Arnar Davíð Jónsson, keilaru úr Keilufélagi Reykjavíkur, er að standa sig vel á Evrópumóti landsmeistara sem haldið er í Olomouc í Tékklandi.
Arnar er kominn í átta manna úrslitin eftir að hafa spilað vel seinni hlut dagsins í dag, en hann byrjaði ekki vel.
Hann datt á tímapunkti niður í ellefta sætið, en vann sig síðan upp og hafði betur í baráttunni við Glenn Morten Pedersen frá Noregi sem sat eftir.
Arnar er því kominn í átta manna úrslit, en þau hefjast í fyrramálið.
