Mannréttindabrot og ofsóknir í Íran Eðvarð T. Jónsson skrifar 28. október 2016 09:12 Þrátt fyrir fyrirheit Hassan Rouhani Íransforseta um opnara samfélag og yfirlýsingar hans um friðarvilja, hófsemi og réttlætiskennd á vettvangi SÞ hefur mannréttindabrotum í Íran fjölgað og ofsóknir á hendur minnihlutahópum aukist síðan hann tók við embætti fyrir þremur árum. Þetta á ekki síst við um þá herferð ofsókna og grimmdarverka sem íranska klerkastjórnin hefur haldið uppi áratugum saman gegn baháʼíum í Íran, langstærsta trúarminnihluta landsins. Bahá’íar eru sakaðir um lítt skilgreindar sakir, þar á meðal „óvináttu gegn Guði“, „spillingu á jörðinni“ en einnig um njósnir fyrir Ísrael og Bandaríkin. Hatrið og fordómarnir sem klerkastjórnin hefur alið á kerfisbundið, m.a. með tilstyrk öflugra ríkisfjölmiðla, hefur orðið til þess að víða hefur verið ráðist gegn bahá’íum á heimilum þeirra. Nýleg dæmi eru morð á tveimur fjölskyldufeðrum, öðrum í Yazd og hinum í Bandar Abbas. Annar þeirra, Farhang Amiri, 63 gamall bóndi og bílstjóri í Yazd, var stunginn til bana á heimili sínu í september síðastliðnum. Tilræðismennirnir náðust og játuðu að trúarástæður hefðu ráðið gerðum þeirra. Hinn, Ataollah Rezvani sérfræðingur á sviði vatnsveitumála, var numinn á brott og skotinn til bana í heimabæ sínum Bandar Abbas. Fjöldi vina og nágranna beggja þessara manna hafa borið vitni um mannkosti þeirra, heiðarleika og hjálpsemi. Engin vafi leikur á því að þessir glæpir eru sprottnir af þeim óhróðri og tilhæfulausu ásökunum sem ríkisfjölmiðlar hafa með samþykki stjórnvalda dreift um bahá’ía og aðra minnihlutahópa í Íran. Á síðustu tveimur árum hafa meira en 20.000 greinar fjandsamlegar bahá'íum birst í írönskum blöðum og tímaritum. Íslenskir bahá’íar og trúsystkini þeirra um allan heim eru harmi slegnir vegna þessara óhæfuverka. Trúfélagar þeirra í Íran hafa krafist þess að allir gerendur verði dregnir til ábyrgðar og fyrstu skrefin í þeirri viðleitni verið stigin þótt enn hafi yfirvöldum ekki tekist að hafa upp á morðingjum Atatollah Rezvani. Vonast er til að íslensk stjórnvöld leggi áherslu á það á vettvangi SÞ og í samskiptum sínum við stjórnvöld í Íran að réttlætið nái fram að ganga, borgaraleg réttindi bahá’ía í Íran verði virt og öryggi þeirra tryggt eins og annarra þegna landsins. Á þeim tæplega fjörutíu árum sem liðin er frá stofnun islamska lýðveldisins Írans hafa mörg hundruð bahá’íar verið líflátnir, fangelsaðir eða pyndaðir í því skyni að fá þá til að afneita trú sinni. Tugir þúsunda hafa misst atvinnu eða neyðst til að flýja heimalandið. Ungum bahá’íum hefur verið neitað um inngöngu í háskóla og framhaldsskóla og fólk sem komið var á eftirlaunaaldur hefur verið svift eftirlaunum og ellilífeyri. Í leyniskjali stjórnarinnar frá 1991 sem Ajatollah Khamenei undirritaði og Mannréttindanefnd SÞ komst yfir og gerði opinbert 1993 er að finna áætlun um upprætingu bahá’í samfélagisins í Íran með langtímaaðgerðum sem miða að því að gera aðstæður þeirra og lífskjör óbærileg. Lagt er til að gerð verði áætlun um að eyðileggja menningarlegar rætur bahá’í samfélagsins utan Íran og er hér væntanlega verið að vísa til höfuðstöðva trúarinnar í Ísrael. Unnið hefur verið samkvæmt þessum áætlunum með því að svpfta bahá’ía stjórnarskrárbundnum réttindum varðandi nám, atvinnu og eignarétt og með eyðingu helgistaða og menningarverðmæta. Margt bendir til þess að hertra aðgerða sé að vænta gegn bahá’í samfélaginu í Íran. Veruleg hætta er á að ofbeldisverk eins og morðið á Amiri verði látin óátalin og þeir sem fremja slíka glæpi verði ekki sóttir til saka. Alþjóðlegt samfélag bahá’ía hefur af þessum sökum ítrekað beint þeim eindregnu tilmælum til stjórnvalda víða um heim að þau mótmæli þessum mannréttindabrotum og ofsóknum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og við sendifulltrúa írönsku stjórnarinnar í löndum sínum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eðvarð T. Jónsson Mest lesið Halldór 08.03.2025 Halldór Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun 10 atriði varðandi símabann í skólum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Halla Gunnarsdóttir, formaður VR Agla Arnars Katrínardóttir Skoðun Slökkviliðið sem ætlar að bjarga fjölmiðlum með því að kveikja í húsinu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir Skoðun Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll! Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Ætlar Þorgerður Katrín að standa vörð um alþjóðlega lagakerfið? Magnús Magnússon skrifar Skoðun Var friður fyrir sjálfstæði Ísraels? Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun 10 atriði varðandi símabann í skólum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Horfumst í augu og stígum yfir þröskuldinn Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Tilveran með ADHD Sigrún V. Heimisdóttir skrifar Skoðun Stillum saman strengi í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll! Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir fyrirheit Hassan Rouhani Íransforseta um opnara samfélag og yfirlýsingar hans um friðarvilja, hófsemi og réttlætiskennd á vettvangi SÞ hefur mannréttindabrotum í Íran fjölgað og ofsóknir á hendur minnihlutahópum aukist síðan hann tók við embætti fyrir þremur árum. Þetta á ekki síst við um þá herferð ofsókna og grimmdarverka sem íranska klerkastjórnin hefur haldið uppi áratugum saman gegn baháʼíum í Íran, langstærsta trúarminnihluta landsins. Bahá’íar eru sakaðir um lítt skilgreindar sakir, þar á meðal „óvináttu gegn Guði“, „spillingu á jörðinni“ en einnig um njósnir fyrir Ísrael og Bandaríkin. Hatrið og fordómarnir sem klerkastjórnin hefur alið á kerfisbundið, m.a. með tilstyrk öflugra ríkisfjölmiðla, hefur orðið til þess að víða hefur verið ráðist gegn bahá’íum á heimilum þeirra. Nýleg dæmi eru morð á tveimur fjölskyldufeðrum, öðrum í Yazd og hinum í Bandar Abbas. Annar þeirra, Farhang Amiri, 63 gamall bóndi og bílstjóri í Yazd, var stunginn til bana á heimili sínu í september síðastliðnum. Tilræðismennirnir náðust og játuðu að trúarástæður hefðu ráðið gerðum þeirra. Hinn, Ataollah Rezvani sérfræðingur á sviði vatnsveitumála, var numinn á brott og skotinn til bana í heimabæ sínum Bandar Abbas. Fjöldi vina og nágranna beggja þessara manna hafa borið vitni um mannkosti þeirra, heiðarleika og hjálpsemi. Engin vafi leikur á því að þessir glæpir eru sprottnir af þeim óhróðri og tilhæfulausu ásökunum sem ríkisfjölmiðlar hafa með samþykki stjórnvalda dreift um bahá’ía og aðra minnihlutahópa í Íran. Á síðustu tveimur árum hafa meira en 20.000 greinar fjandsamlegar bahá'íum birst í írönskum blöðum og tímaritum. Íslenskir bahá’íar og trúsystkini þeirra um allan heim eru harmi slegnir vegna þessara óhæfuverka. Trúfélagar þeirra í Íran hafa krafist þess að allir gerendur verði dregnir til ábyrgðar og fyrstu skrefin í þeirri viðleitni verið stigin þótt enn hafi yfirvöldum ekki tekist að hafa upp á morðingjum Atatollah Rezvani. Vonast er til að íslensk stjórnvöld leggi áherslu á það á vettvangi SÞ og í samskiptum sínum við stjórnvöld í Íran að réttlætið nái fram að ganga, borgaraleg réttindi bahá’ía í Íran verði virt og öryggi þeirra tryggt eins og annarra þegna landsins. Á þeim tæplega fjörutíu árum sem liðin er frá stofnun islamska lýðveldisins Írans hafa mörg hundruð bahá’íar verið líflátnir, fangelsaðir eða pyndaðir í því skyni að fá þá til að afneita trú sinni. Tugir þúsunda hafa misst atvinnu eða neyðst til að flýja heimalandið. Ungum bahá’íum hefur verið neitað um inngöngu í háskóla og framhaldsskóla og fólk sem komið var á eftirlaunaaldur hefur verið svift eftirlaunum og ellilífeyri. Í leyniskjali stjórnarinnar frá 1991 sem Ajatollah Khamenei undirritaði og Mannréttindanefnd SÞ komst yfir og gerði opinbert 1993 er að finna áætlun um upprætingu bahá’í samfélagisins í Íran með langtímaaðgerðum sem miða að því að gera aðstæður þeirra og lífskjör óbærileg. Lagt er til að gerð verði áætlun um að eyðileggja menningarlegar rætur bahá’í samfélagsins utan Íran og er hér væntanlega verið að vísa til höfuðstöðva trúarinnar í Ísrael. Unnið hefur verið samkvæmt þessum áætlunum með því að svpfta bahá’ía stjórnarskrárbundnum réttindum varðandi nám, atvinnu og eignarétt og með eyðingu helgistaða og menningarverðmæta. Margt bendir til þess að hertra aðgerða sé að vænta gegn bahá’í samfélaginu í Íran. Veruleg hætta er á að ofbeldisverk eins og morðið á Amiri verði látin óátalin og þeir sem fremja slíka glæpi verði ekki sóttir til saka. Alþjóðlegt samfélag bahá’ía hefur af þessum sökum ítrekað beint þeim eindregnu tilmælum til stjórnvalda víða um heim að þau mótmæli þessum mannréttindabrotum og ofsóknum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og við sendifulltrúa írönsku stjórnarinnar í löndum sínum.
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
Slökkviliðið sem ætlar að bjarga fjölmiðlum með því að kveikja í húsinu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
Slökkviliðið sem ætlar að bjarga fjölmiðlum með því að kveikja í húsinu Þórður Snær Júlíusson Skoðun