Hvers vegna að kjósa Bjarta framtíð? Agnar H. Johnson skrifar 24. október 2016 22:16 Björt framtíð er frjálslyndur flokkur sem lætur sig umhverfismál varða, er málsvari umbóta og gagnsæis, fjölbreytni og aukinna tækifæra.Björt framtíð vill kerfisbreytingar, enda eini stjórnmálaflokkurinn sem greiddi atkvæði gegn búvörulögunum haustið 2016, svo dæmi sé tekið. Engu að síður telur Björt framtíð að íslenskur landbúnaður og framþróun hans eigi að njóta stuðnings ríkisins. Björt framtíð vill efla heilbrigðiskerfið og skapa góð starfsskilyrði svo gæði þjónustu sé ávallt eins og best verði á kosið og með sem skilvirkustum hætti. Forvarnir og heilsuefling eru einnig mikilvægir þættir sem huga ber að þegar kemur að almennri lýðheilsu. Björt framtíð vill efla menntakerfið í takt við nýja tíma svo fólk geti vaxið og tekið þátt í nýsköpun á öllum sviðum samfélagsins. Efla þarf rannsóknir og byggja upp skapandi greinar. Menntað ungt fólk er jú hin raunverulega stóriðja framtíðarinnar! Leyfum fólki að flytja til okkar, njóta sín og gerast nýir Íslendingar. Fáum einnig unga fólkið heim aftur. Treystum fólki til að skapa sín eigin tækifæri í opnu og alþjóðlegu samfélagi. Eflum menningarlífið og gerum Ísland að skemmtilegri stað til að búa á, uppfullum af tækifærum. Björt framtíð vill taka vel á móti fólki sem leitar verndar utan síns heimalands vegna stríðsátaka. Horfa ber til þess mannauðs sem í flóttamönnum býr og þess virðis sem þeir geta fært íslensku samfélagi. Móttaka flóttafólks verður að byggja á mannúðarsjónarmiðum, fagmennsku og skilvirkni.Náttúra Íslands er viðkvæm auðlind sem ferðamenn vilja njóta. Lofum ferðaþjónustunni að vaxa og dafna undir skilyrðum náttúruverndar. Eflum innviði henni tengdri, t.d. vegakerfið, aðgengi, öryggismál og eftirlit. Fjármögnun ríkis og sveitarfélaga vegna ferðamála þarf að byggja í auknum mæli á tekjuöflun af ferðamönnum með sem skilvirkustum hætti án viðbótar yfirbyggingar.Orkan, náttúran og fiskurinn í sjónum eru Íslendingum gjöful. Okkur ber að nýta auðlindir landsins með sjálfbærum hætti fyrir komandi kynslóðir. Við eigum að leita allra leiða til að auka virðisaukann sem við fáum af nýtingu auðlindanna með hliðsjón af umhverfisvernd. Björt framtíð vill hækka auðlindagjöld til samræmis við verðmæti og afrakstur hverju sinni. Til að sanngjarnt afgjald renni til sameiginlegra sjóða þjóðarinnar þarf að taka uppboð aflaheimilda upp í skrefum samhliða núverandi veiðigjaldakerfi. Stuðla ber að eðlilegri samkeppni um aflaheimildir eins og kostur er með hliðsjón af rekstraröryggi útgerðar og fiskvinnslu. Björt framtíð telur að langtímahagsmunir þjóðarinnar verði betur tryggðir innan Evrópusambandsins en utan. Hins vegar er það þjóðarinnar að skera endanlega úr um það. Forsenda þess að vextir lækki hér og spari þjóðinni árlega gríðarlegar fjárhæðir er upptaka öflugs gjaldmiðils sem gjaldgengur er í okkar helstu viðskiptalöndum. Þannig getum við stuðlað að efnahagslegum stöðugleika.Sjá má heildarstefnu og sýn Bjartrar framtíðar á vefsíðunni:bjortframtid.is/politik/framtidarsyninLeggjum áherslu á gagnsæi, langtímahagsmuni og framtíðarsýn. Meiri Bjarta framtíð - minna fúsk!Agnar H. Johnson er framkvæmdastjóri og á sæti á lista Bjartrar framtíðar í SV-kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Björt framtíð er frjálslyndur flokkur sem lætur sig umhverfismál varða, er málsvari umbóta og gagnsæis, fjölbreytni og aukinna tækifæra.Björt framtíð vill kerfisbreytingar, enda eini stjórnmálaflokkurinn sem greiddi atkvæði gegn búvörulögunum haustið 2016, svo dæmi sé tekið. Engu að síður telur Björt framtíð að íslenskur landbúnaður og framþróun hans eigi að njóta stuðnings ríkisins. Björt framtíð vill efla heilbrigðiskerfið og skapa góð starfsskilyrði svo gæði þjónustu sé ávallt eins og best verði á kosið og með sem skilvirkustum hætti. Forvarnir og heilsuefling eru einnig mikilvægir þættir sem huga ber að þegar kemur að almennri lýðheilsu. Björt framtíð vill efla menntakerfið í takt við nýja tíma svo fólk geti vaxið og tekið þátt í nýsköpun á öllum sviðum samfélagsins. Efla þarf rannsóknir og byggja upp skapandi greinar. Menntað ungt fólk er jú hin raunverulega stóriðja framtíðarinnar! Leyfum fólki að flytja til okkar, njóta sín og gerast nýir Íslendingar. Fáum einnig unga fólkið heim aftur. Treystum fólki til að skapa sín eigin tækifæri í opnu og alþjóðlegu samfélagi. Eflum menningarlífið og gerum Ísland að skemmtilegri stað til að búa á, uppfullum af tækifærum. Björt framtíð vill taka vel á móti fólki sem leitar verndar utan síns heimalands vegna stríðsátaka. Horfa ber til þess mannauðs sem í flóttamönnum býr og þess virðis sem þeir geta fært íslensku samfélagi. Móttaka flóttafólks verður að byggja á mannúðarsjónarmiðum, fagmennsku og skilvirkni.Náttúra Íslands er viðkvæm auðlind sem ferðamenn vilja njóta. Lofum ferðaþjónustunni að vaxa og dafna undir skilyrðum náttúruverndar. Eflum innviði henni tengdri, t.d. vegakerfið, aðgengi, öryggismál og eftirlit. Fjármögnun ríkis og sveitarfélaga vegna ferðamála þarf að byggja í auknum mæli á tekjuöflun af ferðamönnum með sem skilvirkustum hætti án viðbótar yfirbyggingar.Orkan, náttúran og fiskurinn í sjónum eru Íslendingum gjöful. Okkur ber að nýta auðlindir landsins með sjálfbærum hætti fyrir komandi kynslóðir. Við eigum að leita allra leiða til að auka virðisaukann sem við fáum af nýtingu auðlindanna með hliðsjón af umhverfisvernd. Björt framtíð vill hækka auðlindagjöld til samræmis við verðmæti og afrakstur hverju sinni. Til að sanngjarnt afgjald renni til sameiginlegra sjóða þjóðarinnar þarf að taka uppboð aflaheimilda upp í skrefum samhliða núverandi veiðigjaldakerfi. Stuðla ber að eðlilegri samkeppni um aflaheimildir eins og kostur er með hliðsjón af rekstraröryggi útgerðar og fiskvinnslu. Björt framtíð telur að langtímahagsmunir þjóðarinnar verði betur tryggðir innan Evrópusambandsins en utan. Hins vegar er það þjóðarinnar að skera endanlega úr um það. Forsenda þess að vextir lækki hér og spari þjóðinni árlega gríðarlegar fjárhæðir er upptaka öflugs gjaldmiðils sem gjaldgengur er í okkar helstu viðskiptalöndum. Þannig getum við stuðlað að efnahagslegum stöðugleika.Sjá má heildarstefnu og sýn Bjartrar framtíðar á vefsíðunni:bjortframtid.is/politik/framtidarsyninLeggjum áherslu á gagnsæi, langtímahagsmuni og framtíðarsýn. Meiri Bjarta framtíð - minna fúsk!Agnar H. Johnson er framkvæmdastjóri og á sæti á lista Bjartrar framtíðar í SV-kjördæmi.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar