Frá ítölskum börum í skagfirska sveit Elín Albertsdóttir skrifar 19. nóvember 2016 10:30 Víkingur Kristjánsson hefur helgað sig barþjónastarfinu frá fimmtán ára aldri. Hann kann að búa til flotta kokkteila. MYND/GVA Víkingur Kristjánsson á langan feril að baki sem starfsmaður á börum og veitingastöðum á Ítalíu þótt hann sé enn ungur að árum. Frá unglingsaldri varð hann hugfanginn af veitingarekstri við Gardavatnið þar sem hann er alinn upp. Víkingur starfar núna í gistihúsi ætlað efnafólki. Víkingur er sonur Kristjáns Jóhannssonar óperusöngvara og Sigurjónu Sverrisdóttur. Þótt hann sé alinn upp í óperuheiminum langaði hann aldrei að feta þá braut. Hins vegar hefur hann mikla unun af klassískri tónlist og leikhúsi. „Pabbi var duglegur að taka okkur systkinin með sér í ferðalög, gjarnan eitt í einu, þannig að við fengum að njóta okkar í miklu dekri og kynnast leikhúsunum,“ segir Víkingur. Hann starfar núna á falinni perlu, prívat gistiheimili í Fljótunum í Skagafirði sem er í eigu erlendra aðila. Þar dvelja stórstjörnur og efnafólk og nýtur íslenskrar náttúru í skjóli fjalla. Víkingur hefur starfað þar frá opnun í apríl sl. og er bundinn trúnaði um gesti.Víkingur ólst upp á Ítalíu en flutti heim árið 2012. Íslenskt mannlíf hefur komið honum á óvart ekki síður en menning og listir.Ísland kom á óvart Víkingur segir að hann hafi alltaf litið á sig sem Ítala þangað til hann fluttist til Íslands árið 2012. „Foreldrar mínir flutti hingað til lands 2009. Ég hafði einungis komið hingað í stuttar heimsóknir að sumri eða um jól svo ég þekkti landið ekkert sérstaklega vel. Það hefur hins vegar komið mér stórkostlega á óvart og ég er búinn að finna Íslendinginn í mér. Listir, menning, tónlistarlíf og hönnun er á heimsmælikvarða þrátt fyrir fámennið sem hér býr. Mér finnst það frábært. Auk þess eru verkalýðsmál miklu betri en á Ítalíu,“ segir hann. „Ég heillaðist af mannlífinu við Gardavatnið þegar ég var að alast upp. Þar var mikill ferðamannastraumur. Það var svolítið skemmtilegt að þegar ég kom til Íslands upplifði ég líka þennan ferðamannastraum og að Ísland var ekki síður vinsælt en Gardavatnið. Ég hef mjög gaman af því að kynnast fólki frá ólíkum stöðum í heiminum. Ítalska er fyrsta tungumálið mitt og allir mínir vinir eru ítalskir,“ segir Víkingur en bætir við að foreldrar sínir hafi alltaf talað íslensku heima. „Ég lærði líka íslensku af au pair stúlkum sem aðstoðuðu á heimilinu en þær voru alltaf frá Íslandi. Mig langar samt að læra íslenskuna betur en hef ekki komið því í verk.“Flottir kokkteilar Víkingur segist hafa mjög gaman af því að prófa nýja hluti. Eftir að hafa starfað sem barþjónn á Slippbarnum, Koli og Öldu hóteli í Reykjavík lagði hann land undir fót og hóf störf á vinsælasta ítalska veitingahúsinu í Haag í Hollandi sem nefnist La Passione. „Þar störfuðu bara Ítalir og það var gaman að tengjast þeim aftur,“ segir Víkingur. Hann var þar í eitt og hálft ár áður en hann flutti í skagfirska sveit. „Ég byrjaði fimmtán ára að vinna á bar við Gardavatnið en færði mig síðan yfir á pitsustað. Þar kynntist ég manni sem rak vinsælan kokteilbar, Nautilus, en þar starfaði ég um tíma. Þaðan lá leiðin á kaffibar en þá var ég orðinn leiður á að vinna á nóttunni. Barstarfið dró mig aftur til sín þegar ég var beðinn um að reka vinsælan skemmtistað við ströndina. Staðurinn tók á milli 2-3.000 gesti. Þetta var sumarskemmtistaður þar sem dansað var utanhúss,“ segir Víkingur ,þegar hann rekur feril sinn áður en hann flutti hingað til lands. Á Slippbarnum kynntist hann Ásgeiri Má Björnssyni yfirþjóni sem Víkingur segir að hafi komið kokteilum á kortið hjá Íslendingum. „Hann er mikill kokteilmeistari,“ segir hann „og kenndi mér margt.“Víkingur í íslenskri sveit.Íslensk jól Víkingur ætlar að vera á Íslandi áfram og segir að það sé ýmislegt sem hann langi til að gera. „Það kom mér á óvart hvað Reykjavík er alþjóðleg borg. Íslensk tónlist er til dæmis stórkostleg,“ segir hann. Öll fjölskyldan er nú á Íslandi nema bróðir hans, Sverrir, sem starfar við tölvuleikjagerð í San Francisco og er kvæntur hálfbandarískri konu. „Svo á ég yngri systur, Rannveigu, sem er nemandi í MR,“ segir Víkingur en þess má geta að amma hans, Rannveig Guðmundsdóttir, var lengi alþingismaður. Víkingur segir að Ítalía eigi stóran stað í hjarta hans. „Ég á eftir að fara þangað í heimsóknir enda á ég marga vini þar. Ítalskur matur er líka í miklu uppáhaldi hjá mér. Á jólunum borðum við hins vegar hefðbundinn íslenskan mat,“ segir hann. „Mér finnst stemningin á Íslandi á aðventu og jólum æðisleg,“ segir þessi ungi en reynslumikli barþjónn. Matur Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira
Víkingur Kristjánsson á langan feril að baki sem starfsmaður á börum og veitingastöðum á Ítalíu þótt hann sé enn ungur að árum. Frá unglingsaldri varð hann hugfanginn af veitingarekstri við Gardavatnið þar sem hann er alinn upp. Víkingur starfar núna í gistihúsi ætlað efnafólki. Víkingur er sonur Kristjáns Jóhannssonar óperusöngvara og Sigurjónu Sverrisdóttur. Þótt hann sé alinn upp í óperuheiminum langaði hann aldrei að feta þá braut. Hins vegar hefur hann mikla unun af klassískri tónlist og leikhúsi. „Pabbi var duglegur að taka okkur systkinin með sér í ferðalög, gjarnan eitt í einu, þannig að við fengum að njóta okkar í miklu dekri og kynnast leikhúsunum,“ segir Víkingur. Hann starfar núna á falinni perlu, prívat gistiheimili í Fljótunum í Skagafirði sem er í eigu erlendra aðila. Þar dvelja stórstjörnur og efnafólk og nýtur íslenskrar náttúru í skjóli fjalla. Víkingur hefur starfað þar frá opnun í apríl sl. og er bundinn trúnaði um gesti.Víkingur ólst upp á Ítalíu en flutti heim árið 2012. Íslenskt mannlíf hefur komið honum á óvart ekki síður en menning og listir.Ísland kom á óvart Víkingur segir að hann hafi alltaf litið á sig sem Ítala þangað til hann fluttist til Íslands árið 2012. „Foreldrar mínir flutti hingað til lands 2009. Ég hafði einungis komið hingað í stuttar heimsóknir að sumri eða um jól svo ég þekkti landið ekkert sérstaklega vel. Það hefur hins vegar komið mér stórkostlega á óvart og ég er búinn að finna Íslendinginn í mér. Listir, menning, tónlistarlíf og hönnun er á heimsmælikvarða þrátt fyrir fámennið sem hér býr. Mér finnst það frábært. Auk þess eru verkalýðsmál miklu betri en á Ítalíu,“ segir hann. „Ég heillaðist af mannlífinu við Gardavatnið þegar ég var að alast upp. Þar var mikill ferðamannastraumur. Það var svolítið skemmtilegt að þegar ég kom til Íslands upplifði ég líka þennan ferðamannastraum og að Ísland var ekki síður vinsælt en Gardavatnið. Ég hef mjög gaman af því að kynnast fólki frá ólíkum stöðum í heiminum. Ítalska er fyrsta tungumálið mitt og allir mínir vinir eru ítalskir,“ segir Víkingur en bætir við að foreldrar sínir hafi alltaf talað íslensku heima. „Ég lærði líka íslensku af au pair stúlkum sem aðstoðuðu á heimilinu en þær voru alltaf frá Íslandi. Mig langar samt að læra íslenskuna betur en hef ekki komið því í verk.“Flottir kokkteilar Víkingur segist hafa mjög gaman af því að prófa nýja hluti. Eftir að hafa starfað sem barþjónn á Slippbarnum, Koli og Öldu hóteli í Reykjavík lagði hann land undir fót og hóf störf á vinsælasta ítalska veitingahúsinu í Haag í Hollandi sem nefnist La Passione. „Þar störfuðu bara Ítalir og það var gaman að tengjast þeim aftur,“ segir Víkingur. Hann var þar í eitt og hálft ár áður en hann flutti í skagfirska sveit. „Ég byrjaði fimmtán ára að vinna á bar við Gardavatnið en færði mig síðan yfir á pitsustað. Þar kynntist ég manni sem rak vinsælan kokteilbar, Nautilus, en þar starfaði ég um tíma. Þaðan lá leiðin á kaffibar en þá var ég orðinn leiður á að vinna á nóttunni. Barstarfið dró mig aftur til sín þegar ég var beðinn um að reka vinsælan skemmtistað við ströndina. Staðurinn tók á milli 2-3.000 gesti. Þetta var sumarskemmtistaður þar sem dansað var utanhúss,“ segir Víkingur ,þegar hann rekur feril sinn áður en hann flutti hingað til lands. Á Slippbarnum kynntist hann Ásgeiri Má Björnssyni yfirþjóni sem Víkingur segir að hafi komið kokteilum á kortið hjá Íslendingum. „Hann er mikill kokteilmeistari,“ segir hann „og kenndi mér margt.“Víkingur í íslenskri sveit.Íslensk jól Víkingur ætlar að vera á Íslandi áfram og segir að það sé ýmislegt sem hann langi til að gera. „Það kom mér á óvart hvað Reykjavík er alþjóðleg borg. Íslensk tónlist er til dæmis stórkostleg,“ segir hann. Öll fjölskyldan er nú á Íslandi nema bróðir hans, Sverrir, sem starfar við tölvuleikjagerð í San Francisco og er kvæntur hálfbandarískri konu. „Svo á ég yngri systur, Rannveigu, sem er nemandi í MR,“ segir Víkingur en þess má geta að amma hans, Rannveig Guðmundsdóttir, var lengi alþingismaður. Víkingur segir að Ítalía eigi stóran stað í hjarta hans. „Ég á eftir að fara þangað í heimsóknir enda á ég marga vini þar. Ítalskur matur er líka í miklu uppáhaldi hjá mér. Á jólunum borðum við hins vegar hefðbundinn íslenskan mat,“ segir hann. „Mér finnst stemningin á Íslandi á aðventu og jólum æðisleg,“ segir þessi ungi en reynslumikli barþjónn.
Matur Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira