Aldarfjórðungur liðinn frá Bermúdaskálinni Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 11. október 2016 10:15 "Það vakti gríðarlega athygli að félagslið frá Íslandi næði svona langt,“ segir Björn um árangur íslensku briddssveitarinnar fyrir 25 árum úti í Japan. Fréttablaðið/GVA „Þetta eru tímamót, það er alveg rétt. Að landa heimsmeistaratitlinum var stór viðburður á sínum tíma og hann lifir,“ segir Björn Eysteinsson sem var fyrirliði íslensku briddssveitarinnar á heimsmeistaramótinu í Yokohama í Japan árið 1991. „Það vakti gríðarlega athygli að félagslið frá Íslandi næði svona langt,“ rifjar hann upp og segir Briddssambandið ætla að halda veglegt afmælisteiti í byrjun næsta mánaðar. Gríðarleg stemning skapaðist kringum mótið hér heima, enda segir Björn ákveðna blaða- og fréttamenn hafa haldið landsmönnum vel upplýstum um gengi sveitarinnar. „Bjarni Fel hjá útvarpinu var í stöðugu sambandi dag og nótt og DV tók forsíðu blaðsins undir landsliðið í tvo til þrjá daga.“ Auk Björns var briddssveitin skipuð þeim Aðalsteini Jörgensen, Erni Arnþórssyni, Guðlaugi R. Jóhannssyni, Guðmundi Páli Arnarsyni, Jóni Baldurssyni og Þorláki Jónssyni. Við heimkomuna var þeim fagnað með eftirminnilegum hætti í Leifsstöð, þar sem Davíð Oddsson forsætisráðherra stakk upp á að glösum yrði lyft og ekki bara hrópað skál, heldur Bermúdaskál, eftir verðlaunagripnum eftirsótta sem þeir komu með. Mikil briddsvakning varð meðal þjóðarinnar eftir þennan frækilega sigur. Þegar gerð var skoðanakönnun ári síðar á því hversu margir spiluðu bridds sér til gamans reglulega voru það 25 prósent þeirra sem talað var við. „Enn er heilmikill fjöldi sem hittist í heimahúsum til að spila bridds þó það fólk keppi ekki,“ segir Björn og upplýsir að fimm þeirra sem voru í sigursveitinni spili keppnisbridds enn, þar á meðal hann, enda kveðst hann mæta á æfingar einu sinni í viku hjá Briddsfélagi Reykjavíkur. Björn er í golfinu líka og rekur eigin golfferðaskrifstofu. Hún heitir því ágæta nafni Betri ferðir. Hann kveðst skipuleggja styttri og lengri golfferðir til margra Evrópulanda. „Eftir að gengi íslensku krónunnar hefur styrkst er mun hagkvæmara fyrir golfara að fara í pakkaferðir,“ bendir hann á. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 11. október 2016. Lífið Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Fleiri fréttir Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Sjá meira
„Þetta eru tímamót, það er alveg rétt. Að landa heimsmeistaratitlinum var stór viðburður á sínum tíma og hann lifir,“ segir Björn Eysteinsson sem var fyrirliði íslensku briddssveitarinnar á heimsmeistaramótinu í Yokohama í Japan árið 1991. „Það vakti gríðarlega athygli að félagslið frá Íslandi næði svona langt,“ rifjar hann upp og segir Briddssambandið ætla að halda veglegt afmælisteiti í byrjun næsta mánaðar. Gríðarleg stemning skapaðist kringum mótið hér heima, enda segir Björn ákveðna blaða- og fréttamenn hafa haldið landsmönnum vel upplýstum um gengi sveitarinnar. „Bjarni Fel hjá útvarpinu var í stöðugu sambandi dag og nótt og DV tók forsíðu blaðsins undir landsliðið í tvo til þrjá daga.“ Auk Björns var briddssveitin skipuð þeim Aðalsteini Jörgensen, Erni Arnþórssyni, Guðlaugi R. Jóhannssyni, Guðmundi Páli Arnarsyni, Jóni Baldurssyni og Þorláki Jónssyni. Við heimkomuna var þeim fagnað með eftirminnilegum hætti í Leifsstöð, þar sem Davíð Oddsson forsætisráðherra stakk upp á að glösum yrði lyft og ekki bara hrópað skál, heldur Bermúdaskál, eftir verðlaunagripnum eftirsótta sem þeir komu með. Mikil briddsvakning varð meðal þjóðarinnar eftir þennan frækilega sigur. Þegar gerð var skoðanakönnun ári síðar á því hversu margir spiluðu bridds sér til gamans reglulega voru það 25 prósent þeirra sem talað var við. „Enn er heilmikill fjöldi sem hittist í heimahúsum til að spila bridds þó það fólk keppi ekki,“ segir Björn og upplýsir að fimm þeirra sem voru í sigursveitinni spili keppnisbridds enn, þar á meðal hann, enda kveðst hann mæta á æfingar einu sinni í viku hjá Briddsfélagi Reykjavíkur. Björn er í golfinu líka og rekur eigin golfferðaskrifstofu. Hún heitir því ágæta nafni Betri ferðir. Hann kveðst skipuleggja styttri og lengri golfferðir til margra Evrópulanda. „Eftir að gengi íslensku krónunnar hefur styrkst er mun hagkvæmara fyrir golfara að fara í pakkaferðir,“ bendir hann á. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 11. október 2016.
Lífið Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Fleiri fréttir Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Sjá meira