Af hverju Samfylkingin? Árni Páll Árnason skrifar 12. október 2016 07:00 Ég hef hitt fjölmarga undanfarna daga sem eru sammála Samfylkingunni um höfuðstefnuna, en eru samt efins um hvort þeir eigi að kjósa okkur. Í boði eru fjölmargir flokkar sem segja mjög svipaða hluti og Samfylkingin og í sumum kosningaprófum er vart að sjá mun á flokkunum. En það er munur.Ekki bara fyrir kosningar Fyrir það fyrsta þarf að muna að það skiptir ekki mestu máli hvað menn segja fyrir kosningar, heldur hvað menn gera. Það er vissulega áhugavert að sjá ýmsa Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn spretta nú upp og lofa 300 þúsund króna lágmarksgreiðslum til lífeyrisþega. Við fluttum hins vegar um það tillögu, ekki einu sinni heldur þrisvar. Og þeir felldu þær tillögur, ekki einu sinni heldur þrisvar. Á kjörtímabilinu höfum við líka barist gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að loka bóknámsdeildum framhaldsskólanna fyrir fólki yfir 25 ára aldri og gegn endurteknum lækkunum veiðigjalda, á sama tíma og stórútgerðin skilar methagnaði.Við höfum reynslu Það má margt segja um Samfylkinguna en þjóðin veit hvar hjarta hennar slær. Okkar fyrsta verk í ríkisstjórn var að hækka lægstu lífeyrisgreiðslur um 42% og að þeirri hækkun bjuggu lífeyrisþegar í hruninu. Í niðurskurði hrunsáranna skertum við lægstu lífeyrisgreiðslur ekki um eina krónu og hækkuðum lífeyri langt umfram lagaskyldu strax árið 2011. Við vörðum sem kostur er útgjöld til velferðarmála og náðum að auka við framlög til Landspítalans síðasta ríkisstjórnarárið okkar og það var í fyrsta sinn frá aldamótum sem raunaukning varð í framlögum þangað. Við réðumst í átak í uppbyggingu hjúkrunarheimila og hófum byggingu 400 rýma vítt og breitt um landið. Á öllum þessum sviðum varð stórastopp eftir að ný ríkisstjórn komst til valda. Við gerbreyttum reglum um skuldamál einstaklinga með styttingu fyrningartíma gjaldþrota, greiðsluaðlögun og öðrum greiðsluúrræðum. Fyrir vikið komust þúsundir heimila í gegnum þessa kreppu án þess að missa íbúðarhúsnæði sitt og án þess að dragnast með skuldahala með sér áratugum saman, eins og alltaf hefur áður gerst í niðursveiflu á Íslandi.Við höfum metnað Við létum ekki duga að verja velferðina. Við réðumst í breytingar á sjávarútvegskerfinu og náðum því fram að alvöru veiðigjöld voru lögð á útgerðina í fyrsta sinn. Við eigum eftir að ná fram fyrningu aflaheimilda og uppboði lausra aflaheimilda, til að hámarka arð þjóðarinnar af auðlindinni. Við sóttum um aðild að Evrópusambandinu og fyrir harðfylgi okkar í stjórnarandstöðu á þjóðin þann möguleika að taka þann þráð upp að nýju. Og við hófum gríðarlega metnaðarfullt endurskoðunarferli stjórnarskrár, sem leiða þarf til lykta á nýju kjörtímabili.Verkefnin fram undan Á nýju kjörtímabili þarf metnaðarfulla atvinnustefnu sem tryggir okkur betur launuð störf, svo okkur haldist á fólkinu okkar í vaxandi samkeppni við önnur lönd. Við þurfum fjölbreytta menntun til að standa undir þeim störfum. Til þess þarf mikla aukningu í framlögum til háskóla og átak í verk- og tæknimenntun. Velferð hér verður að standast samjöfnuð við velferð í nágrannalöndunum og til þess eru nú öll tækifæri. Við þurfum líka að leysa úr brýnum velferðarvanda. Ný kynslóð kemst ekki í öruggt, ódýrt húsnæði. Við viljum veita henni forskot, með því að heimila fyrirframgreiðslu vaxtabóta fyrstu fimm áranna, til að auðvelda fólki að kaupa fyrstu íbúð. Aldraðir njóta ekki jafnstöðu við aðra og hár húsnæðiskostnaður leikur marga úr þeim hópi grátt. Við viljum hækka lífeyrisgreiðslur í 300 þúsund með sama hætti og lágmarkslaun og það þarf að grípa til sérstakra aðgerða til að mæta háum húsnæðiskostnaði lífeyrisþega.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Sjá meira
Ég hef hitt fjölmarga undanfarna daga sem eru sammála Samfylkingunni um höfuðstefnuna, en eru samt efins um hvort þeir eigi að kjósa okkur. Í boði eru fjölmargir flokkar sem segja mjög svipaða hluti og Samfylkingin og í sumum kosningaprófum er vart að sjá mun á flokkunum. En það er munur.Ekki bara fyrir kosningar Fyrir það fyrsta þarf að muna að það skiptir ekki mestu máli hvað menn segja fyrir kosningar, heldur hvað menn gera. Það er vissulega áhugavert að sjá ýmsa Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn spretta nú upp og lofa 300 þúsund króna lágmarksgreiðslum til lífeyrisþega. Við fluttum hins vegar um það tillögu, ekki einu sinni heldur þrisvar. Og þeir felldu þær tillögur, ekki einu sinni heldur þrisvar. Á kjörtímabilinu höfum við líka barist gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að loka bóknámsdeildum framhaldsskólanna fyrir fólki yfir 25 ára aldri og gegn endurteknum lækkunum veiðigjalda, á sama tíma og stórútgerðin skilar methagnaði.Við höfum reynslu Það má margt segja um Samfylkinguna en þjóðin veit hvar hjarta hennar slær. Okkar fyrsta verk í ríkisstjórn var að hækka lægstu lífeyrisgreiðslur um 42% og að þeirri hækkun bjuggu lífeyrisþegar í hruninu. Í niðurskurði hrunsáranna skertum við lægstu lífeyrisgreiðslur ekki um eina krónu og hækkuðum lífeyri langt umfram lagaskyldu strax árið 2011. Við vörðum sem kostur er útgjöld til velferðarmála og náðum að auka við framlög til Landspítalans síðasta ríkisstjórnarárið okkar og það var í fyrsta sinn frá aldamótum sem raunaukning varð í framlögum þangað. Við réðumst í átak í uppbyggingu hjúkrunarheimila og hófum byggingu 400 rýma vítt og breitt um landið. Á öllum þessum sviðum varð stórastopp eftir að ný ríkisstjórn komst til valda. Við gerbreyttum reglum um skuldamál einstaklinga með styttingu fyrningartíma gjaldþrota, greiðsluaðlögun og öðrum greiðsluúrræðum. Fyrir vikið komust þúsundir heimila í gegnum þessa kreppu án þess að missa íbúðarhúsnæði sitt og án þess að dragnast með skuldahala með sér áratugum saman, eins og alltaf hefur áður gerst í niðursveiflu á Íslandi.Við höfum metnað Við létum ekki duga að verja velferðina. Við réðumst í breytingar á sjávarútvegskerfinu og náðum því fram að alvöru veiðigjöld voru lögð á útgerðina í fyrsta sinn. Við eigum eftir að ná fram fyrningu aflaheimilda og uppboði lausra aflaheimilda, til að hámarka arð þjóðarinnar af auðlindinni. Við sóttum um aðild að Evrópusambandinu og fyrir harðfylgi okkar í stjórnarandstöðu á þjóðin þann möguleika að taka þann þráð upp að nýju. Og við hófum gríðarlega metnaðarfullt endurskoðunarferli stjórnarskrár, sem leiða þarf til lykta á nýju kjörtímabili.Verkefnin fram undan Á nýju kjörtímabili þarf metnaðarfulla atvinnustefnu sem tryggir okkur betur launuð störf, svo okkur haldist á fólkinu okkar í vaxandi samkeppni við önnur lönd. Við þurfum fjölbreytta menntun til að standa undir þeim störfum. Til þess þarf mikla aukningu í framlögum til háskóla og átak í verk- og tæknimenntun. Velferð hér verður að standast samjöfnuð við velferð í nágrannalöndunum og til þess eru nú öll tækifæri. Við þurfum líka að leysa úr brýnum velferðarvanda. Ný kynslóð kemst ekki í öruggt, ódýrt húsnæði. Við viljum veita henni forskot, með því að heimila fyrirframgreiðslu vaxtabóta fyrstu fimm áranna, til að auðvelda fólki að kaupa fyrstu íbúð. Aldraðir njóta ekki jafnstöðu við aðra og hár húsnæðiskostnaður leikur marga úr þeim hópi grátt. Við viljum hækka lífeyrisgreiðslur í 300 þúsund með sama hætti og lágmarkslaun og það þarf að grípa til sérstakra aðgerða til að mæta háum húsnæðiskostnaði lífeyrisþega.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun