Lýðræðisvæðum sjávarútveginn Jón Valur Jensson skrifar 28. október 2016 00:00 Stefna Íslensku þjóðfylkingarinnar er „endurskoðun fiskveiðistjórnunar frá grunni og frelsi í sjávarútvegsmálum. Stóraukið frelsi í strandveiðum. Fiskveiðiauðlindin verði sameign þjóðarinnar skv. stjórnarskrá. Erlent eignarhald verði afnumið í sjávarútvegi.“ Stóraukið frelsi til smábátaveiða merkir í raun margföldun í veiði á bolfisk og kvótalausar makrílveiðar. Þá er okkar stefna 6% skattafsláttur af tekjum sjómanna. Sumir hafa talað gegn sjómannaafslætti sem „mismunun“, sem ekki sé þörf á fyrir stétt sem hafi tiltölulega góðar tekjur. Þar á móti kemur, að nánast engin umræða er um að hátekjumenn í öðrum stéttum eru bæði með ofurbónusa og önnur fríðindi ofan á laun sín og setjast ekki til vinnu, þegar ráðnir eru, fyrr en þeir hafa tryggt sér milljónatuga-starfslokasamninga! Enginn þarf að öfunda sjómenn, þeir leggja mikið til samfélagsins, stór hluti launa þeirra er með hartnær 50% skattlagningu, án þess að þeir notfæri sér samfélagsþjónustu í sama mæli og aðrir. Þeir eru langtímum saman fjarri fjölskyldum sínum, vinna gjarnan 12 tíma eða lengur á dag, eru með styttri starfsævi en aðrir og meiri slysatíðni. Áhætta þeirra og framlag til þjóðlífsins verðskuldar því viðurkenningu. Þar að auki er gróði af smáútgerð jákvæður kostur, ekki löstur. Hann smyr samfélög strandbyggðanna með aukinni veltu, útsvörum og öðrum gjöldum. Það er einungis jákvætt ef efnahagur sjómanna hjálpar þeim ekki aðeins að borga hratt niður skuldir á dýrum bátum sínum og tæknibúnaði, sem þar er þörf á og skylda til, heldur líka til að geta með tímanum hjálpað börnum sínum að kaupa sér sjálf bát til útgerðar. Þá verður líflegra að líta til athafnasvæðanna við hafnir landsins: dæmið snýst við, og aflaheimildir hætta að streyma þaðan til vellríkra fákeppnisútgerða, en haldast og aukast hjá fólkinu sjálfu, með lýðræðisvæðingu þessa gamla bjargræðisvegar fólksins, með veiðiaðferðum sem aldrei geta skemmt sjávarbotninn eða gengið á fiskistofna landsins. Þetta vill Þjóðfylkingin tryggja sjómannafjölskyldum og strandbyggðum landsins. XE fyrir Jens G. Jensson í Norðvestur- og Guðmund Þorleifsson í Suðurkjördæmi!Höfundur þekkir af eigin raun til sjávarútvegsmála, einkum á togurum frá Seyðisfirði, Vestfjörðum og sunnanlands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Sjá meira
Stefna Íslensku þjóðfylkingarinnar er „endurskoðun fiskveiðistjórnunar frá grunni og frelsi í sjávarútvegsmálum. Stóraukið frelsi í strandveiðum. Fiskveiðiauðlindin verði sameign þjóðarinnar skv. stjórnarskrá. Erlent eignarhald verði afnumið í sjávarútvegi.“ Stóraukið frelsi til smábátaveiða merkir í raun margföldun í veiði á bolfisk og kvótalausar makrílveiðar. Þá er okkar stefna 6% skattafsláttur af tekjum sjómanna. Sumir hafa talað gegn sjómannaafslætti sem „mismunun“, sem ekki sé þörf á fyrir stétt sem hafi tiltölulega góðar tekjur. Þar á móti kemur, að nánast engin umræða er um að hátekjumenn í öðrum stéttum eru bæði með ofurbónusa og önnur fríðindi ofan á laun sín og setjast ekki til vinnu, þegar ráðnir eru, fyrr en þeir hafa tryggt sér milljónatuga-starfslokasamninga! Enginn þarf að öfunda sjómenn, þeir leggja mikið til samfélagsins, stór hluti launa þeirra er með hartnær 50% skattlagningu, án þess að þeir notfæri sér samfélagsþjónustu í sama mæli og aðrir. Þeir eru langtímum saman fjarri fjölskyldum sínum, vinna gjarnan 12 tíma eða lengur á dag, eru með styttri starfsævi en aðrir og meiri slysatíðni. Áhætta þeirra og framlag til þjóðlífsins verðskuldar því viðurkenningu. Þar að auki er gróði af smáútgerð jákvæður kostur, ekki löstur. Hann smyr samfélög strandbyggðanna með aukinni veltu, útsvörum og öðrum gjöldum. Það er einungis jákvætt ef efnahagur sjómanna hjálpar þeim ekki aðeins að borga hratt niður skuldir á dýrum bátum sínum og tæknibúnaði, sem þar er þörf á og skylda til, heldur líka til að geta með tímanum hjálpað börnum sínum að kaupa sér sjálf bát til útgerðar. Þá verður líflegra að líta til athafnasvæðanna við hafnir landsins: dæmið snýst við, og aflaheimildir hætta að streyma þaðan til vellríkra fákeppnisútgerða, en haldast og aukast hjá fólkinu sjálfu, með lýðræðisvæðingu þessa gamla bjargræðisvegar fólksins, með veiðiaðferðum sem aldrei geta skemmt sjávarbotninn eða gengið á fiskistofna landsins. Þetta vill Þjóðfylkingin tryggja sjómannafjölskyldum og strandbyggðum landsins. XE fyrir Jens G. Jensson í Norðvestur- og Guðmund Þorleifsson í Suðurkjördæmi!Höfundur þekkir af eigin raun til sjávarútvegsmála, einkum á togurum frá Seyðisfirði, Vestfjörðum og sunnanlands.
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar