Trump-fólkið á Íslandi fer með veggjum Jakob Bjarnar skrifar 8. nóvember 2016 09:56 Sjaldan eða aldrei hefur reynst eins erfitt að finna stuðningsmenn tiltekinna forsetaframbjóðenda í USA og nú. Oftast er það svo að harðasti kjarni Sjálfstæðismanna styður frambjóðanda Republicana en því er ekki fyrir að fara nú og hefur til að mynda Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor lýst því yfir sérstaklega að honum hugnist Trump ekki. Í nótt ráðast úrslitin í æsispennandi forsetakosningum í Bandaríkjunum. Þó allra nýjustu tíðindi herma að líklegra sé að Hillary Clinton sigri er fráleitt að afskrifa megi Donald Trump. Báðir frambjóðendurnir eru reyndar með ólíkindum óvinsælir. Sé miðað við andann í Bandaríkjunum líta margir svo á að þessar kosningar séu þeim til háðungar. Og fjölmargir tala um að valið standi á milli tveggja vondra kosta. „Lesser of two evils.“ Trump-menn úthrópaðir á Íslandi Æsispennandi þýðir einfaldlega það að kjósendur skiptast í svo gott sem jafnstóra hópa. En svo virðist sem Trump sé einstaklega óvinsæll á Íslandi. Vísir gerði heiðarlega tilraun til að finna og ræða við íslenska stuðningsmenn Trumps en það er varla að blaðamaður hefði erindi sem erfiði. Sem er athyglisvert í sjálfu sér. Svo virðist sem svo að þeir fari nánast huldu höfði, þeir sem lýsa yfir stuðningi eru úthrópaðir. Skýrasta dæmi þess gerðist fyrr á þessu ári. Þegar Magnús Ingi Magnússon veitingamaður og sjónvarpsstjarna á ÍNN hengdi upp spjald á veitingastað sínum, Texas-Borgurum, hvar sjá mátti Trump í kosningaham. Viðbrögðin voru vægast sagt hörð, tugir ef ekki hundruð höfðu samband við Magnús og töldu þetta fyrir neðan allar hellur og vægast sagt ósmekklegt. Veitingamaðurinn knái sá sitt óvænna, sagði þetta djók og tók veggspjaldið niður og bað þjóðina afsökunar. Nei, ég er Hillary-maður Á Facebook er að finna hóp þar sem heitir „Donald Trump er boðinn velkominn til Íslands“ – hvorki meira né minna. Meðlimir eru 243 og fæstir eru þjóðþekktir einstaklingar. Gústaf Níelsson stjórnmálamaður og álitsgjafi er þar á blaði og hann segist enginn stuðningsmaður Trumps. „Nei og finnst fátt til hans koma. En hann verður forseti held ég og mun standa sig vel. Nýr andblær!“ segir Gústaf í samtali við Vísi. Annar meðlimur hópsins er tónlistarmaðurinn góðkunni og strætóbílstjórinn André Bachmann. Vísir náði honum glóðvolgum í stólnum hjá tannlækni sínum. Hann gat stunið upp, áður en tannlæknirinn rak borinn í skolt hans: „Nei, ég styð ekki Trump. Ég er Hillary-maður.“ Vill síður auglýsa afstöðu sína Margrét Friðriksdóttir, sem vakið hefur talsverða athygli á undanförnum árum vegna einarðs málflutnings gegn moskubyggingum á Íslandi, er hins vegar stuðningsmaður Trumps. Og hún segir það einfaldlega vera svo að hún fari ekki hátt með þennan stuðning. „En, já, ég styð hann. Hillary er svo ógeðslega spillt að Trump er kettlingur við hliðina henni. En, Íslendingar eru svo aftarlega á merinni að það má ekki ræða það. Þetta er vegna þess að hann lætur ekki kaupa sig, það er múta sér, hann er það efnaður að hann þarf þess ekki.“ Þeim sem rýna á Facebooksíðu Árna Samúelssonar hjá SAM-bíóum má ljóst vera að hann er hallur undir Trump. Árni var á kvikmyndahátíð vestra og gat því ekki svarað spurningum Vísis. Margrét segir Hillary vera búin að selja Saudum sálu sína. Og með Trump kæmist í fyrsta skipti friður á milli Rússa og Bandaríkjamanna. Vísir spurði Margréti hvort hún hafi fengið einhver viðbrögð, jafnvel einhver ókvæðisorð, vegna þessarar afstöðu sinnar? „Ég er ekki mikið að auglýsa mína afstöðu, þá er maður safe, offorsið er slíkt hér að maður sleppir því að ræða þessa hluti.“ Árnar tveir sem styðja Trump Annar er sá sem sýnt hefur sig í að vera hallur undir Donald Trump er Árni Samúelsson bíókóngur á Íslandi, það er ef marka má skilaboð á Facebook-vegg hans þar sem hann tengir við ýmsar fréttir sem eru jákvæðar fyrir Trump, neikvæðar fyrir Hillary. Hann er hins vegar var ekki til viðtals, enda er hann staddur á kvikmyndahátíð úti í L.A. Annar Árni, Árni Stefán Árnason lögmaður, sem einkum hefur látið sig varða velferð dýra og er þekktur fyrir það greindi vinum sínum á Facebook frá því að hann héldi með Trump. Reyndar við dræmar undirtektir. Árni Stefán skráði á Facebookvegg sinn nú í nótt: „Trump er á móti fóstureyðingum og múslimum, þess vegna held ég með honum.“ Árni Stefán dýralögfræðingur virðist hafa gert upp hug sinn í nótt en þá lýsti hann yfir stuðningi við Donald Trump. Eflaust eru fleiri sem styðja Donald Trump á Íslandi en þeir hafa þá farið í gegnum reyndar vel stóra möskva Vísis og/eða fara ekki hátt með stuðning sinn. Íslendingar fara í felur með stuðning sinn við Trump Ólafur F. Magnússon, fyrrverandi borgarstjóri, er einnig meðlimur í Facebookhópnum „Donald Trump er boðinn velkominn til Íslands“. Hann óskaði hins eftir því að tjá sig ekki um bandarísku forsetakosningarnar við Vísi, hann væri að einbeita sér að jákvæðari hliðum lífsins. Og bað Vísi um að virða það, sem vitaskuld var auðsótt. Trump er vissulega ákaflega umdeildur en sé litið til þess að kjósendur í Bandaríkjunum skiptast í tiltölulega jafn stóra hópa, þá sem styðja Hillary og þá sem styðja Trump, þó svo að margir líti á það sem val milli tveggja slæmra kosta, má heita athyglisvert að fólk á Íslandi veigri sér hreinlega við að taka afstöðu með Trump, hvað þá gera það opinberlega. Sem má ef til vill vera til marks um ákveðið offors sem einkennir alla umræðu á Íslandi. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Sjá meira
Í nótt ráðast úrslitin í æsispennandi forsetakosningum í Bandaríkjunum. Þó allra nýjustu tíðindi herma að líklegra sé að Hillary Clinton sigri er fráleitt að afskrifa megi Donald Trump. Báðir frambjóðendurnir eru reyndar með ólíkindum óvinsælir. Sé miðað við andann í Bandaríkjunum líta margir svo á að þessar kosningar séu þeim til háðungar. Og fjölmargir tala um að valið standi á milli tveggja vondra kosta. „Lesser of two evils.“ Trump-menn úthrópaðir á Íslandi Æsispennandi þýðir einfaldlega það að kjósendur skiptast í svo gott sem jafnstóra hópa. En svo virðist sem Trump sé einstaklega óvinsæll á Íslandi. Vísir gerði heiðarlega tilraun til að finna og ræða við íslenska stuðningsmenn Trumps en það er varla að blaðamaður hefði erindi sem erfiði. Sem er athyglisvert í sjálfu sér. Svo virðist sem svo að þeir fari nánast huldu höfði, þeir sem lýsa yfir stuðningi eru úthrópaðir. Skýrasta dæmi þess gerðist fyrr á þessu ári. Þegar Magnús Ingi Magnússon veitingamaður og sjónvarpsstjarna á ÍNN hengdi upp spjald á veitingastað sínum, Texas-Borgurum, hvar sjá mátti Trump í kosningaham. Viðbrögðin voru vægast sagt hörð, tugir ef ekki hundruð höfðu samband við Magnús og töldu þetta fyrir neðan allar hellur og vægast sagt ósmekklegt. Veitingamaðurinn knái sá sitt óvænna, sagði þetta djók og tók veggspjaldið niður og bað þjóðina afsökunar. Nei, ég er Hillary-maður Á Facebook er að finna hóp þar sem heitir „Donald Trump er boðinn velkominn til Íslands“ – hvorki meira né minna. Meðlimir eru 243 og fæstir eru þjóðþekktir einstaklingar. Gústaf Níelsson stjórnmálamaður og álitsgjafi er þar á blaði og hann segist enginn stuðningsmaður Trumps. „Nei og finnst fátt til hans koma. En hann verður forseti held ég og mun standa sig vel. Nýr andblær!“ segir Gústaf í samtali við Vísi. Annar meðlimur hópsins er tónlistarmaðurinn góðkunni og strætóbílstjórinn André Bachmann. Vísir náði honum glóðvolgum í stólnum hjá tannlækni sínum. Hann gat stunið upp, áður en tannlæknirinn rak borinn í skolt hans: „Nei, ég styð ekki Trump. Ég er Hillary-maður.“ Vill síður auglýsa afstöðu sína Margrét Friðriksdóttir, sem vakið hefur talsverða athygli á undanförnum árum vegna einarðs málflutnings gegn moskubyggingum á Íslandi, er hins vegar stuðningsmaður Trumps. Og hún segir það einfaldlega vera svo að hún fari ekki hátt með þennan stuðning. „En, já, ég styð hann. Hillary er svo ógeðslega spillt að Trump er kettlingur við hliðina henni. En, Íslendingar eru svo aftarlega á merinni að það má ekki ræða það. Þetta er vegna þess að hann lætur ekki kaupa sig, það er múta sér, hann er það efnaður að hann þarf þess ekki.“ Þeim sem rýna á Facebooksíðu Árna Samúelssonar hjá SAM-bíóum má ljóst vera að hann er hallur undir Trump. Árni var á kvikmyndahátíð vestra og gat því ekki svarað spurningum Vísis. Margrét segir Hillary vera búin að selja Saudum sálu sína. Og með Trump kæmist í fyrsta skipti friður á milli Rússa og Bandaríkjamanna. Vísir spurði Margréti hvort hún hafi fengið einhver viðbrögð, jafnvel einhver ókvæðisorð, vegna þessarar afstöðu sinnar? „Ég er ekki mikið að auglýsa mína afstöðu, þá er maður safe, offorsið er slíkt hér að maður sleppir því að ræða þessa hluti.“ Árnar tveir sem styðja Trump Annar er sá sem sýnt hefur sig í að vera hallur undir Donald Trump er Árni Samúelsson bíókóngur á Íslandi, það er ef marka má skilaboð á Facebook-vegg hans þar sem hann tengir við ýmsar fréttir sem eru jákvæðar fyrir Trump, neikvæðar fyrir Hillary. Hann er hins vegar var ekki til viðtals, enda er hann staddur á kvikmyndahátíð úti í L.A. Annar Árni, Árni Stefán Árnason lögmaður, sem einkum hefur látið sig varða velferð dýra og er þekktur fyrir það greindi vinum sínum á Facebook frá því að hann héldi með Trump. Reyndar við dræmar undirtektir. Árni Stefán skráði á Facebookvegg sinn nú í nótt: „Trump er á móti fóstureyðingum og múslimum, þess vegna held ég með honum.“ Árni Stefán dýralögfræðingur virðist hafa gert upp hug sinn í nótt en þá lýsti hann yfir stuðningi við Donald Trump. Eflaust eru fleiri sem styðja Donald Trump á Íslandi en þeir hafa þá farið í gegnum reyndar vel stóra möskva Vísis og/eða fara ekki hátt með stuðning sinn. Íslendingar fara í felur með stuðning sinn við Trump Ólafur F. Magnússon, fyrrverandi borgarstjóri, er einnig meðlimur í Facebookhópnum „Donald Trump er boðinn velkominn til Íslands“. Hann óskaði hins eftir því að tjá sig ekki um bandarísku forsetakosningarnar við Vísi, hann væri að einbeita sér að jákvæðari hliðum lífsins. Og bað Vísi um að virða það, sem vitaskuld var auðsótt. Trump er vissulega ákaflega umdeildur en sé litið til þess að kjósendur í Bandaríkjunum skiptast í tiltölulega jafn stóra hópa, þá sem styðja Hillary og þá sem styðja Trump, þó svo að margir líti á það sem val milli tveggja slæmra kosta, má heita athyglisvert að fólk á Íslandi veigri sér hreinlega við að taka afstöðu með Trump, hvað þá gera það opinberlega. Sem má ef til vill vera til marks um ákveðið offors sem einkennir alla umræðu á Íslandi.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Sjá meira