Kærasti Örnu Ýrar: „Alltaf verið mjög sjálfstæð með svona“ Birgir Olgeirsson skrifar 23. október 2016 22:16 Egill Trausti Ómarsson og Arna Ýr Jónsdóttir. Vísir/Facebook „Þetta hefur verið sirkus,“ segir Egill Trausti Ómarsson kærasti Örnur Ýrar Jónsdóttur sem hefur vakið heimsathygli fyrir að hætta í Miss Grand International í Las Vegas eftir að eigandi keppninnar sagði að hún yrði að grenna sig fyrir lokakvöldið. Arna Ýr var í viðtali við útvarpsþáttinn Þrjár í fötu á FM957 fyrr í kvöld þar sem hún lýsti martraðarupplifun í Las Vegas.Sjá einnig: Ókunnug kona á Íslandi bauðst til að borga flug fyrir Örnu til Íslands gegn því að hún hætti keppni Hún hafi fyrst fengið þau skilaboð frá eiganda keppninnar að hún væri of feit og þyrfti að grenna sig. Hún greindi frá því á Snapchat þar sem hún sagðist ætla að hætta í keppninni ef ekki yrði bakkað með þá kröfu.Eigandinn varð brjálaður Hún sagðist því næst hafa fengið eiganda keppninnar og framkvæmdastjóra brjálað upp á móti sér þar sem þeir sögðu hana hafa rústað orðstír keppninnar og hún yrði að laga það með nýjum skilaboðum á Snapchat þar sem henni var sagt að segja að um misskilning væri að ræða. Arna Ýr myndaði því ný skilaboð á Snapchat en á meðan stóðu eigandi og framkvæmdastjóri keppninnar fyrir framan hana. Hún fann að það hefði ekki verið rétt ákvörðun og margir skynjuðu að ekki væri allt með felldu. Meðal annars íslensk kona sem Arna Ýr þekkti ekki. Sú setti sig í samband við Örnu og sagðist skynja að hún væri í ömurlegum aðstæðum. Bauðst hún til að borga flugfarið heim til Íslands fyrir Örnu gegn því að hún myndi hætta í keppninni.Alveg sama hversu hátt er boðið Sem Arna Ýr gerði en þá fóru eigandi keppninnar og framkvæmdastjóri að biðja hana um að vera áfram og segja að hún væri nokkuð sigurstrangleg og fengi þar með 40 þúsund dollara fyrir sigurinn, en Arna lét ekki bjóða sér það og sagði það engu máli skipta hversu mikið henni yrði boðið, hún væri hætt. „Ég vissi alltaf hvað var að gerast. Ég var sá fyrsti sem hún hafði samband við þegar þetta átti sér allt stað,“ segir Egill Trausti í samtali við Vísi.„Óþægilegt að vera heima“ Aðspurður hvort ekki hafi verið erfitt að fylgjast með þessu úr fjarska segir hann svo vera. „Það er óþægilegt að vera heima þegar eitthvað svona kemur upp á. Eina sem maður getur gert er að veita stuðning í gegnum síma,“ segir Egill.„Alltaf verið mjög sjálfstæð“ Hann segir Örnu Ýr vera afar staðfasta manneskju sem lætur ekki vaða yfir sig. „Hún hefur alltaf verið mjög sjálfstæð með svona og það er aldrei hægt að segja henni til um neitt. Hún hefur alltaf verið mjög ánægð með sjálfa sig og ég vissi að hún myndi tækla þetta sjálf,“ segir Egill. Tengdar fréttir Ætlar ekki að taka þátt í keppninni ef eigendur standa við skilaboðin Arna Ýr Jónsdóttir fegurðardrottning fékk skilaboð frá eigenda fegurðarsamkeppni sem hún tekur þátt í í Las Vegas að hún þyrfti að grenna sig fyrir lokakvöldið. Ef eigendur keppninnar taka skilaboðin ekki til baka ætlar hún að hætta við að taka þátt í keppninni. 22. október 2016 18:45 Arna Ýr hættir keppni: Sagt að segja að um misskilning hefði verið að ræða „Þetta var ekki misskilningur heldur var mér sagt að segja það og ég sé hrikalega eftir því.“ 23. október 2016 09:19 Örnu Ýri skipað að grenna sig fyrir lokakvöld fegurðarsamkeppni í Las Vegas Arna Ýr Jónsdóttir greinir frá þessu á Snapchat en hún undirbýr sig nú fyrir keppnina Miss Grand International 2016 sem fram fer í Las Vegas á næstu dögum. 21. október 2016 21:00 Ókunnug kona á Íslandi bauðst til að borga flug fyrir Örnu til Íslands gegn því að hún hætti keppni Eigendurnir fegurðarkeppninnar gáfu til kynna að Arna Ýr fengi tæpar fimm milljónir fyrir að halda áfram. 23. október 2016 21:11 Misskilningur í Las Vegas: Arna Ýr ætlar að keppa Segir starfsfólk Miss Grand International hafa misskilið orð eiganda keppninnar. 22. október 2016 21:22 Erlendir miðlar fjalla um mál Örnu Ýrar: „Ég elska þessa konu!“ Arna Ýr neitaði að keppa í fegurðarsamkeppni í Las Vegas eftir að hafa verið sagt að grenna sig. 23. október 2016 18:09 Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Lífið Fleiri fréttir Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Sjá meira
„Þetta hefur verið sirkus,“ segir Egill Trausti Ómarsson kærasti Örnur Ýrar Jónsdóttur sem hefur vakið heimsathygli fyrir að hætta í Miss Grand International í Las Vegas eftir að eigandi keppninnar sagði að hún yrði að grenna sig fyrir lokakvöldið. Arna Ýr var í viðtali við útvarpsþáttinn Þrjár í fötu á FM957 fyrr í kvöld þar sem hún lýsti martraðarupplifun í Las Vegas.Sjá einnig: Ókunnug kona á Íslandi bauðst til að borga flug fyrir Örnu til Íslands gegn því að hún hætti keppni Hún hafi fyrst fengið þau skilaboð frá eiganda keppninnar að hún væri of feit og þyrfti að grenna sig. Hún greindi frá því á Snapchat þar sem hún sagðist ætla að hætta í keppninni ef ekki yrði bakkað með þá kröfu.Eigandinn varð brjálaður Hún sagðist því næst hafa fengið eiganda keppninnar og framkvæmdastjóra brjálað upp á móti sér þar sem þeir sögðu hana hafa rústað orðstír keppninnar og hún yrði að laga það með nýjum skilaboðum á Snapchat þar sem henni var sagt að segja að um misskilning væri að ræða. Arna Ýr myndaði því ný skilaboð á Snapchat en á meðan stóðu eigandi og framkvæmdastjóri keppninnar fyrir framan hana. Hún fann að það hefði ekki verið rétt ákvörðun og margir skynjuðu að ekki væri allt með felldu. Meðal annars íslensk kona sem Arna Ýr þekkti ekki. Sú setti sig í samband við Örnu og sagðist skynja að hún væri í ömurlegum aðstæðum. Bauðst hún til að borga flugfarið heim til Íslands fyrir Örnu gegn því að hún myndi hætta í keppninni.Alveg sama hversu hátt er boðið Sem Arna Ýr gerði en þá fóru eigandi keppninnar og framkvæmdastjóri að biðja hana um að vera áfram og segja að hún væri nokkuð sigurstrangleg og fengi þar með 40 þúsund dollara fyrir sigurinn, en Arna lét ekki bjóða sér það og sagði það engu máli skipta hversu mikið henni yrði boðið, hún væri hætt. „Ég vissi alltaf hvað var að gerast. Ég var sá fyrsti sem hún hafði samband við þegar þetta átti sér allt stað,“ segir Egill Trausti í samtali við Vísi.„Óþægilegt að vera heima“ Aðspurður hvort ekki hafi verið erfitt að fylgjast með þessu úr fjarska segir hann svo vera. „Það er óþægilegt að vera heima þegar eitthvað svona kemur upp á. Eina sem maður getur gert er að veita stuðning í gegnum síma,“ segir Egill.„Alltaf verið mjög sjálfstæð“ Hann segir Örnu Ýr vera afar staðfasta manneskju sem lætur ekki vaða yfir sig. „Hún hefur alltaf verið mjög sjálfstæð með svona og það er aldrei hægt að segja henni til um neitt. Hún hefur alltaf verið mjög ánægð með sjálfa sig og ég vissi að hún myndi tækla þetta sjálf,“ segir Egill.
