Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 4. febrúar 2025 08:30 „Fjölbreytt reynsla Guðrúnar úr atvinnulífinu, úr félagsstarfi, á pólitískum vettvangi og ekki sízt sem dómsmálaráðherra á krefjandi tímum er reynsla sem ný forysta Sjálfstæðisflokksins þarf á að halda,“ segir meðal annars í ályktun sem sjálfstæðisfélögin í Árborg og fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í sveitarfélaginu sendu frá sér á dögunum þar sem lýst er yfir stuðningi við það að Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verði næsti formaður flokksins. „Guðrún hefur af krafti, dugnaði og framsýni komið inn í íslenzk stjórnmál og óhikað barizt fyrir bættu samfélagi með sjálfstæðisstefnuna að leiðarljósi,“ segir enn fremur í ályktun sjálfstæðisfélaganna í Árborg. Hliðstætt kemur fram í ályktun stjórnar Sjálfstæðisfélagsins Ægis í Ölfusi þar sem lýst er yfir stuðningi við Guðrúnu, hún hvött til þess að bjóða sig fram til formanns og sjálfstæðismenn að sama skapi hvattir til þess „að styðja Guðrúnu í þessu mikilvæga verkefni.“ „Guðrún hefur sýnt sig og sannað sem dugmikinn og framsýnan stjórnmálamann með djúpa þekkingu á íslenzku samfélagi og hefur hún ávallt barizt fyrir hagsmunum landsmanna með miklum þrótti. Í henni býr traustur leiðtogi en með hana í fararbroddi mun Sjálfstæðisflokkurinn halda áfram að vera öflugt og framsýnt stjórnmálaafl sem berst fyrir frjálsum markaði, einstaklingsfrelsi og öflugu samfélagi,“ segir enn fremur í stuðningsyfirlýsingu Sjálfstæðisfélagsins Ægis. „Nú skiptir máli að sameina flokkinn og teljum við að reynsla Guðrúnar úr atvinnulífinu nýtist flokksstarfinu vel og hún geti styrkt stöðu flokksins á landsvísu,“ segir í ályktun Sjálfstæðisfélags Grindavíkur þar sem lýst er yfir stuðningi við að Guðrún bjóði sig fram til formennsku í Sjálfstæðisflokknum. Þá hafa Sjálfstæðisfélagið, Félag ungra sjálfstæðismanna og Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Austur-Skaftsfellssýslu einnig lýst yfir stuðningi við Guðrúnu sem næsta formann. Einnig segir í ályktun Sjálfstæðisfélags Reykjanesbæjar: „Á þessum tíma í sögu flokksins skiptir máli að hafa traustar hendur við stýrið sem sameinar flokkinn og þorir að sækja fram á grundvelli sjálfstæðisstefnunnar. Guðrún kom eins og stormsveipur inn í íslensk stjórnmál á síðasta kjörtímabili og sem dómsmálaráðherra sýndi hún það að hún þorir að taka ákvarðanir sem sumum kunna að þykja umdeildar. Það er nákvæmlega það sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf á þessari stundu.“ Fram kemur í ályktun Sjálfstæðisfélags Hveragerðis að félagið telji Guðrúnu „réttan aðila til að taka við forystu Sjálfstæðisflokksins enda hokin af reynslu af mörgum mikilvægum sviðum samfélagsins.“ Enn fremur hafi hún sýnt það í verki á hinu pólitíska sviði sem og á frjálsum markaði hvers megnug hún sé. Þá segir í ályktun Sjálfstæðisfélags Suðurnesjabæjar: „Öflugri leiðtoga er erfitt að finna og þá er hún gædd þeim eiginleika að fá fólk til að vinna saman. Sjálfstæðisflokkurinn þarf leiðtoga sem getur sameinað flokkinn og þorir að taka krefjandi ákvarðanir.“ Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
„Fjölbreytt reynsla Guðrúnar úr atvinnulífinu, úr félagsstarfi, á pólitískum vettvangi og ekki sízt sem dómsmálaráðherra á krefjandi tímum er reynsla sem ný forysta Sjálfstæðisflokksins þarf á að halda,“ segir meðal annars í ályktun sem sjálfstæðisfélögin í Árborg og fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í sveitarfélaginu sendu frá sér á dögunum þar sem lýst er yfir stuðningi við það að Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verði næsti formaður flokksins. „Guðrún hefur af krafti, dugnaði og framsýni komið inn í íslenzk stjórnmál og óhikað barizt fyrir bættu samfélagi með sjálfstæðisstefnuna að leiðarljósi,“ segir enn fremur í ályktun sjálfstæðisfélaganna í Árborg. Hliðstætt kemur fram í ályktun stjórnar Sjálfstæðisfélagsins Ægis í Ölfusi þar sem lýst er yfir stuðningi við Guðrúnu, hún hvött til þess að bjóða sig fram til formanns og sjálfstæðismenn að sama skapi hvattir til þess „að styðja Guðrúnu í þessu mikilvæga verkefni.“ „Guðrún hefur sýnt sig og sannað sem dugmikinn og framsýnan stjórnmálamann með djúpa þekkingu á íslenzku samfélagi og hefur hún ávallt barizt fyrir hagsmunum landsmanna með miklum þrótti. Í henni býr traustur leiðtogi en með hana í fararbroddi mun Sjálfstæðisflokkurinn halda áfram að vera öflugt og framsýnt stjórnmálaafl sem berst fyrir frjálsum markaði, einstaklingsfrelsi og öflugu samfélagi,“ segir enn fremur í stuðningsyfirlýsingu Sjálfstæðisfélagsins Ægis. „Nú skiptir máli að sameina flokkinn og teljum við að reynsla Guðrúnar úr atvinnulífinu nýtist flokksstarfinu vel og hún geti styrkt stöðu flokksins á landsvísu,“ segir í ályktun Sjálfstæðisfélags Grindavíkur þar sem lýst er yfir stuðningi við að Guðrún bjóði sig fram til formennsku í Sjálfstæðisflokknum. Þá hafa Sjálfstæðisfélagið, Félag ungra sjálfstæðismanna og Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Austur-Skaftsfellssýslu einnig lýst yfir stuðningi við Guðrúnu sem næsta formann. Einnig segir í ályktun Sjálfstæðisfélags Reykjanesbæjar: „Á þessum tíma í sögu flokksins skiptir máli að hafa traustar hendur við stýrið sem sameinar flokkinn og þorir að sækja fram á grundvelli sjálfstæðisstefnunnar. Guðrún kom eins og stormsveipur inn í íslensk stjórnmál á síðasta kjörtímabili og sem dómsmálaráðherra sýndi hún það að hún þorir að taka ákvarðanir sem sumum kunna að þykja umdeildar. Það er nákvæmlega það sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf á þessari stundu.“ Fram kemur í ályktun Sjálfstæðisfélags Hveragerðis að félagið telji Guðrúnu „réttan aðila til að taka við forystu Sjálfstæðisflokksins enda hokin af reynslu af mörgum mikilvægum sviðum samfélagsins.“ Enn fremur hafi hún sýnt það í verki á hinu pólitíska sviði sem og á frjálsum markaði hvers megnug hún sé. Þá segir í ályktun Sjálfstæðisfélags Suðurnesjabæjar: „Öflugri leiðtoga er erfitt að finna og þá er hún gædd þeim eiginleika að fá fólk til að vinna saman. Sjálfstæðisflokkurinn þarf leiðtoga sem getur sameinað flokkinn og þorir að taka krefjandi ákvarðanir.“ Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun