Söngur er okkar gjaldmiðill Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 21. október 2016 10:15 Þessi mynd af Samkór Kópavogs var tekin í Stykkishólmskirkju í vorferð kórsins 2016. „Ég get alltaf talað um Samkórinn,“ segir Erla Alexandersdóttir bókari hlæjandi, þegar hún er beðin um viðtal vegna 50 ára afmælis Samkórs Kópavogs. Hún hefur verið í kórnum í 38 ár og ætlar að syngja einsöng á tvennum afmælistónleikum í Hjallakirkju á morgun, klukkan 14 og 17. „Aðaleinsöngvarinn er samt Diddú,“ tekur Erla fram og heitir því að tónleikarnir verði veglegir. Meðal annars verði frumflutt tónverkið Hvarf eftir Hreiðar Inga Þorsteinsson, sérstaklega samið fyrir kórinn í tilefni afmælisins. „Svo syngjum við alls konar lög. Stjórnandi er Friðrik S. Kristinsson og Lenka Mátéóva spilar á píanóið,“ bætir hún við. Erla byrjaði í Samkórnum haustið 1978, rétt orðin 17 ára. „Mamma var ein af stofnendum kórsins 1966 og ég fylgdi henni oft á æfingar þannig að ég hef verið viðloðandi hann alla tíð,“ útskýrir hún og heldur áfram. „Jan Morávek var meðal stofnfélaganna og stjórnaði kórnum þar til hann lést skyndilega 1970. Starf kórsins lá niðri frá 1971 til 1978 og þá var mamma ein af driffjöðrunum í að endurvekja hann.“ Erla hefur verið viðloðandi kórinn alla tíð. Hér er hún í kórferð í Vesturheimi.Í Samkór Kópavogs eru nú nær 80 manns og hafa aldrei verið fleiri að sögn Erlu. „Við fórum um 100 saman til Kanada í sumar, 67 syngjandi og restin makar. Þetta var tíu daga ferð og við sungum úti um allt meðal annars á Íslendingahátíðinni í Gimli. Það er alveg ótrúlegt hvernig tekið er á móti Íslendingum á þessu svæði. Við lentum líka í eftirminnilegu þrumuveðri í ferðinni.“ lýsir hún. Kórinn æfir í Digraneskirkju og syngur í messum öðru hvoru upp í leiguna. „Söngurinn er okkar gjaldmiðill,“ segir Erla. „Við reynum líka að vera sýnileg sem oftast,“ segir hún og bendir á vef kórsins www.samkor.is. Hún kveðst hafa verið yngst í hópnum lengst af, því kórinn hafi elst saman. „Þetta er yndislegur félagsskapur svo það er ekki hægt að hætta.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. október 2016. Lífið Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Fleiri fréttir Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Sjá meira
„Ég get alltaf talað um Samkórinn,“ segir Erla Alexandersdóttir bókari hlæjandi, þegar hún er beðin um viðtal vegna 50 ára afmælis Samkórs Kópavogs. Hún hefur verið í kórnum í 38 ár og ætlar að syngja einsöng á tvennum afmælistónleikum í Hjallakirkju á morgun, klukkan 14 og 17. „Aðaleinsöngvarinn er samt Diddú,“ tekur Erla fram og heitir því að tónleikarnir verði veglegir. Meðal annars verði frumflutt tónverkið Hvarf eftir Hreiðar Inga Þorsteinsson, sérstaklega samið fyrir kórinn í tilefni afmælisins. „Svo syngjum við alls konar lög. Stjórnandi er Friðrik S. Kristinsson og Lenka Mátéóva spilar á píanóið,“ bætir hún við. Erla byrjaði í Samkórnum haustið 1978, rétt orðin 17 ára. „Mamma var ein af stofnendum kórsins 1966 og ég fylgdi henni oft á æfingar þannig að ég hef verið viðloðandi hann alla tíð,“ útskýrir hún og heldur áfram. „Jan Morávek var meðal stofnfélaganna og stjórnaði kórnum þar til hann lést skyndilega 1970. Starf kórsins lá niðri frá 1971 til 1978 og þá var mamma ein af driffjöðrunum í að endurvekja hann.“ Erla hefur verið viðloðandi kórinn alla tíð. Hér er hún í kórferð í Vesturheimi.Í Samkór Kópavogs eru nú nær 80 manns og hafa aldrei verið fleiri að sögn Erlu. „Við fórum um 100 saman til Kanada í sumar, 67 syngjandi og restin makar. Þetta var tíu daga ferð og við sungum úti um allt meðal annars á Íslendingahátíðinni í Gimli. Það er alveg ótrúlegt hvernig tekið er á móti Íslendingum á þessu svæði. Við lentum líka í eftirminnilegu þrumuveðri í ferðinni.“ lýsir hún. Kórinn æfir í Digraneskirkju og syngur í messum öðru hvoru upp í leiguna. „Söngurinn er okkar gjaldmiðill,“ segir Erla. „Við reynum líka að vera sýnileg sem oftast,“ segir hún og bendir á vef kórsins www.samkor.is. Hún kveðst hafa verið yngst í hópnum lengst af, því kórinn hafi elst saman. „Þetta er yndislegur félagsskapur svo það er ekki hægt að hætta.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. október 2016.
Lífið Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Fleiri fréttir Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Sjá meira