Tengdar fréttir Ætlar ekki að taka þátt í keppninni ef eigendur standa við skilaboðin Arna Ýr Jónsdóttir fegurðardrottning fékk skilaboð frá eigenda fegurðarsamkeppni sem hún tekur þátt í í Las Vegas að hún þyrfti að grenna sig fyrir lokakvöldið. Ef eigendur keppninnar taka skilaboðin ekki til baka ætlar hún að hætta við að taka þátt í keppninni. 22. október 2016 18:45 Arna Ýr hættir keppni: Sagt að segja að um misskilning hefði verið að ræða „Þetta var ekki misskilningur heldur var mér sagt að segja það og ég sé hrikalega eftir því.“ 23. október 2016 09:19 Örnu Ýri skipað að grenna sig fyrir lokakvöld fegurðarsamkeppni í Las Vegas Arna Ýr Jónsdóttir greinir frá þessu á Snapchat en hún undirbýr sig nú fyrir keppnina Miss Grand International 2016 sem fram fer í Las Vegas á næstu dögum. 21. október 2016 21:00 Ókunnug kona á Íslandi bauðst til að borga flug fyrir Örnu til Íslands gegn því að hún hætti keppni Eigendurnir fegurðarkeppninnar gáfu til kynna að Arna Ýr fengi tæpar fimm milljónir fyrir að halda áfram. 23. október 2016 21:11 Misskilningur í Las Vegas: Arna Ýr ætlar að keppa Segir starfsfólk Miss Grand International hafa misskilið orð eiganda keppninnar. 22. október 2016 21:22 Erlendir miðlar fjalla um mál Örnu Ýrar: „Ég elska þessa konu!“ Arna Ýr neitaði að keppa í fegurðarsamkeppni í Las Vegas eftir að hafa verið sagt að grenna sig. 23. október 2016 18:09 Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Lífið Fleiri fréttir Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Sjá meira
Ætlar ekki að taka þátt í keppninni ef eigendur standa við skilaboðin Arna Ýr Jónsdóttir fegurðardrottning fékk skilaboð frá eigenda fegurðarsamkeppni sem hún tekur þátt í í Las Vegas að hún þyrfti að grenna sig fyrir lokakvöldið. Ef eigendur keppninnar taka skilaboðin ekki til baka ætlar hún að hætta við að taka þátt í keppninni. 22. október 2016 18:45
Arna Ýr hættir keppni: Sagt að segja að um misskilning hefði verið að ræða „Þetta var ekki misskilningur heldur var mér sagt að segja það og ég sé hrikalega eftir því.“ 23. október 2016 09:19
Örnu Ýri skipað að grenna sig fyrir lokakvöld fegurðarsamkeppni í Las Vegas Arna Ýr Jónsdóttir greinir frá þessu á Snapchat en hún undirbýr sig nú fyrir keppnina Miss Grand International 2016 sem fram fer í Las Vegas á næstu dögum. 21. október 2016 21:00
Ókunnug kona á Íslandi bauðst til að borga flug fyrir Örnu til Íslands gegn því að hún hætti keppni Eigendurnir fegurðarkeppninnar gáfu til kynna að Arna Ýr fengi tæpar fimm milljónir fyrir að halda áfram. 23. október 2016 21:11
Misskilningur í Las Vegas: Arna Ýr ætlar að keppa Segir starfsfólk Miss Grand International hafa misskilið orð eiganda keppninnar. 22. október 2016 21:22
Erlendir miðlar fjalla um mál Örnu Ýrar: „Ég elska þessa konu!“ Arna Ýr neitaði að keppa í fegurðarsamkeppni í Las Vegas eftir að hafa verið sagt að grenna sig. 23. október 2016 18:09