Skemmtanabransinn spáði fyrir um sigur Trump Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 9. nóvember 2016 21:11 Rage Against the Machine og The Simpsons eru meðal þeirra sem sáu forsetaframboð Trump fyrir sér. Vísir/Skjáskot Donald Trump hefur verið kjörinn forseti Bandaríkjanna og má með sanni segja að niðurstaðan hafi komið mörgum í opna skjöldu. Það eru þó nokkrir sem hafa í gegnum tíðina spáð fyrir um forsetatíð Trump, í sjónvarpi, kvikmyndum og tónlistarmyndböndum meðal annars. Frægasta dæmið er eflaust Simpsons þátturinn Bart to the Future, sem var fyrst sýndur í mars árið 2000. Í þættinum sér Bart framtíðina, þar sem systir hans Lisa er fyrsti gagnkynhneigði kvenforseti Bandaríkjanna. Hennar bíður mikið verk þar sem fyrirrennari hennar í embætti, Donald Trump, skildi ríkissjóð Bandaríkjanna eftir í hræðilegu ástandi og Bandaríkin eru gjaldþrota. Einn höfunda þáttanna, Dan Greaney, sagði í viðtali við The Hollywood Reporter í mars síðastliðnum að þættinum hafi ætlað að vera viðvörun til Bandaríkjamanna. „Það virtist vera síðasta skrefið áður en botninum væri náð. Þessi hugmynd kom upp því hún var í takt við þá hugmynd að Bandaríkin væru að missa vitið,“ sagði Greaney. Þetta er ekki í eina skiptið sem höfundar Simpsons hafa náð að spá fyrir um framtíðina. Fyrir sex árum spáðu þeir fyrir að Bengt Holström myndi hljóta Nóbelsverðlaunin í hagfræði árið 2016, sem hann gerði. Þá hjálpuðu þeir einnig við fínpússun á hönnun iPhone, spáðu fyrir um Apple úrin og sögðu að hljómsveitin the Rolling Stones yrði enn á tónleikaferðalagi árið 2016. Illmennið Biff Titillinn á Simpsons þættinum fræga er vissulega við hæfi hér því illmennið Biff Tannen í kvikmyndinni Back to the Future II er einnig byggður á Trump. Í myndinni ferðast Marty McFly 25 ár fram í tímann, til ársins 2015. Þar hefur hann óvart áhrif á sitt eigið líf og þegar hann ferðast aftur til ársins 1985 er erkióvinur hans, Biff Tannen, orðinn ríkur og spilltur og heimabær hans Hill Valley í algjörri upplausn. Handritshöfundur myndarinnar, Bob Gale, staðfesti í viðtali við the Daily Beast, að Biff hafi verið innblásinn af Donald Trump. „Ef þú horfir aftur á myndina þá er atriði þar sem Marty ræðir við Biff á skrifstofunni hans og það er risastórt málverk af Biff á vegnum fyrir aftan hann, og það er augnablik þar sem Biff stendur upp og er í nákvæmlega sömu líkamsstöðu og á myndinni? Já,“ sagði Gale. „Við hgusuðum um þetta þegar við gerðum myndina.“ Doonesbury Bandaríski skopmyndateiknarinn Garry Trudeau hefur lengi gert Donald Trump að viðfangsefni sínu í skopmyndaseríunni Doonesbury. Hann hefur reynar svo oft notað Trump í verkum sínum að hann gaf út bók fyrr á árinu sem nefnist „Yuge! 30 years of Doonesbury on Trump.“ Til að mynda notaði hann Trump árið 1999 í örsögu þar sem forsetaframbjóðandinn Trump útlistar ágæti sínu við fjölmiðla. „Eins og þið vitið hefur framboð mitt vakið mögnuð, mögnuð, mögnuð viðbrögð. Það er ótrúlegt hversu mögnuð þau hafa verið,“ segir teiknimynda-Trump til að mynda. Doonesbury 1999 on Trump. And the media has learned nothing. pic.twitter.com/ORslcA4otz— David Fenton (@dfenton) September 19, 2016 Rage Against the Machine og Michael Moore Skírskotun í forsetaframboð Trump sést einnig bregða fyrirí tónlistarmyndbandinu við lagið Sleep Now in the Fire með hljómsveitinni Rage Against The Machine. Myndbandinu, sem kom út árið 2000, var leikstýrt af Michael Moore og var ætlað sem ádeila á hlutabréfamarkað Bandaríkjanna og menninguna sem hann elur af sér. Í myndbandinu sést maður lyfta skilti sem á stendur „Donald Trump til forseta 2000“ Það er ekki í eina skiptið sem Michael Moore hefur velt Donald Trump fyrir sér en hann skrifaði einnig pistil síðastlið sumar með yfirskriftinni „Fimm ástæður fyrir því að Donald Trump muni sigra.“ Þar sagði hann meðal annars að Trump myndi einbeita sér að demókratafylkjunum Michigan, Ohio, Pennsylvaníu og Wisconsins. Það rættist úr því og Trump vann öll þau fylki í gær. Donald Trump Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Sjá meira
Donald Trump hefur verið kjörinn forseti Bandaríkjanna og má með sanni segja að niðurstaðan hafi komið mörgum í opna skjöldu. Það eru þó nokkrir sem hafa í gegnum tíðina spáð fyrir um forsetatíð Trump, í sjónvarpi, kvikmyndum og tónlistarmyndböndum meðal annars. Frægasta dæmið er eflaust Simpsons þátturinn Bart to the Future, sem var fyrst sýndur í mars árið 2000. Í þættinum sér Bart framtíðina, þar sem systir hans Lisa er fyrsti gagnkynhneigði kvenforseti Bandaríkjanna. Hennar bíður mikið verk þar sem fyrirrennari hennar í embætti, Donald Trump, skildi ríkissjóð Bandaríkjanna eftir í hræðilegu ástandi og Bandaríkin eru gjaldþrota. Einn höfunda þáttanna, Dan Greaney, sagði í viðtali við The Hollywood Reporter í mars síðastliðnum að þættinum hafi ætlað að vera viðvörun til Bandaríkjamanna. „Það virtist vera síðasta skrefið áður en botninum væri náð. Þessi hugmynd kom upp því hún var í takt við þá hugmynd að Bandaríkin væru að missa vitið,“ sagði Greaney. Þetta er ekki í eina skiptið sem höfundar Simpsons hafa náð að spá fyrir um framtíðina. Fyrir sex árum spáðu þeir fyrir að Bengt Holström myndi hljóta Nóbelsverðlaunin í hagfræði árið 2016, sem hann gerði. Þá hjálpuðu þeir einnig við fínpússun á hönnun iPhone, spáðu fyrir um Apple úrin og sögðu að hljómsveitin the Rolling Stones yrði enn á tónleikaferðalagi árið 2016. Illmennið Biff Titillinn á Simpsons þættinum fræga er vissulega við hæfi hér því illmennið Biff Tannen í kvikmyndinni Back to the Future II er einnig byggður á Trump. Í myndinni ferðast Marty McFly 25 ár fram í tímann, til ársins 2015. Þar hefur hann óvart áhrif á sitt eigið líf og þegar hann ferðast aftur til ársins 1985 er erkióvinur hans, Biff Tannen, orðinn ríkur og spilltur og heimabær hans Hill Valley í algjörri upplausn. Handritshöfundur myndarinnar, Bob Gale, staðfesti í viðtali við the Daily Beast, að Biff hafi verið innblásinn af Donald Trump. „Ef þú horfir aftur á myndina þá er atriði þar sem Marty ræðir við Biff á skrifstofunni hans og það er risastórt málverk af Biff á vegnum fyrir aftan hann, og það er augnablik þar sem Biff stendur upp og er í nákvæmlega sömu líkamsstöðu og á myndinni? Já,“ sagði Gale. „Við hgusuðum um þetta þegar við gerðum myndina.“ Doonesbury Bandaríski skopmyndateiknarinn Garry Trudeau hefur lengi gert Donald Trump að viðfangsefni sínu í skopmyndaseríunni Doonesbury. Hann hefur reynar svo oft notað Trump í verkum sínum að hann gaf út bók fyrr á árinu sem nefnist „Yuge! 30 years of Doonesbury on Trump.“ Til að mynda notaði hann Trump árið 1999 í örsögu þar sem forsetaframbjóðandinn Trump útlistar ágæti sínu við fjölmiðla. „Eins og þið vitið hefur framboð mitt vakið mögnuð, mögnuð, mögnuð viðbrögð. Það er ótrúlegt hversu mögnuð þau hafa verið,“ segir teiknimynda-Trump til að mynda. Doonesbury 1999 on Trump. And the media has learned nothing. pic.twitter.com/ORslcA4otz— David Fenton (@dfenton) September 19, 2016 Rage Against the Machine og Michael Moore Skírskotun í forsetaframboð Trump sést einnig bregða fyrirí tónlistarmyndbandinu við lagið Sleep Now in the Fire með hljómsveitinni Rage Against The Machine. Myndbandinu, sem kom út árið 2000, var leikstýrt af Michael Moore og var ætlað sem ádeila á hlutabréfamarkað Bandaríkjanna og menninguna sem hann elur af sér. Í myndbandinu sést maður lyfta skilti sem á stendur „Donald Trump til forseta 2000“ Það er ekki í eina skiptið sem Michael Moore hefur velt Donald Trump fyrir sér en hann skrifaði einnig pistil síðastlið sumar með yfirskriftinni „Fimm ástæður fyrir því að Donald Trump muni sigra.“ Þar sagði hann meðal annars að Trump myndi einbeita sér að demókratafylkjunum Michigan, Ohio, Pennsylvaníu og Wisconsins. Það rættist úr því og Trump vann öll þau fylki í gær.
Donald Trump Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Sjá meira