Hanning: Ekki frágengið að Dagur fari til Japans Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. nóvember 2016 13:30 Dagur Sigurðsson og Bob Hanning. Vísir/Getty Tveir íslenskir erlendra landsliða gætu kvatt landslið sín á HM í Frakklandi eftir áramót - Dagur Sigurðsson og Guðmundur Guðmundsson. Danska handknattleikssambandið tilkynnti í dag að Guðmundur muni hætta sem þjálfari danska liðsins þegar samningur hans við sambandið rennur út í sumar. Sjá einnig: Guðmundur hættir að þjálfa danska landsliðið Síðustu daga og vikur hefur einnig verið fjallað um stöðu Dags Sigurðssonar, þjálfara Evrópumeistara Þýskalands. Sjálfur hefur Dagur sagt að hann sé að íhuga sína stöðu en að engin ákvörðun hefur verið tekin. Engu að síður fullyrða fjölmiðlar í Þýskalandi að það liggi fyrir að Dagur hætti með þýska liðið í sumar og að hann taki þá við landsliði Japan, sem verður gestgjafi á Ólympíuleikunum í Tókýó árið 2020. Báðir þjálfarar náðu frábærum árangri á Ólympíuleikunum í Ríó í sumar. Guðmundur vann gull með Dönum og Dagur brons með Þjóðverjum. Sjá einnig: Segja Dag taka við japanska landsliðinu „Það er rangt að það sé ákveðið að hann fari til Japans,“ sagði Bob Hanning, varaforseti þýska handknattleikssambandsins, við fréttaveituna DPA í dag. Hanning viðurkennir þó að Japan komi til greina enda þekkir Dagur vel til þar í landi eftir að hafa verið spilandi þjálfari hjá Wakunaga Hiroshima frá 2000 til 2003. Dagur hefur einnig verið orðaður við stórliðin PSG í Frakklandi og Veszprem í Ungverjalandi. „Ég myndi fá þýsku úrvalsdeildina í lið með mér og berjast um að halda Degi ef hann færi til annað þeirra liða,“ sagði Hanning. „En þegar kemur að því lífsplönum Dags þá get ég ekkert gert við því. Ákvörðunin um Japan snýst á engan hátt um peninga,“ sagði hann enn fremur. Hanning hefur viðurkennt að þýska sambandið sé byrjað að líta í kringum sig á eftir mögulegum arftökum Dags en að þjálfarinn íslenski hafi til loka mánaðarins að ákveða hvort hann ætli að halda áfram til 2020 eða segja samningnum sínum upp í sumar. Handbolti Tengdar fréttir Þýskir fjölmiðlar: Dagur gæti hætt næsta sumar Viðræður um áframhaldandi samstarf fram yfir Ólympíuleikana 2020 eru í gangi. En Dagur gæti gengið frá borði næsta sumar. 26. október 2016 09:30 Sport1: Dagur gæti fengið 75 milljónir í árslaun hjá PSG Þýskir fjölmiðlar fullyrða að Dagur Sigurðsson geti tvöfaldað laun sín hjá franska stórliðinu PSG. 27. október 2016 12:00 Guðmundur hættir að þjálfa danska landsliðið Ólympíumeistarinn endurnýjar ekki samninginn við danska handknattleikssambandið. 8. nóvember 2016 10:20 Segja Dag taka við japanska landsliðinu Flytur heim til Íslands vegna fjölskylduaðstæðna og flýgur á milli. 8. nóvember 2016 08:00 Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Sport Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Körfubolti Fleiri fréttir Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Sjá meira
