Forgangsröðum í þágu menntunar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar 24. október 2016 00:00 Síðastliðna daga hefur mikið verið rætt um bága stöðu háskólanna undir yfirskriftinni Háskólar í hættu. Meðal þess sem fram hefur komið er að framlög á hvern nemanda í íslenskum háskólum er um það bil helmingi lægri en framlög á hvern nemanda í sambærilegum háskólum á Norðurlöndunum. Þessi munur gerir það að verkum að íslensku skólarnir ná ekki að endurnýja tæki og þróa kennsluhætti jafn hratt og hægt er að gera annars staðar á Norðurlöndunum. Það er óásættanlegt því ábyrgð háskólanna felst m.a. í því að undirbúa nemendur sem hefja störf á síbreytilegum atvinnumarkaði að námi loknu, þeir nemendur þurfa að hafa aðgang að nýjasta tæknibúnaði og þekkja nýjustu vísindi hvert á sínu sviði. Skortur á fjármunum veldur því að kennt er í stærri hópum og kennarar fá minna svigrúm til þess að þróa kennsluhætti og það námsframboð sem boðið er upp á. Allt bitnar þetta á gæðum námsins sem íslenskir háskólar bjóða upp á. Það er einnig ákaflega sorglegt að sama umræða á sér stað á vettvangi framhalds- og grunnskólanna, breytingar á starfsmati og hagræðingaraðgerðir í kjölfar kreppunar hafa orðið til þess að viðvarandi skortur er á fjármagni í grunn- og framhaldsskólum, tæki eru ekki endurnýjuð, stoðþjónustu við nemendur er ábótavant og hætt er við því að við þessar aðstæður verði þróun nýrra námsaðferða ófullnægjandi. Það hefur lengi ríkt þverpólítísk sátt um að fjárfesting í menntakerfinu sé jákvæð fjárfesting fyrir samfélagið sem borgar sig margfalt til baka. Ég skora því á alla flokka sem nú eru í framboði til Alþingis að heita því að gera markvisst átak eftir kosningar í því að efla öll menntakerfi landsins. Setja þarf fram aðgerðaráætlun og gera ráð fyrir auknum fjármunum þar sem þeirra er mest þörf. Skólakerfi á Íslandi ætti að byggja á einstaklingsmiðaðri nálgun og fjölbreyttu námsúrvali þar sem nemendur hafa tækifæri til að þroskast og njóta framúrskarandi menntunar á þeim sviðum sem þeir kjósa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Sjá meira
Síðastliðna daga hefur mikið verið rætt um bága stöðu háskólanna undir yfirskriftinni Háskólar í hættu. Meðal þess sem fram hefur komið er að framlög á hvern nemanda í íslenskum háskólum er um það bil helmingi lægri en framlög á hvern nemanda í sambærilegum háskólum á Norðurlöndunum. Þessi munur gerir það að verkum að íslensku skólarnir ná ekki að endurnýja tæki og þróa kennsluhætti jafn hratt og hægt er að gera annars staðar á Norðurlöndunum. Það er óásættanlegt því ábyrgð háskólanna felst m.a. í því að undirbúa nemendur sem hefja störf á síbreytilegum atvinnumarkaði að námi loknu, þeir nemendur þurfa að hafa aðgang að nýjasta tæknibúnaði og þekkja nýjustu vísindi hvert á sínu sviði. Skortur á fjármunum veldur því að kennt er í stærri hópum og kennarar fá minna svigrúm til þess að þróa kennsluhætti og það námsframboð sem boðið er upp á. Allt bitnar þetta á gæðum námsins sem íslenskir háskólar bjóða upp á. Það er einnig ákaflega sorglegt að sama umræða á sér stað á vettvangi framhalds- og grunnskólanna, breytingar á starfsmati og hagræðingaraðgerðir í kjölfar kreppunar hafa orðið til þess að viðvarandi skortur er á fjármagni í grunn- og framhaldsskólum, tæki eru ekki endurnýjuð, stoðþjónustu við nemendur er ábótavant og hætt er við því að við þessar aðstæður verði þróun nýrra námsaðferða ófullnægjandi. Það hefur lengi ríkt þverpólítísk sátt um að fjárfesting í menntakerfinu sé jákvæð fjárfesting fyrir samfélagið sem borgar sig margfalt til baka. Ég skora því á alla flokka sem nú eru í framboði til Alþingis að heita því að gera markvisst átak eftir kosningar í því að efla öll menntakerfi landsins. Setja þarf fram aðgerðaráætlun og gera ráð fyrir auknum fjármunum þar sem þeirra er mest þörf. Skólakerfi á Íslandi ætti að byggja á einstaklingsmiðaðri nálgun og fjölbreyttu námsúrvali þar sem nemendur hafa tækifæri til að þroskast og njóta framúrskarandi menntunar á þeim sviðum sem þeir kjósa.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun