Það er gefandi að starfa í þessum aldna helgidómi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 29. október 2016 14:15 Laufey segir starf kirkjuhaldara í Dómkirkjunni það skemmtilegasta sem hún hafi unnið. Fréttablaðið/GVA Dómkirkjan á 220 ára vígsluafmæli á morgun og hefur fagnað því allan þennan mánuð. Við hátíðaguðsþjónustu klukkan 11 predikar sr. Þórir Stephensen þar og fyrrverandi prestar, þau sr. Anna Sigríður Pálsdóttir og sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson, þjóna ásamt settum sóknarpresti, sr. Sveini Valgeirssyni. Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar býður upp á messukaffi á eftir. Á mánudagskvöldið verður þar svo sálmasyrpa undir stjórn Margrétar Bóasdóttur. Laufey Böðvarsdóttir sem ólst upp á kirkjustaðnum Búrfelli í Grímsnesi sat í sóknarnefnd Dómkirkjunnar í nokkur ár áður en hún gerðist þar kirkjuhaldari. Hún segir gefandi og skemmtilegt að starfa í þessum aldna og fagra helgidómi. En hvert er hlutverk kirkjuhaldara? „Ég sé um það veraldlega en prestarnir það andlega,“ útskýrir hún. „Er með fjármálin á minni könnu og sé um viðhald kirkjunnar og safnaðarheimilisins, hvort tveggja eru merkilegar byggingar og ég fæ fagmenn í viðgerðir. Það reynir á að allt gangi upp, hér eru útvarpsupptökur, prestsvígslur og prósessíur. Þetta er höfuðkirkjan og hún þarf að halda í sínar gömlu, góðu hefðir. Svo er ég með prestunum að skipuleggja starfið, þannig að þetta er mjög fjölbreytt vinna og sú skemmtilegasta sem ég hef unnið.“ Laufey segir úrvals starfsfólk í Dómkirkjunni, bæði lært og leikt. „Hér er einhuga og góð sóknarnefnd og fórnfúsir sjálfboðaliðar af báðum kynjum sem leggjast á eitt við að efla safnaðarstarfið.“ Hún nefnir sem dæmi Kirkjunefnd kvenna í Dómkirkjunni sem var stofnuð 1930 og hefur í áranna rás „lagt til ófá handtök, öll unnin af kærleika“, eins og hún orðar það. Getur þess líka að konur sem ekki séu í nefndinni komi færandi hendi þegar messukaffi er á borð borið. Saga Dómkirkjunnar er Laufeyju hugleikin. „Þetta hús geymir mikla sögu, bæði í gleði og sorg og mér finnst mikilvægt að hún gleymist ekki. Slökkvilið borgarinnar hafði til dæmis aðsetur í skrúðhúsinu í áratugi og því héldum við slökkviliðsmessu um daginn. Starfsmenn liðsins lásu ritningarlestra, þetta var mjög falleg stund.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 29. október 2016. Lífið Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Sjá meira
Dómkirkjan á 220 ára vígsluafmæli á morgun og hefur fagnað því allan þennan mánuð. Við hátíðaguðsþjónustu klukkan 11 predikar sr. Þórir Stephensen þar og fyrrverandi prestar, þau sr. Anna Sigríður Pálsdóttir og sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson, þjóna ásamt settum sóknarpresti, sr. Sveini Valgeirssyni. Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar býður upp á messukaffi á eftir. Á mánudagskvöldið verður þar svo sálmasyrpa undir stjórn Margrétar Bóasdóttur. Laufey Böðvarsdóttir sem ólst upp á kirkjustaðnum Búrfelli í Grímsnesi sat í sóknarnefnd Dómkirkjunnar í nokkur ár áður en hún gerðist þar kirkjuhaldari. Hún segir gefandi og skemmtilegt að starfa í þessum aldna og fagra helgidómi. En hvert er hlutverk kirkjuhaldara? „Ég sé um það veraldlega en prestarnir það andlega,“ útskýrir hún. „Er með fjármálin á minni könnu og sé um viðhald kirkjunnar og safnaðarheimilisins, hvort tveggja eru merkilegar byggingar og ég fæ fagmenn í viðgerðir. Það reynir á að allt gangi upp, hér eru útvarpsupptökur, prestsvígslur og prósessíur. Þetta er höfuðkirkjan og hún þarf að halda í sínar gömlu, góðu hefðir. Svo er ég með prestunum að skipuleggja starfið, þannig að þetta er mjög fjölbreytt vinna og sú skemmtilegasta sem ég hef unnið.“ Laufey segir úrvals starfsfólk í Dómkirkjunni, bæði lært og leikt. „Hér er einhuga og góð sóknarnefnd og fórnfúsir sjálfboðaliðar af báðum kynjum sem leggjast á eitt við að efla safnaðarstarfið.“ Hún nefnir sem dæmi Kirkjunefnd kvenna í Dómkirkjunni sem var stofnuð 1930 og hefur í áranna rás „lagt til ófá handtök, öll unnin af kærleika“, eins og hún orðar það. Getur þess líka að konur sem ekki séu í nefndinni komi færandi hendi þegar messukaffi er á borð borið. Saga Dómkirkjunnar er Laufeyju hugleikin. „Þetta hús geymir mikla sögu, bæði í gleði og sorg og mér finnst mikilvægt að hún gleymist ekki. Slökkvilið borgarinnar hafði til dæmis aðsetur í skrúðhúsinu í áratugi og því héldum við slökkviliðsmessu um daginn. Starfsmenn liðsins lásu ritningarlestra, þetta var mjög falleg stund.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 29. október 2016.
Lífið Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Sjá meira