Neytendasamtökin á krossgötum Ólafur Arnarson skrifar 13. október 2016 07:00 Fram undan er þing Neytendasamtakanna, sem haldið verður laugardaginn 22. október. Jóhannes Gunnarsson, sem leitt hefur samtökin um árabil, gefur ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku og því verður kosinn nýr formaður á þinginu. Ég er einn fimm frambjóðenda. Að mörgu leyti má segja að Neytendasamtökin standi á krossgötum. Starfið undanfarin ár hefur að mörgu leyti verið farsælt þó að enn sé lengt í land með að réttur neytenda hér á landi sé virtur og hagsmunir neytenda í fyrirrúmi hafðir, t.d. við lagasetningu og mótun starfsumhverfis einstakra atvinnugreina. Má þar sem dæmi nefna fjármálaþjónustu og landbúnað, líkt og nýgerðir búvörusamningar og -lög bera glöggt vitni um. Neytendasamtökin eru ekki stjórnvald heldur frjáls félagasamtök. Starf þeirra felst að verulegu leyti í því að halda á lofti hagsmunum neytenda og berjast fyrir rétti þeirra. Eitt mikilvægasta verkefni Neytendasamtakanna lýtur að því að því að neytendur á Íslandi séu vel upplýstir. Upplýstir t.d. um uppruna matvöru, innihald hennar og næringarinnihald. Í þessu efni skipta upplýsingar á umbúðum höfuðmáli. Ekki skiptir minna máli að neytendur séu upplýstir um rétt sinn. Staða neytenda á íslenskum fjármálamarkaði er afleit vegna ógegnsæi og fákeppni, sem hefur leitt af sér lakari kjör lántakenda hér á landi en annars staðar og óeðlilega gjaldtöku í bankakerfinu. Neytendasamtökin hafa ályktað gegn verðtryggingu á lánum til neytenda enda stuðlar verðtryggingin að vaxtaokri og ógegnsæi, auk þess sem hún setur alla áhættu, sem stafar af þróun verðlags í landinu, á herðar neytandans, sem er mjög óeðlilegt. Upplýsingamiðlun Neytendasamtakanna hefur frá upphafi farið að mestu fram í gegnum Neytendablaðið, en félagsmenn samtakanna eru áskrifendur að blaðinu og aðrir ekki. Þrátt fyrir að við lifum nú á stafrænni öld verður Neytendablaðið áfram þungamiðja upplýsingamiðlunar samtakanna. Heimasíða Neytendasamtakanna gegnir vaxandi hlutverki í miðlun upplýsinga til félagsmanna og inni á henni er svæði, sem einungis er opið félagsmönnum. Ég tel mikilvægt að efla upplýsingamiðlun á vegum Neytendasamtakanna, gera hana gagnvirka og færa upplýsingarnar í hendur félagsmanna hvar sem þeir eru staddir hverju sinni. Flestir neytendur nota snjallsíma og/eða spjaldtölvur. Það verður eitt af forgangsverkefnum mínum að Neytendasamtökin setji í umferð Neytendaappið, sem verður aðgengilegt félagsmönnum í gegnum snjalltæki. Í Neytendaappinu munu félagsmenn m.a. geta:Gert verðsamanburð á vörum og þjónustu.Fengið upplýsingar úr gagnabanka varðandi ýmis réttindamál neytenda og lög og reglur þar að lútandi.Komið með ábendingar, athugasemdir eða kvartanir til Neytendasamtakanna.Tengst Neytendatorgi þar sem neytendur skiptast á upplýsingum. Neytendaappið verður tengt heimasíðu samtakanna til að allir félagsmenni geti nýtt sér kosti þess. Neytendaappið er mikilvægt skref til að gera þjónustu Neytendasamtakanna sýnilegri og aðgengilegri fyrir ungt fólk, sem er jú líka neytendur. Við erum nefnilega öll neytendur. Stóra verkefnið er að fjölga félagsmönnum og efla Neytendasamtökin til að þau geti orðið öflugri málsvari Neytenda á öllum sviðum. Samtakamátturinn færir okkur afl til að vinna nýja sigra. Það skiptir máli að velja rétt á þeim krossgötum sem Neytendasamtökin standa nú á. Byggjum á því sem vel hefur verið gert og höldum ótrauð fram á við.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Arnarson Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Fram undan er þing Neytendasamtakanna, sem haldið verður laugardaginn 22. október. Jóhannes Gunnarsson, sem leitt hefur samtökin um árabil, gefur ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku og því verður kosinn nýr formaður á þinginu. Ég er einn fimm frambjóðenda. Að mörgu leyti má segja að Neytendasamtökin standi á krossgötum. Starfið undanfarin ár hefur að mörgu leyti verið farsælt þó að enn sé lengt í land með að réttur neytenda hér á landi sé virtur og hagsmunir neytenda í fyrirrúmi hafðir, t.d. við lagasetningu og mótun starfsumhverfis einstakra atvinnugreina. Má þar sem dæmi nefna fjármálaþjónustu og landbúnað, líkt og nýgerðir búvörusamningar og -lög bera glöggt vitni um. Neytendasamtökin eru ekki stjórnvald heldur frjáls félagasamtök. Starf þeirra felst að verulegu leyti í því að halda á lofti hagsmunum neytenda og berjast fyrir rétti þeirra. Eitt mikilvægasta verkefni Neytendasamtakanna lýtur að því að því að neytendur á Íslandi séu vel upplýstir. Upplýstir t.d. um uppruna matvöru, innihald hennar og næringarinnihald. Í þessu efni skipta upplýsingar á umbúðum höfuðmáli. Ekki skiptir minna máli að neytendur séu upplýstir um rétt sinn. Staða neytenda á íslenskum fjármálamarkaði er afleit vegna ógegnsæi og fákeppni, sem hefur leitt af sér lakari kjör lántakenda hér á landi en annars staðar og óeðlilega gjaldtöku í bankakerfinu. Neytendasamtökin hafa ályktað gegn verðtryggingu á lánum til neytenda enda stuðlar verðtryggingin að vaxtaokri og ógegnsæi, auk þess sem hún setur alla áhættu, sem stafar af þróun verðlags í landinu, á herðar neytandans, sem er mjög óeðlilegt. Upplýsingamiðlun Neytendasamtakanna hefur frá upphafi farið að mestu fram í gegnum Neytendablaðið, en félagsmenn samtakanna eru áskrifendur að blaðinu og aðrir ekki. Þrátt fyrir að við lifum nú á stafrænni öld verður Neytendablaðið áfram þungamiðja upplýsingamiðlunar samtakanna. Heimasíða Neytendasamtakanna gegnir vaxandi hlutverki í miðlun upplýsinga til félagsmanna og inni á henni er svæði, sem einungis er opið félagsmönnum. Ég tel mikilvægt að efla upplýsingamiðlun á vegum Neytendasamtakanna, gera hana gagnvirka og færa upplýsingarnar í hendur félagsmanna hvar sem þeir eru staddir hverju sinni. Flestir neytendur nota snjallsíma og/eða spjaldtölvur. Það verður eitt af forgangsverkefnum mínum að Neytendasamtökin setji í umferð Neytendaappið, sem verður aðgengilegt félagsmönnum í gegnum snjalltæki. Í Neytendaappinu munu félagsmenn m.a. geta:Gert verðsamanburð á vörum og þjónustu.Fengið upplýsingar úr gagnabanka varðandi ýmis réttindamál neytenda og lög og reglur þar að lútandi.Komið með ábendingar, athugasemdir eða kvartanir til Neytendasamtakanna.Tengst Neytendatorgi þar sem neytendur skiptast á upplýsingum. Neytendaappið verður tengt heimasíðu samtakanna til að allir félagsmenni geti nýtt sér kosti þess. Neytendaappið er mikilvægt skref til að gera þjónustu Neytendasamtakanna sýnilegri og aðgengilegri fyrir ungt fólk, sem er jú líka neytendur. Við erum nefnilega öll neytendur. Stóra verkefnið er að fjölga félagsmönnum og efla Neytendasamtökin til að þau geti orðið öflugri málsvari Neytenda á öllum sviðum. Samtakamátturinn færir okkur afl til að vinna nýja sigra. Það skiptir máli að velja rétt á þeim krossgötum sem Neytendasamtökin standa nú á. Byggjum á því sem vel hefur verið gert og höldum ótrauð fram á við.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar