Löggæsla er alvörumál Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og Jón Steindór Valdimarsson skrifar 24. október 2016 12:01 Lögreglan á Íslandi er ein af grunnstoðum ríkisins og hefur það mikilvæga hlutverk að halda uppi lögum og reglu á landinu. Mikilvægi löggæslunnar sést meðal annars af því að alla daga eru störf hennar og viðfangsefni til umfjöllunar í fjölmiðlum landsins. Þrátt fyrir óumdeilt mikilvægi lögreglunnar hefur löggæsla á Íslandi liðið fyrir fjárskort undanfarinn áratug eða svo. Tölurnar tala sínu máli og lögreglumönnum hefur fækkað um 80 frá árinu 2007. Verkefnum hefur hins vegar auðvitað ekki fækkað, álag hefur til dæmi álag stóraukist á vegum landsins vegna aukins fjölda ferðamanna. Rannsóknardeildir lögreglunnar hafa sömuleiðis búið við fjárskort sem veldur því að meðferð mála lengist. Á sama tíma hefur verið ráðist í umfangsmiklar skipulagsbreytingar, lögregluumdæmum hefur fækkað og lögreglulið stækkuð. Lögreglumönnum fækkarReyndar er það svo þegar réttarkerfið er rýnt í heild sinni að þá blasir við að ákæruvaldið hefur einnig glímt við fjársvelti árum saman.Þá hafa dómar fyrnst vegna þess að Fangelsismálastofnun getur ekki boðað dæmda menn í afplánun vegna plássleysis. Embætti ríkissaksóknara hefur ekki getað afgreitt umfangsmikil sakamál í samræmi við eigin viðmið um heppilegan málsmeðferðartíma. Hvaða afleiðingar hefur þetta? Alvarleg sakamál eru lengi til meðferðar hjá kerfinu, vegna þess að of fáir starfsmenn hafa of mörg mál á sinnu könnu. Kynferðisbrotamál eru til dæmis gjarnan rúmt ár til meðferðar hjá ákæruvaldinu áður en ákvörðun um ákæru liggur fyrir. Samfélag sem hefur skilning á alvarleika kynferðisbrota hlýtur að sjá til þess að þær stofnanir sem hafa þessi alvarlegu afbrot til meðferðar, lögregla og ákæruvald, héraðssaksóknari og Ríkissaksóknari, sem og dómstólar, hafi fjármagn til þess að geta sinnt þessum málum. Við eigum sem samfélag að stuðla að því að aukinni þekkingu í rannsóknum sakamála fylgi fjármagn til að gera betur. Svo er því miður ekki í dag.Samtal til árangursÞað er nauðsynlegt að horfa á löggæsluna og kerfið utan um sakamál á Íslandi heildstætt. Niðurskurður á einum stað verður til þess álag eykst á næsta stað í keðjunni. Við munum leggja áherslu á heildstæða nálgun og samvinnu við lögreglustjóra landsins um uppbyggingu. Það verður þó ekki framhjá því lítið að í grunninn býr lögregla einfaldlega við þann veruleika að starfsmannafjöldi er ekki í samræmi við aukin verkefni. Við því ástandi verður að bregðast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steindór Valdimarsson Kosningar 2016 Skoðun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Lögreglan á Íslandi er ein af grunnstoðum ríkisins og hefur það mikilvæga hlutverk að halda uppi lögum og reglu á landinu. Mikilvægi löggæslunnar sést meðal annars af því að alla daga eru störf hennar og viðfangsefni til umfjöllunar í fjölmiðlum landsins. Þrátt fyrir óumdeilt mikilvægi lögreglunnar hefur löggæsla á Íslandi liðið fyrir fjárskort undanfarinn áratug eða svo. Tölurnar tala sínu máli og lögreglumönnum hefur fækkað um 80 frá árinu 2007. Verkefnum hefur hins vegar auðvitað ekki fækkað, álag hefur til dæmi álag stóraukist á vegum landsins vegna aukins fjölda ferðamanna. Rannsóknardeildir lögreglunnar hafa sömuleiðis búið við fjárskort sem veldur því að meðferð mála lengist. Á sama tíma hefur verið ráðist í umfangsmiklar skipulagsbreytingar, lögregluumdæmum hefur fækkað og lögreglulið stækkuð. Lögreglumönnum fækkarReyndar er það svo þegar réttarkerfið er rýnt í heild sinni að þá blasir við að ákæruvaldið hefur einnig glímt við fjársvelti árum saman.Þá hafa dómar fyrnst vegna þess að Fangelsismálastofnun getur ekki boðað dæmda menn í afplánun vegna plássleysis. Embætti ríkissaksóknara hefur ekki getað afgreitt umfangsmikil sakamál í samræmi við eigin viðmið um heppilegan málsmeðferðartíma. Hvaða afleiðingar hefur þetta? Alvarleg sakamál eru lengi til meðferðar hjá kerfinu, vegna þess að of fáir starfsmenn hafa of mörg mál á sinnu könnu. Kynferðisbrotamál eru til dæmis gjarnan rúmt ár til meðferðar hjá ákæruvaldinu áður en ákvörðun um ákæru liggur fyrir. Samfélag sem hefur skilning á alvarleika kynferðisbrota hlýtur að sjá til þess að þær stofnanir sem hafa þessi alvarlegu afbrot til meðferðar, lögregla og ákæruvald, héraðssaksóknari og Ríkissaksóknari, sem og dómstólar, hafi fjármagn til þess að geta sinnt þessum málum. Við eigum sem samfélag að stuðla að því að aukinni þekkingu í rannsóknum sakamála fylgi fjármagn til að gera betur. Svo er því miður ekki í dag.Samtal til árangursÞað er nauðsynlegt að horfa á löggæsluna og kerfið utan um sakamál á Íslandi heildstætt. Niðurskurður á einum stað verður til þess álag eykst á næsta stað í keðjunni. Við munum leggja áherslu á heildstæða nálgun og samvinnu við lögreglustjóra landsins um uppbyggingu. Það verður þó ekki framhjá því lítið að í grunninn býr lögregla einfaldlega við þann veruleika að starfsmannafjöldi er ekki í samræmi við aukin verkefni. Við því ástandi verður að bregðast.
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar