Neytendasamtökin á krossgötum Ólafur Arnarson skrifar 13. október 2016 07:00 Fram undan er þing Neytendasamtakanna, sem haldið verður laugardaginn 22. október. Jóhannes Gunnarsson, sem leitt hefur samtökin um árabil, gefur ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku og því verður kosinn nýr formaður á þinginu. Ég er einn fimm frambjóðenda. Að mörgu leyti má segja að Neytendasamtökin standi á krossgötum. Starfið undanfarin ár hefur að mörgu leyti verið farsælt þó að enn sé lengt í land með að réttur neytenda hér á landi sé virtur og hagsmunir neytenda í fyrirrúmi hafðir, t.d. við lagasetningu og mótun starfsumhverfis einstakra atvinnugreina. Má þar sem dæmi nefna fjármálaþjónustu og landbúnað, líkt og nýgerðir búvörusamningar og -lög bera glöggt vitni um. Neytendasamtökin eru ekki stjórnvald heldur frjáls félagasamtök. Starf þeirra felst að verulegu leyti í því að halda á lofti hagsmunum neytenda og berjast fyrir rétti þeirra. Eitt mikilvægasta verkefni Neytendasamtakanna lýtur að því að því að neytendur á Íslandi séu vel upplýstir. Upplýstir t.d. um uppruna matvöru, innihald hennar og næringarinnihald. Í þessu efni skipta upplýsingar á umbúðum höfuðmáli. Ekki skiptir minna máli að neytendur séu upplýstir um rétt sinn. Staða neytenda á íslenskum fjármálamarkaði er afleit vegna ógegnsæi og fákeppni, sem hefur leitt af sér lakari kjör lántakenda hér á landi en annars staðar og óeðlilega gjaldtöku í bankakerfinu. Neytendasamtökin hafa ályktað gegn verðtryggingu á lánum til neytenda enda stuðlar verðtryggingin að vaxtaokri og ógegnsæi, auk þess sem hún setur alla áhættu, sem stafar af þróun verðlags í landinu, á herðar neytandans, sem er mjög óeðlilegt. Upplýsingamiðlun Neytendasamtakanna hefur frá upphafi farið að mestu fram í gegnum Neytendablaðið, en félagsmenn samtakanna eru áskrifendur að blaðinu og aðrir ekki. Þrátt fyrir að við lifum nú á stafrænni öld verður Neytendablaðið áfram þungamiðja upplýsingamiðlunar samtakanna. Heimasíða Neytendasamtakanna gegnir vaxandi hlutverki í miðlun upplýsinga til félagsmanna og inni á henni er svæði, sem einungis er opið félagsmönnum. Ég tel mikilvægt að efla upplýsingamiðlun á vegum Neytendasamtakanna, gera hana gagnvirka og færa upplýsingarnar í hendur félagsmanna hvar sem þeir eru staddir hverju sinni. Flestir neytendur nota snjallsíma og/eða spjaldtölvur. Það verður eitt af forgangsverkefnum mínum að Neytendasamtökin setji í umferð Neytendaappið, sem verður aðgengilegt félagsmönnum í gegnum snjalltæki. Í Neytendaappinu munu félagsmenn m.a. geta:Gert verðsamanburð á vörum og þjónustu.Fengið upplýsingar úr gagnabanka varðandi ýmis réttindamál neytenda og lög og reglur þar að lútandi.Komið með ábendingar, athugasemdir eða kvartanir til Neytendasamtakanna.Tengst Neytendatorgi þar sem neytendur skiptast á upplýsingum. Neytendaappið verður tengt heimasíðu samtakanna til að allir félagsmenni geti nýtt sér kosti þess. Neytendaappið er mikilvægt skref til að gera þjónustu Neytendasamtakanna sýnilegri og aðgengilegri fyrir ungt fólk, sem er jú líka neytendur. Við erum nefnilega öll neytendur. Stóra verkefnið er að fjölga félagsmönnum og efla Neytendasamtökin til að þau geti orðið öflugri málsvari Neytenda á öllum sviðum. Samtakamátturinn færir okkur afl til að vinna nýja sigra. Það skiptir máli að velja rétt á þeim krossgötum sem Neytendasamtökin standa nú á. Byggjum á því sem vel hefur verið gert og höldum ótrauð fram á við.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Arnarson Mest lesið Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Sjá meira
Fram undan er þing Neytendasamtakanna, sem haldið verður laugardaginn 22. október. Jóhannes Gunnarsson, sem leitt hefur samtökin um árabil, gefur ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku og því verður kosinn nýr formaður á þinginu. Ég er einn fimm frambjóðenda. Að mörgu leyti má segja að Neytendasamtökin standi á krossgötum. Starfið undanfarin ár hefur að mörgu leyti verið farsælt þó að enn sé lengt í land með að réttur neytenda hér á landi sé virtur og hagsmunir neytenda í fyrirrúmi hafðir, t.d. við lagasetningu og mótun starfsumhverfis einstakra atvinnugreina. Má þar sem dæmi nefna fjármálaþjónustu og landbúnað, líkt og nýgerðir búvörusamningar og -lög bera glöggt vitni um. Neytendasamtökin eru ekki stjórnvald heldur frjáls félagasamtök. Starf þeirra felst að verulegu leyti í því að halda á lofti hagsmunum neytenda og berjast fyrir rétti þeirra. Eitt mikilvægasta verkefni Neytendasamtakanna lýtur að því að því að neytendur á Íslandi séu vel upplýstir. Upplýstir t.d. um uppruna matvöru, innihald hennar og næringarinnihald. Í þessu efni skipta upplýsingar á umbúðum höfuðmáli. Ekki skiptir minna máli að neytendur séu upplýstir um rétt sinn. Staða neytenda á íslenskum fjármálamarkaði er afleit vegna ógegnsæi og fákeppni, sem hefur leitt af sér lakari kjör lántakenda hér á landi en annars staðar og óeðlilega gjaldtöku í bankakerfinu. Neytendasamtökin hafa ályktað gegn verðtryggingu á lánum til neytenda enda stuðlar verðtryggingin að vaxtaokri og ógegnsæi, auk þess sem hún setur alla áhættu, sem stafar af þróun verðlags í landinu, á herðar neytandans, sem er mjög óeðlilegt. Upplýsingamiðlun Neytendasamtakanna hefur frá upphafi farið að mestu fram í gegnum Neytendablaðið, en félagsmenn samtakanna eru áskrifendur að blaðinu og aðrir ekki. Þrátt fyrir að við lifum nú á stafrænni öld verður Neytendablaðið áfram þungamiðja upplýsingamiðlunar samtakanna. Heimasíða Neytendasamtakanna gegnir vaxandi hlutverki í miðlun upplýsinga til félagsmanna og inni á henni er svæði, sem einungis er opið félagsmönnum. Ég tel mikilvægt að efla upplýsingamiðlun á vegum Neytendasamtakanna, gera hana gagnvirka og færa upplýsingarnar í hendur félagsmanna hvar sem þeir eru staddir hverju sinni. Flestir neytendur nota snjallsíma og/eða spjaldtölvur. Það verður eitt af forgangsverkefnum mínum að Neytendasamtökin setji í umferð Neytendaappið, sem verður aðgengilegt félagsmönnum í gegnum snjalltæki. Í Neytendaappinu munu félagsmenn m.a. geta:Gert verðsamanburð á vörum og þjónustu.Fengið upplýsingar úr gagnabanka varðandi ýmis réttindamál neytenda og lög og reglur þar að lútandi.Komið með ábendingar, athugasemdir eða kvartanir til Neytendasamtakanna.Tengst Neytendatorgi þar sem neytendur skiptast á upplýsingum. Neytendaappið verður tengt heimasíðu samtakanna til að allir félagsmenni geti nýtt sér kosti þess. Neytendaappið er mikilvægt skref til að gera þjónustu Neytendasamtakanna sýnilegri og aðgengilegri fyrir ungt fólk, sem er jú líka neytendur. Við erum nefnilega öll neytendur. Stóra verkefnið er að fjölga félagsmönnum og efla Neytendasamtökin til að þau geti orðið öflugri málsvari Neytenda á öllum sviðum. Samtakamátturinn færir okkur afl til að vinna nýja sigra. Það skiptir máli að velja rétt á þeim krossgötum sem Neytendasamtökin standa nú á. Byggjum á því sem vel hefur verið gert og höldum ótrauð fram á við.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun