Saga Beren og Lúthien hefur þegar komið fram að stórum hluta í Sögu Miðgarðs og Silmarillion. Tolkien skrifaði hana upprunalega árið 1917. Hins vegar hefur sonur Tolkien, Christopher, tekið hana saman og bætt við efni sem ekki hefur sést áður. Þá má finna teikningar eftir Alan Lee í bókinni. Hún verður gefin út á tíu ára útgáfuafmæli bókarinnar Börn Húrin.
Tolkien skrifaði ástarsögu Beren og Lúthien eftir að hann hafði tekið þátt í orrustunni um Somme í fyrri heimsstyrjöldinni. Á legsteini þeirra hjóna John Ronald Reuel Tolkien og Edith Mary Tolkien standa nöfnin Luthien og Beren undir nöfnum þeirra.
Frekari upplýsingar um söguna má finna á Wikisíðu Miðgarðs. Hafið hins vegar í huga að þar er að finna svokallaða „Höskulda“. Wikisíða Beren og Wikisíða Lúthien.
We are HUGELY excited to be publishing a new JRR Tolkien book in 2017! #fbm16 https://t.co/CVh3p7V2E9 pic.twitter.com/QnvmpegzGS
— HarperCollinsUK (@HarperCollinsUK) October 19, 2016