Martröð Örnu Ýrar lokið: Komin heim eftir að hafa vakið heimsathygli fyrir að hætta í fegurðarkeppni Birgir Olgeirsson skrifar 26. október 2016 07:15 Arna Ýr var í áætlunarflugi Wow Air frá Los Angeles sem lenti á Keflavíkurflugvelli á fimmta tímanum í morgun en kærasti hennar Egill Trausti Ómarsson tók á móti henni. vísir/hanna Arna Ýr Jónsdóttir er komin til landsins eftir að hafa vakið heimsathygli fyrir að draga sig úr fegurðarsamkeppninni Miss Grand International í Las Vegas eftir að eigandi hennar sagði henni að grenna sig. Arna Ýr var í áætlunarflugi Wow Air frá Los Angeles sem lenti á Keflavíkurflugvelli á fimmta tímanum í morgun en kærasti hennar Egill Trausti Ómarsson tók á móti henni.Sjá einnig: Kærasti Örnu Ýrar: „Alltaf verið mjög sjálfstæð með svona“Arna Ýr og kærasti hennar, Egill Trausti.vísir/hannaÞað má segja að upplifun Örnu Ýrar af Miss Grand International hafi verið martraðarkennd. Síðastliðinn föstudag fékk hún þau skilaboð frá eiganda keppninnar, Nawat Itsaragrisil, að ef hún þyrfti að grenna sig til að vinna keppnina. Sagði hann að hún ætti að sleppa máltíðum, borða salat og drekka vatn á hverju kvöldi fram að keppni. Arna Ýr sagði frá þessum skilaboðum eigenda keppninnar samdægurs Snapchat og sagðist ekki ætla taka þátt ef hann ætlaði að standa við þau.Stóðu yfir henni meðan hún myndaði Snapchat-skilaboð Degi síðar sagði hún frá því á Snapchat að um misskilning hefði verið að ræða og hún ætlaði að taka þátt. Á sunnudag steig hún aftur fram á Snapchat og sagði að sér hefði verið skipað af eiganda keppninnar og framkvæmdastjóra hennar að segja að um misskilning hefði verið að ræða. Raunin var sú að henni var sagt að létta sig til að eiga möguleika á að vinna keppnina.Í viðtali við útvarpsþáttinn Þrjár í fötu á FM957 síðastliðið sunnudagskvöld sagði Arna Ýr að eigandinn og framkvæmdastjórinn hefðu staðið yfir sér á meðan hún myndaði Snapchat-skilaboðin þar sem hún sagði að um misskilning hefði verið að ræða.Margir skynjuðu að ekki væri allt með felldu Þáttastjórnendur Þriggja í fötu sögðu frá því að þeir hefðu skynjað að ekki væri allt með felldu þegar Arna Ýr sagði frá því á Snapchat að um misskilning hefði verið að ræða, en þær voru ekki þær einu.María Lilja Þrastardóttir skynjaði það einnig, setti sig í samband við Örnu Ýr og bauðst til að borga flugfar fyrir hana heim til Íslands gegn því að hún myndi draga sig úr keppni. Sem Arna Ýr gerði.Sama hversu mikið er boðið Eigandinn og framkvæmdastjórinn voru óánægðir með þá ákvörðun og reyndu að fá Örnu Ýr til að skipta um skoðun, meðal annars með því að gefa það til kynna að hún væri afar sigurstrangleg og ætti þar með von á 40 þúsund dollurum í verðlaunafé, 4,5 milljónum íslenskra króna. Arna Ýr sagði í viðtali við Þrjár í fötu að það væri sama hversu mikið henni yrði boðið, hún myndi aldrei taka þátt í þessari keppni. Hún sagði jafnframt að síðustu dagar hefðu reynt mikið á hana og verið allt að því martraðarkenndir. Hún væri þó afar stolt af sér fyrir að hafa tekið þessa ákvörðun og var himinlifandi. Vildu hundruð þúsunda fyrir vegabréfið En samskiptum hennar við forsvarsmenn keppninnar var þar með ekki lokið. Í gær greindi hún frá því að þeir væru með vegabréfið hennar og hún þyrfti að ná því aftur. Eigandi keppninnar fóru fram á 3.000 dollara, eða um 350 þúsund íslenskar krónur, í staðinn fyrir passann. Með hjálp öryggisvarða, sem útskýrðu að ekki mætti halda eftir vegabréfi Örnu Ýrar, fékk hún passann aftur í hendurnar og gat þar með haldið heim á leið til Íslands.Sjá einnig: „Það voru átök við að ná passanum aftur“ „Mér líður eins og ég hafi hætt á toppi tilverunnar. Ég er svo hamingjusöm,“ sagði Arna Ýr í gær á Snapchat eftir að hafa fengið vegabréfið aftur.Arna Ýr hefur vakið heimsathygli.vísir/hannaKeppnin reynir „að stoppa stríð og ofbeldi“ Miss Grand International er alþjóðleg fegurðarkeppni en yfirlýst markmið hennar er „að stoppa stríð og ofbeldi.“ Hún er sögð ein af fimm stærstu fegurðarkeppnum heims, ásamt Miss Universe, Miss World, Miss International og Miss Supranational. Hún var stofnuð af Nawat Itsaragrisil árið 2013 og haldin þrisvar í Bangkok í Taílandi en í ár var hún í fyrsta skiptið haldin í Bandaríkjunum, nánar tiltekið í Las Vegas.Sjá einnig: Maðurinn sem sagði Örnu Ýr að grenna sig kallaður „ballarvaffla“ á Wikipediu Árið 2013 var Janelee Chaparro, frá Púertó Ríkó, krýnd sigurvegari, Árið 2014 var það Daryanne Lees frá Kúbu en í fyrra Anea Garcia frá Dóminíska lýðveldinu krýnd sigurvegari.Sigurvegarinn í fyrra skilaði krúnunni Í mars síðastliðnum skilaði hún krúnunni eftir að hafa að upp kom mál sem varðaði ásakanir um árás á meðan hún var í erindagjörðum fyrir keppnina í Suður-Súdan, þar sem hún óttaðist meðal annars um öryggi sitt. Itsaragrisil er sagður ekkert aðhafst í því máli en eftir að Garcia skilaði krúnunni var sú sem endaði í öðru sæti, hin ástralska Claire Elizabeth Pearl Parker, krýnd Miss Grand International.Arna Ýr segir síðustu daga hafa reynt mikið á sig og verið allt að því matraðarkenndir.vísir/hannaArna Ýr segist afar stolt af sér fyrir að hafa tekið þessa ákvörðun.vísir/hannaArna Ýr og Egill Trausti.vísir/hanna Fréttir af flugi Tengdar fréttir Maðurinn sem sagði Örnu Ýr að grenna sig kallaður „ballarvaffla“ á Wikipediu Átök standa yfir á Wikipediu-síðu Nawat Itsaragrisil. 25. október 2016 21:14 Femínistinn bjargaði fegurðardrottningunni María Lilja Þrastardóttir er huldukonan sem bjargaði Örnu Ýr úr klóm drekans með að kaupa fyrir hana flugmiða til Íslands. 25. október 2016 11:00 „Það voru átök við að ná passanum aftur" "Mér líður eins og ég hafi hætt á toppi tilverunnar. Ég er svo hamingjusöm,“ segir Arna Ýr Jónsdóttir fegurðardrottning. 25. október 2016 07:44 Furðar sig á því að fólk sé hissa á að konur séu dæmdar eftir útlitinu í fegurðarsamkeppni Stjórnarkona í samtökum um líkamsvirðingu furðar sig á því að fólk skuli vera hissa á að konur séu dæmdar eftir útlitinu í fegurðarsamkeppni. 24. október 2016 20:19 Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Sjá meira
Arna Ýr Jónsdóttir er komin til landsins eftir að hafa vakið heimsathygli fyrir að draga sig úr fegurðarsamkeppninni Miss Grand International í Las Vegas eftir að eigandi hennar sagði henni að grenna sig. Arna Ýr var í áætlunarflugi Wow Air frá Los Angeles sem lenti á Keflavíkurflugvelli á fimmta tímanum í morgun en kærasti hennar Egill Trausti Ómarsson tók á móti henni.Sjá einnig: Kærasti Örnu Ýrar: „Alltaf verið mjög sjálfstæð með svona“Arna Ýr og kærasti hennar, Egill Trausti.vísir/hannaÞað má segja að upplifun Örnu Ýrar af Miss Grand International hafi verið martraðarkennd. Síðastliðinn föstudag fékk hún þau skilaboð frá eiganda keppninnar, Nawat Itsaragrisil, að ef hún þyrfti að grenna sig til að vinna keppnina. Sagði hann að hún ætti að sleppa máltíðum, borða salat og drekka vatn á hverju kvöldi fram að keppni. Arna Ýr sagði frá þessum skilaboðum eigenda keppninnar samdægurs Snapchat og sagðist ekki ætla taka þátt ef hann ætlaði að standa við þau.Stóðu yfir henni meðan hún myndaði Snapchat-skilaboð Degi síðar sagði hún frá því á Snapchat að um misskilning hefði verið að ræða og hún ætlaði að taka þátt. Á sunnudag steig hún aftur fram á Snapchat og sagði að sér hefði verið skipað af eiganda keppninnar og framkvæmdastjóra hennar að segja að um misskilning hefði verið að ræða. Raunin var sú að henni var sagt að létta sig til að eiga möguleika á að vinna keppnina.Í viðtali við útvarpsþáttinn Þrjár í fötu á FM957 síðastliðið sunnudagskvöld sagði Arna Ýr að eigandinn og framkvæmdastjórinn hefðu staðið yfir sér á meðan hún myndaði Snapchat-skilaboðin þar sem hún sagði að um misskilning hefði verið að ræða.Margir skynjuðu að ekki væri allt með felldu Þáttastjórnendur Þriggja í fötu sögðu frá því að þeir hefðu skynjað að ekki væri allt með felldu þegar Arna Ýr sagði frá því á Snapchat að um misskilning hefði verið að ræða, en þær voru ekki þær einu.María Lilja Þrastardóttir skynjaði það einnig, setti sig í samband við Örnu Ýr og bauðst til að borga flugfar fyrir hana heim til Íslands gegn því að hún myndi draga sig úr keppni. Sem Arna Ýr gerði.Sama hversu mikið er boðið Eigandinn og framkvæmdastjórinn voru óánægðir með þá ákvörðun og reyndu að fá Örnu Ýr til að skipta um skoðun, meðal annars með því að gefa það til kynna að hún væri afar sigurstrangleg og ætti þar með von á 40 þúsund dollurum í verðlaunafé, 4,5 milljónum íslenskra króna. Arna Ýr sagði í viðtali við Þrjár í fötu að það væri sama hversu mikið henni yrði boðið, hún myndi aldrei taka þátt í þessari keppni. Hún sagði jafnframt að síðustu dagar hefðu reynt mikið á hana og verið allt að því martraðarkenndir. Hún væri þó afar stolt af sér fyrir að hafa tekið þessa ákvörðun og var himinlifandi. Vildu hundruð þúsunda fyrir vegabréfið En samskiptum hennar við forsvarsmenn keppninnar var þar með ekki lokið. Í gær greindi hún frá því að þeir væru með vegabréfið hennar og hún þyrfti að ná því aftur. Eigandi keppninnar fóru fram á 3.000 dollara, eða um 350 þúsund íslenskar krónur, í staðinn fyrir passann. Með hjálp öryggisvarða, sem útskýrðu að ekki mætti halda eftir vegabréfi Örnu Ýrar, fékk hún passann aftur í hendurnar og gat þar með haldið heim á leið til Íslands.Sjá einnig: „Það voru átök við að ná passanum aftur“ „Mér líður eins og ég hafi hætt á toppi tilverunnar. Ég er svo hamingjusöm,“ sagði Arna Ýr í gær á Snapchat eftir að hafa fengið vegabréfið aftur.Arna Ýr hefur vakið heimsathygli.vísir/hannaKeppnin reynir „að stoppa stríð og ofbeldi“ Miss Grand International er alþjóðleg fegurðarkeppni en yfirlýst markmið hennar er „að stoppa stríð og ofbeldi.“ Hún er sögð ein af fimm stærstu fegurðarkeppnum heims, ásamt Miss Universe, Miss World, Miss International og Miss Supranational. Hún var stofnuð af Nawat Itsaragrisil árið 2013 og haldin þrisvar í Bangkok í Taílandi en í ár var hún í fyrsta skiptið haldin í Bandaríkjunum, nánar tiltekið í Las Vegas.Sjá einnig: Maðurinn sem sagði Örnu Ýr að grenna sig kallaður „ballarvaffla“ á Wikipediu Árið 2013 var Janelee Chaparro, frá Púertó Ríkó, krýnd sigurvegari, Árið 2014 var það Daryanne Lees frá Kúbu en í fyrra Anea Garcia frá Dóminíska lýðveldinu krýnd sigurvegari.Sigurvegarinn í fyrra skilaði krúnunni Í mars síðastliðnum skilaði hún krúnunni eftir að hafa að upp kom mál sem varðaði ásakanir um árás á meðan hún var í erindagjörðum fyrir keppnina í Suður-Súdan, þar sem hún óttaðist meðal annars um öryggi sitt. Itsaragrisil er sagður ekkert aðhafst í því máli en eftir að Garcia skilaði krúnunni var sú sem endaði í öðru sæti, hin ástralska Claire Elizabeth Pearl Parker, krýnd Miss Grand International.Arna Ýr segir síðustu daga hafa reynt mikið á sig og verið allt að því matraðarkenndir.vísir/hannaArna Ýr segist afar stolt af sér fyrir að hafa tekið þessa ákvörðun.vísir/hannaArna Ýr og Egill Trausti.vísir/hanna
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Maðurinn sem sagði Örnu Ýr að grenna sig kallaður „ballarvaffla“ á Wikipediu Átök standa yfir á Wikipediu-síðu Nawat Itsaragrisil. 25. október 2016 21:14 Femínistinn bjargaði fegurðardrottningunni María Lilja Þrastardóttir er huldukonan sem bjargaði Örnu Ýr úr klóm drekans með að kaupa fyrir hana flugmiða til Íslands. 25. október 2016 11:00 „Það voru átök við að ná passanum aftur" "Mér líður eins og ég hafi hætt á toppi tilverunnar. Ég er svo hamingjusöm,“ segir Arna Ýr Jónsdóttir fegurðardrottning. 25. október 2016 07:44 Furðar sig á því að fólk sé hissa á að konur séu dæmdar eftir útlitinu í fegurðarsamkeppni Stjórnarkona í samtökum um líkamsvirðingu furðar sig á því að fólk skuli vera hissa á að konur séu dæmdar eftir útlitinu í fegurðarsamkeppni. 24. október 2016 20:19 Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Sjá meira
Maðurinn sem sagði Örnu Ýr að grenna sig kallaður „ballarvaffla“ á Wikipediu Átök standa yfir á Wikipediu-síðu Nawat Itsaragrisil. 25. október 2016 21:14
Femínistinn bjargaði fegurðardrottningunni María Lilja Þrastardóttir er huldukonan sem bjargaði Örnu Ýr úr klóm drekans með að kaupa fyrir hana flugmiða til Íslands. 25. október 2016 11:00
„Það voru átök við að ná passanum aftur" "Mér líður eins og ég hafi hætt á toppi tilverunnar. Ég er svo hamingjusöm,“ segir Arna Ýr Jónsdóttir fegurðardrottning. 25. október 2016 07:44
Furðar sig á því að fólk sé hissa á að konur séu dæmdar eftir útlitinu í fegurðarsamkeppni Stjórnarkona í samtökum um líkamsvirðingu furðar sig á því að fólk skuli vera hissa á að konur séu dæmdar eftir útlitinu í fegurðarsamkeppni. 24. október 2016 20:19