Tveir íslenskir erlendra landsliða gætu kvatt landslið sín á HM í Frakklandi eftir áramót - Dagur Sigurðsson og Guðmundur Guðmundsson. Danska handknattleikssambandið tilkynnti í dag að Guðmundur muni hætta sem þjálfari danska liðsins þegar samningur hans við sambandið rennur út í sumar. Sjá einnig: Guðmundur hættir að þjálfa danska landsliðið Síðustu daga og vikur hefur einnig verið fjallað um stöðu Dags Sigurðssonar, þjálfara Evrópumeistara Þýskalands. Sjálfur hefur Dagur sagt að hann sé að íhuga sína stöðu en að engin ákvörðun hefur verið tekin. Engu að síður fullyrða fjölmiðlar í Þýskalandi að það liggi fyrir að Dagur hætti með þýska liðið í sumar og að hann taki þá við landsliði Japan, sem verður gestgjafi á Ólympíuleikunum í Tókýó árið 2020. Báðir þjálfarar náðu frábærum árangri á Ólympíuleikunum í Ríó í sumar. Guðmundur vann gull með Dönum og Dagur brons með Þjóðverjum. Sjá einnig: Segja Dag taka við japanska landsliðinu „Það er rangt að það sé ákveðið að hann fari til Japans,“ sagði Bob Hanning, varaforseti þýska handknattleikssambandsins, við fréttaveituna DPA í dag. Hanning viðurkennir þó að Japan komi til greina enda þekkir Dagur vel til þar í landi eftir að hafa verið spilandi þjálfari hjá Wakunaga Hiroshima frá 2000 til 2003. Dagur hefur einnig verið orðaður við stórliðin PSG í Frakklandi og Veszprem í Ungverjalandi. „Ég myndi fá þýsku úrvalsdeildina í lið með mér og berjast um að halda Degi ef hann færi til annað þeirra liða,“ sagði Hanning. „En þegar kemur að því lífsplönum Dags þá get ég ekkert gert við því. Ákvörðunin um Japan snýst á engan hátt um peninga,“ sagði hann enn fremur. Hanning hefur viðurkennt að þýska sambandið sé byrjað að líta í kringum sig á eftir mögulegum arftökum Dags en að þjálfarinn íslenski hafi til loka mánaðarins að ákveða hvort hann ætli að halda áfram til 2020 eða segja samningnum sínum upp í sumar.
Handbolti Tengdar fréttir Þýskir fjölmiðlar: Dagur gæti hætt næsta sumar Viðræður um áframhaldandi samstarf fram yfir Ólympíuleikana 2020 eru í gangi. En Dagur gæti gengið frá borði næsta sumar. 26. október 2016 09:30 Sport1: Dagur gæti fengið 75 milljónir í árslaun hjá PSG Þýskir fjölmiðlar fullyrða að Dagur Sigurðsson geti tvöfaldað laun sín hjá franska stórliðinu PSG. 27. október 2016 12:00 Guðmundur hættir að þjálfa danska landsliðið Ólympíumeistarinn endurnýjar ekki samninginn við danska handknattleikssambandið. 8. nóvember 2016 10:20 Segja Dag taka við japanska landsliðinu Flytur heim til Íslands vegna fjölskylduaðstæðna og flýgur á milli. 8. nóvember 2016 08:00 Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Sport Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Körfubolti Fleiri fréttir Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Sjá meira
Þýskir fjölmiðlar: Dagur gæti hætt næsta sumar Viðræður um áframhaldandi samstarf fram yfir Ólympíuleikana 2020 eru í gangi. En Dagur gæti gengið frá borði næsta sumar. 26. október 2016 09:30
Sport1: Dagur gæti fengið 75 milljónir í árslaun hjá PSG Þýskir fjölmiðlar fullyrða að Dagur Sigurðsson geti tvöfaldað laun sín hjá franska stórliðinu PSG. 27. október 2016 12:00
Guðmundur hættir að þjálfa danska landsliðið Ólympíumeistarinn endurnýjar ekki samninginn við danska handknattleikssambandið. 8. nóvember 2016 10:20
Segja Dag taka við japanska landsliðinu Flytur heim til Íslands vegna fjölskylduaðstæðna og flýgur á milli. 8. nóvember 2016 08:00