Erum við reiðubúin? Siv Friðleifsdóttir skrifar 9. nóvember 2016 07:00 Eru velferðarsamfélög Norðurlandanna viðbúin áföllum? Er félagsþjónusta sveitarfélaganna tilbúin að takast á við vá? Hafa konur sérstöku hlutverki að gegna í kjölfar hamfara? Er unnt að sameinast um 30 velferðarvísa á Norðurlöndunum sem hjálpa okkur að greina hættur sem ógna velferð íbúanna? Hvernig er best að takast á við kreppur, hvort sem þær eru af mannavöldum eða sökum náttúruhamfara, þannig að velferð íbúanna verði ógnað sem minnst? Hvort er þá betra að beita úrræðum velferðarkerfisins eða láta lögmál frumskógarins gilda, hver sé sjálfum sér næstur? Hvað má læra af rannsóknum félagsvísinda um hvernig velferðarkerfi Norðurlandanna hafa tekist á við efnahagskreppur? Leitað verður svara við þessum spurningum og fleirum af sama toga á opinni lokaráðstefnu Norrænu velferðarvaktarinnar, sem haldin verður fimmtudaginn 10. nóvember nk. kl. 9-16 á hótel Hilton í Reykjavík. Náttúrvá og efnahagsáföll Norræna velferðarvaktin er þriggja ára rannsóknarverkefni sem stendur yfir árin 2014-2016 og er eitt verkefnanna í formennskuáætlun Íslands í norrænu samstarfi. Verkefnið miðar að því að undirbúa velferðarkerfin á Norðurlöndunum til að takast á við nýjar áskoranir og vá hvort sem hún er af völdum náttúruhamfara s.s. flóða, eldgosa eða jarðskjálfta, eða af mannavöldum, s.s. efnahagsáföll eða vegna flóttamannastraums, svo ný og nærtæk dæmi séu tekin. Verkefnið miðar einnig að því að ná samstöðu Norðurlandanna um val á 30 velferðarvísum, sem sýna tölulegar upplýsingar um þróun velferðar á Norðurlöndunum. Á ráðstefnunni verða eftirsóttir gestafyrirlesarar. Einnig munu forsvarsmenn einstakra verkefna Norrænu velferðarvaktarinnar kynna niðurstöður verkefna sinna. Verkefnin hafa verið leidd af Íslendingum, en innan þeirra allra eru starfandi stýrihópar skipaðir færustu fulltrúum Norðurlandanna á viðkomandi sviði. Í viðbót við fyrirlestra geta þátttakendur valið á milli stuttra kynninga á verkefnum svo þeir geti nýtt tímann sem best miðað við þeirra áhugasvið. Velferðarvísar og viðbúnaðargeta Fyrir utan þá þekkingu og auknu norrænu samlegð sem rannsóknarverkefnin færa okkur mun Norræna velferðarvaktin leggja fram tvær tillögur til Norræna ráðherraráðsins til áframhaldandi úrvinnslu. Önnur snýr að nýjum norrænum velferðarvettvangi sem koma mun saman annað hvort ár og ræða framtíðaráskoranir og úrræði velferðarkerfa Norðurlandanna. Hin snýr að smíði 30 sameiginlegra norrænna velferðarvísa. Allt miðar þetta að því að auka viðbúnaðargetu norrænu velferðarríkjanna, draga úr tjónnæmi og efla viðnámsþrótt almennings. Sem verkefnastjóri Norrænu velferðarvaktarinnar hef ég fengið tækifæri til að fylgjast með því öfluga rannsóknarstarfi sem hefur farið fram innan hennar og er ég fullviss um að verkefnið verði glæsileg fjöður í hatt Íslendinga í norrænu samstarfi þegar fram í sækir. Unnt er að sjá dagskrá ráðstefnunnar og skrá sig til þátttöku á vefsíðunni www.nvv.is. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Siv Friðleifsdóttir Mest lesið Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Eru velferðarsamfélög Norðurlandanna viðbúin áföllum? Er félagsþjónusta sveitarfélaganna tilbúin að takast á við vá? Hafa konur sérstöku hlutverki að gegna í kjölfar hamfara? Er unnt að sameinast um 30 velferðarvísa á Norðurlöndunum sem hjálpa okkur að greina hættur sem ógna velferð íbúanna? Hvernig er best að takast á við kreppur, hvort sem þær eru af mannavöldum eða sökum náttúruhamfara, þannig að velferð íbúanna verði ógnað sem minnst? Hvort er þá betra að beita úrræðum velferðarkerfisins eða láta lögmál frumskógarins gilda, hver sé sjálfum sér næstur? Hvað má læra af rannsóknum félagsvísinda um hvernig velferðarkerfi Norðurlandanna hafa tekist á við efnahagskreppur? Leitað verður svara við þessum spurningum og fleirum af sama toga á opinni lokaráðstefnu Norrænu velferðarvaktarinnar, sem haldin verður fimmtudaginn 10. nóvember nk. kl. 9-16 á hótel Hilton í Reykjavík. Náttúrvá og efnahagsáföll Norræna velferðarvaktin er þriggja ára rannsóknarverkefni sem stendur yfir árin 2014-2016 og er eitt verkefnanna í formennskuáætlun Íslands í norrænu samstarfi. Verkefnið miðar að því að undirbúa velferðarkerfin á Norðurlöndunum til að takast á við nýjar áskoranir og vá hvort sem hún er af völdum náttúruhamfara s.s. flóða, eldgosa eða jarðskjálfta, eða af mannavöldum, s.s. efnahagsáföll eða vegna flóttamannastraums, svo ný og nærtæk dæmi séu tekin. Verkefnið miðar einnig að því að ná samstöðu Norðurlandanna um val á 30 velferðarvísum, sem sýna tölulegar upplýsingar um þróun velferðar á Norðurlöndunum. Á ráðstefnunni verða eftirsóttir gestafyrirlesarar. Einnig munu forsvarsmenn einstakra verkefna Norrænu velferðarvaktarinnar kynna niðurstöður verkefna sinna. Verkefnin hafa verið leidd af Íslendingum, en innan þeirra allra eru starfandi stýrihópar skipaðir færustu fulltrúum Norðurlandanna á viðkomandi sviði. Í viðbót við fyrirlestra geta þátttakendur valið á milli stuttra kynninga á verkefnum svo þeir geti nýtt tímann sem best miðað við þeirra áhugasvið. Velferðarvísar og viðbúnaðargeta Fyrir utan þá þekkingu og auknu norrænu samlegð sem rannsóknarverkefnin færa okkur mun Norræna velferðarvaktin leggja fram tvær tillögur til Norræna ráðherraráðsins til áframhaldandi úrvinnslu. Önnur snýr að nýjum norrænum velferðarvettvangi sem koma mun saman annað hvort ár og ræða framtíðaráskoranir og úrræði velferðarkerfa Norðurlandanna. Hin snýr að smíði 30 sameiginlegra norrænna velferðarvísa. Allt miðar þetta að því að auka viðbúnaðargetu norrænu velferðarríkjanna, draga úr tjónnæmi og efla viðnámsþrótt almennings. Sem verkefnastjóri Norrænu velferðarvaktarinnar hef ég fengið tækifæri til að fylgjast með því öfluga rannsóknarstarfi sem hefur farið fram innan hennar og er ég fullviss um að verkefnið verði glæsileg fjöður í hatt Íslendinga í norrænu samstarfi þegar fram í sækir. Unnt er að sjá dagskrá ráðstefnunnar og skrá sig til þátttöku á vefsíðunni www.nvv.is. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar