Bölvun aflétt Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. nóvember 2016 06:30 Gleði leikmanna Chicago Cubs eftir oddaleikinn var fölskvalaus. vísir/getty Í fyrsta skipti í fjölmörg ár hafði heimurinn óvenju mikinn áhuga á úrslitaeinvígi bandaríska hafnaboltans, World Series. Ástæðan er sú að þar mættust tvö lið sem höfðu ekki unnið í ansi langan tíma. Cleveland Indians hefur ekki orðið meistari síðan 1948 en stuðningsmenn Chicago Cubs höfðu beðið enn lengur, eða frá árinu 1908. Samanlagt höfðu félögin beðið í 176 ár eftir meistaratitli. Það varð því eitthvað undan að láta og það gerðist eftir ótrúlega dramatík. Vinna þarf fjóra leiki til þess að verða meistari og fátt benti til annars en að Cleveland myndi hafa betur er liðið komst í 3-1 í einvíginu. Með bakið upp við vegginn náði lið Cubs að jafna 3-3 og tryggja sér oddaleik í Cleveland.Ótrúlegur úrslitaleikur Í oddaleiknum náði Cubs heimahafnarhlaupi hjá fyrsta manni sem steig út á völlinn. Ótrúleg byrjun. Cubs komst 3-1 yfir og svo aftur í 5-1. Er aðeins tvær lotur voru eftir var staðan 6-3 fyrir Cubs og stuðningsmenn þeirra að tryllast úr spenningi. Í næstsíðustu lotunni náði Cleveland að jafna, 6-6, og þar sem ekkert var skorað í níundu lotunni þurfti að framlengja. Í tíundu lotunni náði Cubs að skora tvö stig en Indians aðeins eitt og Chicago-liðið vann því sögulegan 8-7 sigur í hádramatískum leik þar sem einnig þurfti að fresta leik um tíma vegna rigningar. Ekkert lið í bandarískum íþróttum hefur þurft að bíða eins lengi eftir titli og Chicago Cubs. 108 ár er langur tími. Cubs spilaði í þremur af fyrstu fimm World Series og vann árin 1907 og 1908. Síðan hefur ekkert gengið. Á árunum 1910 til 1945 komst Cubs sjö sinnum í World Series en tapaði alltaf. Árið 1945 var síðan bölvun lögð á félagið sem er fyrir löngu orðin heimsþekkt.Bölvunin fræga Það gerði William Sianis sem átti krána Billy Goat í Chicago. Hann tók geitina sína reglulega með á leiki liðsins á hinum goðsagnakennda heimavelli Cubs, Wrigley Field. Í World Series var Sianis og geitinni aftur á móti meinuð innganga á völlinn. Svo reiður varð Sianis að hann lagði bölvun á félagið. Sagði að það myndi aldrei aftur ná að verða meistari. Hann sendi meira að segja símskeyti með bölvuninni til eiganda félagsins. Svo illa hefur gengið síðan að fólk var löngu byrjað að trúa á bölvunina sem hefur verið kölluð „Billy Goat-bölvunin“. Er Cubs hefur átt möguleika hefur allt snúist í höndunum á þeim á ótrúlegan hátt. Þá hefur ávallt verið talað um þessa bölvun sem hefur loksins verið aflétt. Aðrar íþróttir Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Fleiri fréttir Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sektaður um tólf milljónir fyrir að lesa yfir eigin leikmanni Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Varaforseti EHF handtekinn „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Sjá meira
Í fyrsta skipti í fjölmörg ár hafði heimurinn óvenju mikinn áhuga á úrslitaeinvígi bandaríska hafnaboltans, World Series. Ástæðan er sú að þar mættust tvö lið sem höfðu ekki unnið í ansi langan tíma. Cleveland Indians hefur ekki orðið meistari síðan 1948 en stuðningsmenn Chicago Cubs höfðu beðið enn lengur, eða frá árinu 1908. Samanlagt höfðu félögin beðið í 176 ár eftir meistaratitli. Það varð því eitthvað undan að láta og það gerðist eftir ótrúlega dramatík. Vinna þarf fjóra leiki til þess að verða meistari og fátt benti til annars en að Cleveland myndi hafa betur er liðið komst í 3-1 í einvíginu. Með bakið upp við vegginn náði lið Cubs að jafna 3-3 og tryggja sér oddaleik í Cleveland.Ótrúlegur úrslitaleikur Í oddaleiknum náði Cubs heimahafnarhlaupi hjá fyrsta manni sem steig út á völlinn. Ótrúleg byrjun. Cubs komst 3-1 yfir og svo aftur í 5-1. Er aðeins tvær lotur voru eftir var staðan 6-3 fyrir Cubs og stuðningsmenn þeirra að tryllast úr spenningi. Í næstsíðustu lotunni náði Cleveland að jafna, 6-6, og þar sem ekkert var skorað í níundu lotunni þurfti að framlengja. Í tíundu lotunni náði Cubs að skora tvö stig en Indians aðeins eitt og Chicago-liðið vann því sögulegan 8-7 sigur í hádramatískum leik þar sem einnig þurfti að fresta leik um tíma vegna rigningar. Ekkert lið í bandarískum íþróttum hefur þurft að bíða eins lengi eftir titli og Chicago Cubs. 108 ár er langur tími. Cubs spilaði í þremur af fyrstu fimm World Series og vann árin 1907 og 1908. Síðan hefur ekkert gengið. Á árunum 1910 til 1945 komst Cubs sjö sinnum í World Series en tapaði alltaf. Árið 1945 var síðan bölvun lögð á félagið sem er fyrir löngu orðin heimsþekkt.Bölvunin fræga Það gerði William Sianis sem átti krána Billy Goat í Chicago. Hann tók geitina sína reglulega með á leiki liðsins á hinum goðsagnakennda heimavelli Cubs, Wrigley Field. Í World Series var Sianis og geitinni aftur á móti meinuð innganga á völlinn. Svo reiður varð Sianis að hann lagði bölvun á félagið. Sagði að það myndi aldrei aftur ná að verða meistari. Hann sendi meira að segja símskeyti með bölvuninni til eiganda félagsins. Svo illa hefur gengið síðan að fólk var löngu byrjað að trúa á bölvunina sem hefur verið kölluð „Billy Goat-bölvunin“. Er Cubs hefur átt möguleika hefur allt snúist í höndunum á þeim á ótrúlegan hátt. Þá hefur ávallt verið talað um þessa bölvun sem hefur loksins verið aflétt.
Aðrar íþróttir Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Fleiri fréttir Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sektaður um tólf milljónir fyrir að lesa yfir eigin leikmanni Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Varaforseti EHF handtekinn „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Sjá meira