Stórafmæli, plata og mynd hjá Ólafi Arnalds Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 3. nóvember 2016 10:00 Ólafur Arnalds er bjartsýnn, almennt séð, enda leikur lífið við hann þessa dagana. Vísir/Eyþór Árnason Tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds fagnar þrítugsafmæli í dag og getur líka glaðst yfir glænýrri plötu sem heitir Island Songs. Í farvatninu er kvikmynd með sama nafni. Ólafur er að stíga út úr flugvél í Keflavík þegar í hann næst, hann kippir sér ekki upp við símtalið. „Ég skrapp til London í nokkur viðtöl því að nýja platan mín var að koma út í fyrradag,“ segir hann. Af hverju London? „Ja, London er einhvern veginn miðstöð alls. Þar hafa flestir fjölmiðlar bækistöðvar og gera út þaðan. Svo er útgáfufyrirtækið þar líka og það hélt hóf í gær, þar var frumsýnd tónlistarbíómynd sem við Baldvin Z gerðum í sumar. Hún heitir Island Songs eins og platan og inniheldur lögin af plötunni.“ Var myndin tekin á Íslandi? „Já, við Baldvin ferðuðumst um landið í sumar og tókum upp lög með tónlistarfólki í litlum bæjum um allt land. Myndin kemur reyndar ekki út fyrr en eftir jól en platan kemur á næstu dögum.“ Nú, svo er bara stórafmæli á morgun. „Já, það skilst mér. Það er nú bara eitthvert fjölmiðlafólk sem er að minna mig á það. Ætli ég reyni ekki að bjóða í smá veislu.“ Þegar ég leitaði að myndum af þér í safninu okkar sá ég mynd af þér með tveimur forsetum, Vigdísi og Ólafi. Hvað kom til? „Já, hún er frá því að ég tók við bjartsýnisverðlaununum. Þeir voru víst svo bjartsýnir á mína framtíð.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. nóvember 2016. Lífið Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds fagnar þrítugsafmæli í dag og getur líka glaðst yfir glænýrri plötu sem heitir Island Songs. Í farvatninu er kvikmynd með sama nafni. Ólafur er að stíga út úr flugvél í Keflavík þegar í hann næst, hann kippir sér ekki upp við símtalið. „Ég skrapp til London í nokkur viðtöl því að nýja platan mín var að koma út í fyrradag,“ segir hann. Af hverju London? „Ja, London er einhvern veginn miðstöð alls. Þar hafa flestir fjölmiðlar bækistöðvar og gera út þaðan. Svo er útgáfufyrirtækið þar líka og það hélt hóf í gær, þar var frumsýnd tónlistarbíómynd sem við Baldvin Z gerðum í sumar. Hún heitir Island Songs eins og platan og inniheldur lögin af plötunni.“ Var myndin tekin á Íslandi? „Já, við Baldvin ferðuðumst um landið í sumar og tókum upp lög með tónlistarfólki í litlum bæjum um allt land. Myndin kemur reyndar ekki út fyrr en eftir jól en platan kemur á næstu dögum.“ Nú, svo er bara stórafmæli á morgun. „Já, það skilst mér. Það er nú bara eitthvert fjölmiðlafólk sem er að minna mig á það. Ætli ég reyni ekki að bjóða í smá veislu.“ Þegar ég leitaði að myndum af þér í safninu okkar sá ég mynd af þér með tveimur forsetum, Vigdísi og Ólafi. Hvað kom til? „Já, hún er frá því að ég tók við bjartsýnisverðlaununum. Þeir voru víst svo bjartsýnir á mína framtíð.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. nóvember 2016.
Lífið Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira