Miklar breytingar hjá handboltalandsliðinu | Þrír nýliðar og enginn Snobbi í liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. október 2016 13:05 Snorri Steinn Guðjónsson, Róbert Gunnarsson og Vignir Svavarsson. Vísir/Getty Geir Sveinsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur valið hópinn sinn fyrir leiki á móti Tékklandi og Úkraínu í undankeppni EM 2018 en þeir fara fram í landsleikjahléinu í byrjun næsta mánaðar. Geir valdi 21 leikmann í hópinn en miklar breytingar eru á landsliðinu að þessu sinni. Snorri Steinn Guðjónsson og Alexander Petersson gefa ekki kost á sér í landsliðið og þá eru þeir Róbert Gunnarsson og Vignir Svavarsson ekki valdir í hópinn. Geir velur þrjá nýliða í hópinn og þá eru í hópnum nokkrir leikmenn sem eiga aðeins örfáa landsleiki að baki eins og þeir Arnar Freyr Arnarsson, Theodór Sigurbjörnsson og Janus Daði Smárason. Nýliðarnir eru Grétar Ari Guðjónsson, sem er í láni hjá Selfossi frá Haukum, Ómar Ingi Magnússon, fyrrum leikmaður Vals sem spilar nú með Aarhus Håndbold í Danmörku og Geir Guðmundsson sem spilar með Cesson Rennes í Frakklandi. Herbergisfélagarnir Snorri Steinn Guðjónsson og Róbert Gunnarsson, sem hafa gengið undir gælunafninu Snobbi, eru hvorugur með en þeir hafa verið aðalleikstjórnandi og aðallínumaður íslenska liðsins í meira en áratug. Íslenska liðið mætir Tékklandi í Laugardalshöllinni miðvikudaginn 2. nóvember og spilar síðan við Úkraínu úti í Úkraínu þremur dögum síðar. Íslenska liðið er einnig með Makedóníu í riðli en leikirnir við Makedóníumenn fara fram í maí á næsta mánuði.Hópurinn er eftirfarandi:Markmenn: Aron Rafn Eðvarðsson, SG BBM Bietigheim Björgvin Páll Gústavsson, Die Bergische Handball Club Grétar Ari Guðjónsson, SelfossAðrir leikmenn: Arnar Freyr Arnarsson, IFK Kristianstad Arnór Atlason, Aalborg Handball Arnór Þór Gunnarsson, Die Bergische Handball Club Aron Pálmarsson, MKB Veszprém Ásgeir Örn Hallgrímsson, Nimes Bjarki Már Elísson, Fuchse Berlin Bjarki Már Gunnarsson, EHV Aue Geir Guðmundsson, Cesson Rennes Guðjón Valur Sigurðsson, Rhein-Necker Löwen Guðmundur Hólmar Helgason, Cesson Rennes Gunnar Steinn Jónsson, IFK Kristianstad Janus Daði Smárason, Haukar Kári Kristján Kristjánsson, ÍBV Ólafur Andrés Guðmundsson, IFK Kristianstad Ómar Ingi Magnússon, Aarhus Håndbold Rúnar Kárason, TSV Hannover-Burgdorf Stefán Rafn Sigurmannsson, Aalborg Handball Theodór Sigurbjörnsson, ÍBV Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Sjá meira
Geir Sveinsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur valið hópinn sinn fyrir leiki á móti Tékklandi og Úkraínu í undankeppni EM 2018 en þeir fara fram í landsleikjahléinu í byrjun næsta mánaðar. Geir valdi 21 leikmann í hópinn en miklar breytingar eru á landsliðinu að þessu sinni. Snorri Steinn Guðjónsson og Alexander Petersson gefa ekki kost á sér í landsliðið og þá eru þeir Róbert Gunnarsson og Vignir Svavarsson ekki valdir í hópinn. Geir velur þrjá nýliða í hópinn og þá eru í hópnum nokkrir leikmenn sem eiga aðeins örfáa landsleiki að baki eins og þeir Arnar Freyr Arnarsson, Theodór Sigurbjörnsson og Janus Daði Smárason. Nýliðarnir eru Grétar Ari Guðjónsson, sem er í láni hjá Selfossi frá Haukum, Ómar Ingi Magnússon, fyrrum leikmaður Vals sem spilar nú með Aarhus Håndbold í Danmörku og Geir Guðmundsson sem spilar með Cesson Rennes í Frakklandi. Herbergisfélagarnir Snorri Steinn Guðjónsson og Róbert Gunnarsson, sem hafa gengið undir gælunafninu Snobbi, eru hvorugur með en þeir hafa verið aðalleikstjórnandi og aðallínumaður íslenska liðsins í meira en áratug. Íslenska liðið mætir Tékklandi í Laugardalshöllinni miðvikudaginn 2. nóvember og spilar síðan við Úkraínu úti í Úkraínu þremur dögum síðar. Íslenska liðið er einnig með Makedóníu í riðli en leikirnir við Makedóníumenn fara fram í maí á næsta mánuði.Hópurinn er eftirfarandi:Markmenn: Aron Rafn Eðvarðsson, SG BBM Bietigheim Björgvin Páll Gústavsson, Die Bergische Handball Club Grétar Ari Guðjónsson, SelfossAðrir leikmenn: Arnar Freyr Arnarsson, IFK Kristianstad Arnór Atlason, Aalborg Handball Arnór Þór Gunnarsson, Die Bergische Handball Club Aron Pálmarsson, MKB Veszprém Ásgeir Örn Hallgrímsson, Nimes Bjarki Már Elísson, Fuchse Berlin Bjarki Már Gunnarsson, EHV Aue Geir Guðmundsson, Cesson Rennes Guðjón Valur Sigurðsson, Rhein-Necker Löwen Guðmundur Hólmar Helgason, Cesson Rennes Gunnar Steinn Jónsson, IFK Kristianstad Janus Daði Smárason, Haukar Kári Kristján Kristjánsson, ÍBV Ólafur Andrés Guðmundsson, IFK Kristianstad Ómar Ingi Magnússon, Aarhus Håndbold Rúnar Kárason, TSV Hannover-Burgdorf Stefán Rafn Sigurmannsson, Aalborg Handball Theodór Sigurbjörnsson, ÍBV
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Sjá meira