Stóra málið, litlu skrefin Eva Einarsdóttir skrifar 12. október 2016 13:29 Eitt af því sem Björt framtíð leggur ríka áherslu á eru umhverfis- og loftlagsmál. Hlýnun jarðar af mannavöldum er staðreynd og að óbreyttu er þess því miður ekki langt að bíða að við verðum rækilega vör við það. Flokkar sem vilja láta taka sig alvarlega hafa því í raun ekkert val. Loftslagsmálin eru stóra málið sem varða okkur öll. Þau eru stærsta almannahagsmunamál samtímans og framtíðarinnar. Þessi mál er hægt að nálgast frá ýmsum hliðum og mörg skref sem hægt er að taka til þess ekki fari jafn illa og spár gera ráð fyrir. Þetta eru skref sem við þurfum öll að stíga, stjórnvöld og almenningur. Stjórnvöld hafa valdið til að setja lög sem geta hjálpað almenningi að stíga þessi mikilvægu skref t.d. í átt að meiri sjálfbærni, minni sóun og auðvitað ákvarðanir um hvernig eigi að virkja og nýta auðlindir. Stjórnvöld þurfa að hafa skýra og ákveðna framtíðarsýn þar sem allt sem jörðin gefur af sér sé nýtt skynsamlega. Þannig er hugað að almannahag okkar sem nú lifum á jörðinni og einnig hag komandi kynslóða. Í því samhengi er t.d. mjög mikilvægt að grípa fljott til aðgerða sem verða til þess að minnka vistspor fólks og auka verulega sjálfbærni þegar kemur að stórum framkvæmdum. Stjórnvöld í Svíþjóð lögðu nýlega til að skattar á viðgerðarþjónustu yrðu lækkaðir um allt að 25%. Markmiðið er að spyrna á móti þeirri slæmu þróun að neytendur kaupi alltaf nýtt þegar eitthvað bilar, að hvetja fólk til að fara með heimilistæki, fatnað og hverskyns raftæki í viðgerð í stað þess að kaupa nýtt með tilheyrandi umhverfisspjöllum. Mér finnst þetta bæði fallegt og mjög þarft og gefur von um bjartari framtíð. Heimurinn er fullur af drasli. Tilhugsunin um öll hleðslutækin sem liggja ónotuð í skúffum landsins er óþægileg. Samkvæmt Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna er losun gróðurhúsalofttegunda vegna matvælaframleiðslu aðallega kjötframleiðsla meiri en heildarlosun allra bíla, lesta, flugvéla og skipa á jörðinni. Það er sláandi staðreynd en svo einfalt að breyta þessu. Fólk þarf bara að borða kjöt sjaldnar. Björt framtíð hefur staðið fyrir fyrirlestrarröð um umhverfisvitund í kjölfar loftlagsráðstefnunnar í París og þar var meðal annars opinn fundur um kjötframleiðslu og kosti þess að draga úr henni. Undirrituð skrifaði einnig grein eftir ráðstefnuna þar sem farið var yfir þau skref sem Reykjavíkurborg hefur tekið, Grænu skrefi í starfsstöðvum borgarinnar og til dæmis hvað innleiðing pappírs- og plasttunna hefur haft jákvæð áhrif. Björt framtíð er frjálslyndur flokkur. Það þýðir m.a. að við treystum fólki til að velja eða ákveða sjálft hvernig það hagar sínu eigin lífi, svo lengi sem það kemur ekki illa við aðra. En ekki loka augunum fyrir því að til dæmis bara með því taka srefið að hafa alltaf einn einn kjötafurðalausan dag í hverri viku ertu að taka þátt í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda fyrir betri framtíð okkar og komandi kynslóða. Litlu skrefin sem við stígum skipta í þessu samhengi gríðarlega miklu máli. X - A Ef þú vilt að Íslendingar taki forystu í umhverfismálum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Sjá meira
Eitt af því sem Björt framtíð leggur ríka áherslu á eru umhverfis- og loftlagsmál. Hlýnun jarðar af mannavöldum er staðreynd og að óbreyttu er þess því miður ekki langt að bíða að við verðum rækilega vör við það. Flokkar sem vilja láta taka sig alvarlega hafa því í raun ekkert val. Loftslagsmálin eru stóra málið sem varða okkur öll. Þau eru stærsta almannahagsmunamál samtímans og framtíðarinnar. Þessi mál er hægt að nálgast frá ýmsum hliðum og mörg skref sem hægt er að taka til þess ekki fari jafn illa og spár gera ráð fyrir. Þetta eru skref sem við þurfum öll að stíga, stjórnvöld og almenningur. Stjórnvöld hafa valdið til að setja lög sem geta hjálpað almenningi að stíga þessi mikilvægu skref t.d. í átt að meiri sjálfbærni, minni sóun og auðvitað ákvarðanir um hvernig eigi að virkja og nýta auðlindir. Stjórnvöld þurfa að hafa skýra og ákveðna framtíðarsýn þar sem allt sem jörðin gefur af sér sé nýtt skynsamlega. Þannig er hugað að almannahag okkar sem nú lifum á jörðinni og einnig hag komandi kynslóða. Í því samhengi er t.d. mjög mikilvægt að grípa fljott til aðgerða sem verða til þess að minnka vistspor fólks og auka verulega sjálfbærni þegar kemur að stórum framkvæmdum. Stjórnvöld í Svíþjóð lögðu nýlega til að skattar á viðgerðarþjónustu yrðu lækkaðir um allt að 25%. Markmiðið er að spyrna á móti þeirri slæmu þróun að neytendur kaupi alltaf nýtt þegar eitthvað bilar, að hvetja fólk til að fara með heimilistæki, fatnað og hverskyns raftæki í viðgerð í stað þess að kaupa nýtt með tilheyrandi umhverfisspjöllum. Mér finnst þetta bæði fallegt og mjög þarft og gefur von um bjartari framtíð. Heimurinn er fullur af drasli. Tilhugsunin um öll hleðslutækin sem liggja ónotuð í skúffum landsins er óþægileg. Samkvæmt Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna er losun gróðurhúsalofttegunda vegna matvælaframleiðslu aðallega kjötframleiðsla meiri en heildarlosun allra bíla, lesta, flugvéla og skipa á jörðinni. Það er sláandi staðreynd en svo einfalt að breyta þessu. Fólk þarf bara að borða kjöt sjaldnar. Björt framtíð hefur staðið fyrir fyrirlestrarröð um umhverfisvitund í kjölfar loftlagsráðstefnunnar í París og þar var meðal annars opinn fundur um kjötframleiðslu og kosti þess að draga úr henni. Undirrituð skrifaði einnig grein eftir ráðstefnuna þar sem farið var yfir þau skref sem Reykjavíkurborg hefur tekið, Grænu skrefi í starfsstöðvum borgarinnar og til dæmis hvað innleiðing pappírs- og plasttunna hefur haft jákvæð áhrif. Björt framtíð er frjálslyndur flokkur. Það þýðir m.a. að við treystum fólki til að velja eða ákveða sjálft hvernig það hagar sínu eigin lífi, svo lengi sem það kemur ekki illa við aðra. En ekki loka augunum fyrir því að til dæmis bara með því taka srefið að hafa alltaf einn einn kjötafurðalausan dag í hverri viku ertu að taka þátt í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda fyrir betri framtíð okkar og komandi kynslóða. Litlu skrefin sem við stígum skipta í þessu samhengi gríðarlega miklu máli. X - A Ef þú vilt að Íslendingar taki forystu í umhverfismálum
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun