Hefur sinnt fimm kynslóðum í sumum fjölskyldum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 5. nóvember 2016 13:15 Katrín var að hugsa um að taka svæfingar sem sérgrein í læknisfræðinni en komst að því að það væri miklu eðlilegra að verja ævistarfinu í að sinna vakandi fólki. „Ég er nú af langlífisætt. Móðir mín, Jórunn Viðar, er að verða 98 ára, mamma hennar varð 93 og amma hennar líka. En við af kók- og prinspólókynslóðinni lifum kannski ekki eins lengi,“ segir Katrín Fjeldsted glaðlega þegar hún er spurð hvernig aldurinn fari með hana. Hún verður nefnilega sjötug á morgun, stelpan. Hvernig skyldi hún ætla að verja afmælisdeginum? „Ég ætla bara að bjóða fólkinu mínu í hádegismat, það verður grískt þema,“ upplýsir hún. Katrín er nýhætt að vinna í heilsugæslunni í Reykjavík eftir 36 ár. „Ég var alltaf á sömu stöð, hún var fyrst í Borgarspítalanum en í Efstaleiti 3 frá aldamótum. „Auðvitað er mér eftirsjá að starfinu. Ég sakna fólksins, í sumum fjölskyldum hef ég sinnt fimm kynslóðum. Það eru forréttindi.“ Hún kveðst fyrst hafa verið að hugsa um að taka svæfingar sem sérgrein en komist að því að það væri miklu eðlilegra að verja ævistarfinu í að sinna vakandi fólki.Ást í læknadeildinni Í læknadeildinni hitti Katrín verðandi eiginmann sinn, Valgarð Egilsson, þau voru búin að eignast tvö börn áður en hún útskrifaðist. Þar sem Valgarður var farinn til Bretlands í framhaldsnám tók hún kandídatsárið þar og vann á tímabili 120 tíma á viku fyrir lág laun. Þau hjón urðu fyrir þungri sorg þegar sonur þeirra varð fyrir bíl í London og lést. „Þetta gerðist árið sem við fluttum heim. Við fórum út með tvö börn og komum heim með eitt,“ segir hún og röddin lýsir trega. „En síðan eignuðumst við tvo syni og nú eru barnabörnin orðin fimm, á aldrinum sex ára til sextán ára.“Störf í þágu borgar, þjóðar og álfu Katrín sat í borgarstjórn í tólf ár og á Alþingi í fjögur og hálft, auk þess að vera varamaður kjörtímabilin á undan og eftir. „Það var áhugavert að vera fulltrúi Reykvíkinga á þingi,“ segir Katrín sem kveðst Reykvíkingur í 6. lið í gegnum ættir móður sinnar og alin upp í miðbænum. Um síðustu áramót lét Katrín af forsetaembætti í Evrópusamtökum lækna sem hún hafði gegnt frá 2013 þegar hún var kjörin fyrst kvenna. „Á undan mér höfðu verið 20 forsetar, allt karlar og þegar ég hætti tók karl við svo ég er sú eina sem hef komist upp úr glerþakinu,“ lýsir hún. Spurð að lokum hvað hún ætli að gera í ellinni, svarar Katrín: „Mér finnst svo langt þangað til að ég er ekki farin að spá í það. En tómstundaiðjan er að lesa skáldsögur!“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. nóvember 2016. Lífið Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Fleiri fréttir Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Sjá meira
„Ég er nú af langlífisætt. Móðir mín, Jórunn Viðar, er að verða 98 ára, mamma hennar varð 93 og amma hennar líka. En við af kók- og prinspólókynslóðinni lifum kannski ekki eins lengi,“ segir Katrín Fjeldsted glaðlega þegar hún er spurð hvernig aldurinn fari með hana. Hún verður nefnilega sjötug á morgun, stelpan. Hvernig skyldi hún ætla að verja afmælisdeginum? „Ég ætla bara að bjóða fólkinu mínu í hádegismat, það verður grískt þema,“ upplýsir hún. Katrín er nýhætt að vinna í heilsugæslunni í Reykjavík eftir 36 ár. „Ég var alltaf á sömu stöð, hún var fyrst í Borgarspítalanum en í Efstaleiti 3 frá aldamótum. „Auðvitað er mér eftirsjá að starfinu. Ég sakna fólksins, í sumum fjölskyldum hef ég sinnt fimm kynslóðum. Það eru forréttindi.“ Hún kveðst fyrst hafa verið að hugsa um að taka svæfingar sem sérgrein en komist að því að það væri miklu eðlilegra að verja ævistarfinu í að sinna vakandi fólki.Ást í læknadeildinni Í læknadeildinni hitti Katrín verðandi eiginmann sinn, Valgarð Egilsson, þau voru búin að eignast tvö börn áður en hún útskrifaðist. Þar sem Valgarður var farinn til Bretlands í framhaldsnám tók hún kandídatsárið þar og vann á tímabili 120 tíma á viku fyrir lág laun. Þau hjón urðu fyrir þungri sorg þegar sonur þeirra varð fyrir bíl í London og lést. „Þetta gerðist árið sem við fluttum heim. Við fórum út með tvö börn og komum heim með eitt,“ segir hún og röddin lýsir trega. „En síðan eignuðumst við tvo syni og nú eru barnabörnin orðin fimm, á aldrinum sex ára til sextán ára.“Störf í þágu borgar, þjóðar og álfu Katrín sat í borgarstjórn í tólf ár og á Alþingi í fjögur og hálft, auk þess að vera varamaður kjörtímabilin á undan og eftir. „Það var áhugavert að vera fulltrúi Reykvíkinga á þingi,“ segir Katrín sem kveðst Reykvíkingur í 6. lið í gegnum ættir móður sinnar og alin upp í miðbænum. Um síðustu áramót lét Katrín af forsetaembætti í Evrópusamtökum lækna sem hún hafði gegnt frá 2013 þegar hún var kjörin fyrst kvenna. „Á undan mér höfðu verið 20 forsetar, allt karlar og þegar ég hætti tók karl við svo ég er sú eina sem hef komist upp úr glerþakinu,“ lýsir hún. Spurð að lokum hvað hún ætli að gera í ellinni, svarar Katrín: „Mér finnst svo langt þangað til að ég er ekki farin að spá í það. En tómstundaiðjan er að lesa skáldsögur!“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. nóvember 2016.
Lífið Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Fleiri fréttir Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Sjá meira