Enn mesta ríki heims Lars Christensen skrifar 9. nóvember 2016 09:00 Í dag getum við verið viss um að næstum helmingur allra bandarískra kjósenda sé mjög vonsvikinn eða jafnvel reiður og að hinn helmingurinn sé ekkert sérstaklega ánægður heldur, jafnvel þótt „hans“ frambjóðandi hafi unnið í gær. Staðreyndin er sú að bæði Hillary Clinton og Donald Trump hafa verið einstaklega óvinsælir frambjóðendur svo það er sama hvort þeirra hefur unnið í gær, það er ólíklegt að það hafi sameinað Bandaríkjamenn og fært þeim mikla hamingju. Svo það er auðvelt að örvænta. En ef við gleymum fjögurra ára kosningahringnum og horfum aðeins lengra fram á við, yfir næsta áratug eða tvo, þá er ástæða til að vera miklu bjartsýnni.Bandaríkin endurskapa sig alltafSíðan sjálfstæði var lýst yfir 1776 hafa Bandaríkin farið upp og niður efnahagslega, félagslega og pólitískt. Þau hafa lifað af blóðuga borgarastyrjöld og tvær heimsstyrjaldir, Watergate og 11. september. Þrátt fyrir allt þetta er bandaríska hagkerfið enn stærsta og farsælasta hagkerfi veraldarsögunnar. Ekkert annað land í heiminum hefur skapað meiri auð. Ekkert annað land hefur átt fleiri Nóbelsverðlaunahafa. Ekkert annað land í heiminum kemst nálægt þeim – sama hvaða efnahagslegu mælikvarða við notum. Það eru í raun litlar líkur á því að eitthvert annað hagkerfi í heiminum verði stærra en það bandaríska á okkar líftíma. Vissulega hefur Kína saxað hratt á forskotið síðustu þrjá áratugina, en mælt í Bandaríkjadölum er bandaríska hagkerfið enn næstum tvöfalt stærra en það kínverska og þótt Kína haldi í einhvern tíma áfram að vinna á eru miklar líkur á að Kína verði gamalt áður en landið verður ríkt. Þannig hefur Kína mjög sterkan lýðfræðilegan mótbyr – eins og við höfum séð í Japan síðustu 20 árin. Svo jafnvel þótt Bandaríkin hafi einnig lýðfræðilegan mótbyr þá endurskapar landið sig alltaf. Það heldur alltaf áfram að vaxa og þróast. Lítið bara á bandaríska verðbréfamarkaðinn. Sum stærstu fyrirtækin í Bandaríkjunum – fyrirtæki eins og Google, Apple og Uber – hafa verið sett á stofn á síðustu 1-2 áratugum. Og mörg þessara fyrirtækja hafa verið stofnuð af innflytjendum með litla eða enga menntun sem hafa komið til lands hinna frjálsu og heimkynna hinna hugdjörfu í leit að lífi, frelsi og hamingju. Og þetta er leyndarmálið á bak við árangurssögu bandaríska hagkerfisins – kapítalískt kerfi þar sem allir geta náð árangri – með mikilli vinnu og auðvitað talsverðri heppni. Staðreyndin er sú að það mikilvæga á bak við langtímavelgengni bandaríska hagkerfisins er ekki hvort forsetinn heitir Trump eða Clinton, heldur hið einstaka stofnanaskipulag sem tryggir réttarríkið og heldur aftur af pólitíkinni. Kerfi sem byggist í grundvallaratriðum á frjálsum markaði. Það eru vissulega margir gallar á bandaríska kerfinu og það má með réttu gagnrýna það fyrir marga hluti – bæði frá sjónarmiði sósíalista og frá sjónarhóli hins frjálsa markaðar. En spyrjið hvaða fátækling sem er í þróunarríkjum Afríku eða Asíu hvar hann vildi helst búa og flestir þeirra munu ekki hika við að segjast vilja búa í Bandaríkjum Norður-Ameríku frekar en nokkrum öðrum stað í heiminum. Og það er þess vegna sem Bandaríkjamenn ættu að fagna í dag – þeir eru enn öfundaðir af heiminum og þeir búa enn, líka eftir gærdaginn, í stórkostlegasta landi í heimi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Donald Trump Lars Christensen Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
