Skoðun

Slæmt hjóna­band

Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar

Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari sagði orðrétt í viðtali þann 2. febrúar:

”Það er ekki heppilegt þegar maður er að stofna hjónaband að vera í slagsmálum.”

Ég vil bæta við að það kallast ofbeldi í hjónabandi þegar öðrum aðilanum er haldið markvisst niðri og hann svertur út á við.

Slæm hjónabönd enda yfirleitt illa og enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur.

Þegar komið er illa fram við annan aðilann í hjónabandi þá kemur að því að sá aðili fær nóg og hann fer. Hann finnur sér annan maka sem hentar viðkomandi betur því hjónabönd eiga að einkennast af virðingu og trausti.

Hvað ætlum við að missa marga fagmenntaða úr menntageiranum áður en sátt næst til framtíðar ?

Verkföll eru neyðaraðgerðir.

Við stöndum á tímamótum hvað skólakerfið varðar og það er ekki bara nóg að slökkva eldinn tímabundið heldur þarf að laga meinið til frambúðar.

Kennarar standa þétt saman í sinni baráttu og láta ekki bjóða sér hvað sem er.

Ef ekki næst sátt með aðstoð hjónabandsráðgjafa þá kemur til skilnaðar.

Viljum við reka skólana án fagmenntaðra kennara ?

Höfundur er kennari í stjórn KFR.




Skoðun

Sjá meira


×