Vígamenn ISIS með þráhyggju gagnvart kynlífsþrælum og skeggi Samúel Karl Ólason skrifar 1. nóvember 2016 23:00 Vígamenn ISIS. Skrár sem nýverið hafa fallið í hendur stjórnarliða í Írak sýna fram á þráhyggju vígamanna ISIS gagnvart kynlífsþrælum og skeggvexti. Finna má ítarlegar reglur um báða hluti í opinberum gögnum ISIS. Írakskar hersveitir og Peshmerga sveitir Kúrda hafa frelsað fjölda þorpa í grennd við Mosul úr haldi vígamanna og eru sums staðar komnir að jaðri borgarinnar. Rakstur skeggs var bannaður á yfirráðasvæði ISIS og voru til reglur um hve langt það ætti að vera og hvernig það ætti að líta út.CNN sagði frá því í kvöld að í þorpi sem nýverið var frelsað fögnuðu íbúar með því að fara í klippingu og rakstur á hárgreiðslustofu sem ekki hafði verið opin frá því sumarið 2014. Í bæklingi sem blaðamenn Reuters fundu á skrifstofu sem ISIS-liðar höfðu notað voru 32 spurningar og svör um hvernig ætti að koma fram við konur sem handsamaðar voru af vígamönnum. Þar kemur fram að háttsettur klerkur ISIS megi dreifa föngum á vígamenn sína og að fangar sem ekki eru íslamstrúar megi gera að kynlífsþrælum. Þúsundir kvenna sem tilheyra minnihlutahóp Jasída voru gerðar að kynlífsþrælum ISIS.Sjá einnig: Raunir Jasída: Kynlífsþrælkun, þjóðarmorð og misþyrming Í áðurnefndum reglum kom fram að vígamenn mega eiga systur, en þeir mega einungis sænga hjá annarri þeirra. Þá er þeim einnig leyfilegt að gera stúlkur sem ekki eru kynþroska að kynlífsþrælum. „Þið megið ekki hafa beinar samfarir við þær, en þið megið samt njóta þeirra,“ stóð í reglunum. Þá kemur einnig fram að vígamenn mega ekki deila kynlífsþrælum, en samkvæmt sögum kvenna sem hafa sloppið ganga þær kaupum og sölum á milli vígamanna í gríð og erg. Gervihnattadiskar voru algerlega bannaðir á yfirráðasvæði ISIS og fyrir því voru gefnar tuttugu ástæður. Ein þeirra var að sjónvarp sýndi ástarsögur, naktar konur og óviðeigandi talsmáta. Önnur var um að sjónvarpsáhorf gerði menn kvenlega og að bleyðum. Mið-Austurlönd Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins Sjá meira
Skrár sem nýverið hafa fallið í hendur stjórnarliða í Írak sýna fram á þráhyggju vígamanna ISIS gagnvart kynlífsþrælum og skeggvexti. Finna má ítarlegar reglur um báða hluti í opinberum gögnum ISIS. Írakskar hersveitir og Peshmerga sveitir Kúrda hafa frelsað fjölda þorpa í grennd við Mosul úr haldi vígamanna og eru sums staðar komnir að jaðri borgarinnar. Rakstur skeggs var bannaður á yfirráðasvæði ISIS og voru til reglur um hve langt það ætti að vera og hvernig það ætti að líta út.CNN sagði frá því í kvöld að í þorpi sem nýverið var frelsað fögnuðu íbúar með því að fara í klippingu og rakstur á hárgreiðslustofu sem ekki hafði verið opin frá því sumarið 2014. Í bæklingi sem blaðamenn Reuters fundu á skrifstofu sem ISIS-liðar höfðu notað voru 32 spurningar og svör um hvernig ætti að koma fram við konur sem handsamaðar voru af vígamönnum. Þar kemur fram að háttsettur klerkur ISIS megi dreifa föngum á vígamenn sína og að fangar sem ekki eru íslamstrúar megi gera að kynlífsþrælum. Þúsundir kvenna sem tilheyra minnihlutahóp Jasída voru gerðar að kynlífsþrælum ISIS.Sjá einnig: Raunir Jasída: Kynlífsþrælkun, þjóðarmorð og misþyrming Í áðurnefndum reglum kom fram að vígamenn mega eiga systur, en þeir mega einungis sænga hjá annarri þeirra. Þá er þeim einnig leyfilegt að gera stúlkur sem ekki eru kynþroska að kynlífsþrælum. „Þið megið ekki hafa beinar samfarir við þær, en þið megið samt njóta þeirra,“ stóð í reglunum. Þá kemur einnig fram að vígamenn mega ekki deila kynlífsþrælum, en samkvæmt sögum kvenna sem hafa sloppið ganga þær kaupum og sölum á milli vígamanna í gríð og erg. Gervihnattadiskar voru algerlega bannaðir á yfirráðasvæði ISIS og fyrir því voru gefnar tuttugu ástæður. Ein þeirra var að sjónvarp sýndi ástarsögur, naktar konur og óviðeigandi talsmáta. Önnur var um að sjónvarpsáhorf gerði menn kvenlega og að bleyðum.
Mið-Austurlönd Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins Sjá meira