Í dag getum við verið viss um að næstum helmingur allra bandarískra kjósenda sé mjög vonsvikinn eða jafnvel reiður og að hinn helmingurinn sé ekkert sérstaklega ánægður heldur, jafnvel þótt „hans“ frambjóðandi hafi unnið í gær. Staðreyndin er sú að bæði Hillary Clinton og Donald Trump hafa verið einstaklega óvinsælir frambjóðendur svo það er sama hvort þeirra hefur unnið í gær, það er ólíklegt að það hafi sameinað Bandaríkjamenn og fært þeim mikla hamingju. Svo það er auðvelt að örvænta. En ef við gleymum fjögurra ára kosningahringnum og horfum aðeins lengra fram á við, yfir næsta áratug eða tvo, þá er ástæða til að vera miklu bjartsýnni.Bandaríkin endurskapa sig alltafSíðan sjálfstæði var lýst yfir 1776 hafa Bandaríkin farið upp og niður efnahagslega, félagslega og pólitískt. Þau hafa lifað af blóðuga borgarastyrjöld og tvær heimsstyrjaldir, Watergate og 11. september. Þrátt fyrir allt þetta er bandaríska hagkerfið enn stærsta og farsælasta hagkerfi veraldarsögunnar. Ekkert annað land í heiminum hefur skapað meiri auð. Ekkert annað land hefur átt fleiri Nóbelsverðlaunahafa. Ekkert annað land í heiminum kemst nálægt þeim – sama hvaða efnahagslegu mælikvarða við notum. Það eru í raun litlar líkur á því að eitthvert annað hagkerfi í heiminum verði stærra en það bandaríska á okkar líftíma. Vissulega hefur Kína saxað hratt á forskotið síðustu þrjá áratugina, en mælt í Bandaríkjadölum er bandaríska hagkerfið enn næstum tvöfalt stærra en það kínverska og þótt Kína haldi í einhvern tíma áfram að vinna á eru miklar líkur á að Kína verði gamalt áður en landið verður ríkt. Þannig hefur Kína mjög sterkan lýðfræðilegan mótbyr – eins og við höfum séð í Japan síðustu 20 árin. Svo jafnvel þótt Bandaríkin hafi einnig lýðfræðilegan mótbyr þá endurskapar landið sig alltaf. Það heldur alltaf áfram að vaxa og þróast. Lítið bara á bandaríska verðbréfamarkaðinn. Sum stærstu fyrirtækin í Bandaríkjunum – fyrirtæki eins og Google, Apple og Uber – hafa verið sett á stofn á síðustu 1-2 áratugum. Og mörg þessara fyrirtækja hafa verið stofnuð af innflytjendum með litla eða enga menntun sem hafa komið til lands hinna frjálsu og heimkynna hinna hugdjörfu í leit að lífi, frelsi og hamingju. Og þetta er leyndarmálið á bak við árangurssögu bandaríska hagkerfisins – kapítalískt kerfi þar sem allir geta náð árangri – með mikilli vinnu og auðvitað talsverðri heppni. Staðreyndin er sú að það mikilvæga á bak við langtímavelgengni bandaríska hagkerfisins er ekki hvort forsetinn heitir Trump eða Clinton, heldur hið einstaka stofnanaskipulag sem tryggir réttarríkið og heldur aftur af pólitíkinni. Kerfi sem byggist í grundvallaratriðum á frjálsum markaði. Það eru vissulega margir gallar á bandaríska kerfinu og það má með réttu gagnrýna það fyrir marga hluti – bæði frá sjónarmiði sósíalista og frá sjónarhóli hins frjálsa markaðar. En spyrjið hvaða fátækling sem er í þróunarríkjum Afríku eða Asíu hvar hann vildi helst búa og flestir þeirra munu ekki hika við að segjast vilja búa í Bandaríkjum Norður-Ameríku frekar en nokkrum öðrum stað í heiminum. Og það er þess vegna sem Bandaríkjamenn ættu að fagna í dag – þeir eru enn öfundaðir af heiminum og þeir búa enn, líka eftir gærdaginn, í stórkostlegasta landi í heimi.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun