgunsárið er Brattabrekka ófær samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni og þar er vonskuveður. Þá er þæfingsfærð á Holtavörðuheiði þar sem verið er að moka en nánari upplýsingar um færð á vegum má nálgast á vef Vegagerðarinnar. Samkvæmt spánni á veðrið að skána á morgun þar sem vindhraðinn ætti að vera um 2-3 metrum á sekúndu á hægari og ekki jafn mikil ofankoma og búast má við í dag. Það er þó ekki fyrr en síðdegis á laugardag sem það dregur úr vindi og ofankomu svo um munar. Á sunnudaginn er síðan spáð köldu en rólegu vetrarveðri.Veðurhorfur næstu daga:Norðanátt í dag, víða 15-23 metrar á sekúndu. Talsverð snjókoma og skafrenningur norðan- og austan lands, en slydda með austurströndinni. Skýjað með köflum um landið sunnanvert og sums staðar dálítil él. Norðan 20-28 í vindstrengjum við Vatnajökul undir kvöld og líkur á sandfoki. Frost 0 til 4 stig, en frostlaust með austurströndinni. Veður skánar lítillega á morgun.Á föstudag:Norðan og norðvestan 13-18 metrar á sekúndu, en 18-23 í vindstrengjum suðaustantil á landinu. Þurrt að kalla sunnanlands, en snjókoma um landið norðanvert. Talsverð ofankoma á Norðurlandi um kvöldið. Frost 0 til 4 stig, en hiti rétt ofan frostmarks við austurströndina.Á laugardag:Norðan 10-15 og él, en bjartviðri um landið sunnanvert. Dregur smám saman úr vindi og úrkomu seinnipartinn. Hiti kringum frostmark.Á sunnudag:Norðlæg eða breytileg átt 3-8 og víða bjart veður, en norðvestan 8-13 og dálítil él með austurströndinni. Frost 1 til 9 stig, mest í innsveitum.Á mánudag:Fremur hæg bretyileg átt. Allvíða dálítil él við sjávarsíðuna, en bjart inn til landsins. Frost 1 til 13 stig, kaldast í innsveitum.
Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Innlent Fleiri fréttir Eftirlýstur í heimalandinu og dró framboð sitt til baka Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“