Neytendasamtökin á krossgötum Ólafur Arnarson skrifar 13. október 2016 07:00 Fram undan er þing Neytendasamtakanna, sem haldið verður laugardaginn 22. október. Jóhannes Gunnarsson, sem leitt hefur samtökin um árabil, gefur ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku og því verður kosinn nýr formaður á þinginu. Ég er einn fimm frambjóðenda. Að mörgu leyti má segja að Neytendasamtökin standi á krossgötum. Starfið undanfarin ár hefur að mörgu leyti verið farsælt þó að enn sé lengt í land með að réttur neytenda hér á landi sé virtur og hagsmunir neytenda í fyrirrúmi hafðir, t.d. við lagasetningu og mótun starfsumhverfis einstakra atvinnugreina. Má þar sem dæmi nefna fjármálaþjónustu og landbúnað, líkt og nýgerðir búvörusamningar og -lög bera glöggt vitni um. Neytendasamtökin eru ekki stjórnvald heldur frjáls félagasamtök. Starf þeirra felst að verulegu leyti í því að halda á lofti hagsmunum neytenda og berjast fyrir rétti þeirra. Eitt mikilvægasta verkefni Neytendasamtakanna lýtur að því að því að neytendur á Íslandi séu vel upplýstir. Upplýstir t.d. um uppruna matvöru, innihald hennar og næringarinnihald. Í þessu efni skipta upplýsingar á umbúðum höfuðmáli. Ekki skiptir minna máli að neytendur séu upplýstir um rétt sinn. Staða neytenda á íslenskum fjármálamarkaði er afleit vegna ógegnsæi og fákeppni, sem hefur leitt af sér lakari kjör lántakenda hér á landi en annars staðar og óeðlilega gjaldtöku í bankakerfinu. Neytendasamtökin hafa ályktað gegn verðtryggingu á lánum til neytenda enda stuðlar verðtryggingin að vaxtaokri og ógegnsæi, auk þess sem hún setur alla áhættu, sem stafar af þróun verðlags í landinu, á herðar neytandans, sem er mjög óeðlilegt. Upplýsingamiðlun Neytendasamtakanna hefur frá upphafi farið að mestu fram í gegnum Neytendablaðið, en félagsmenn samtakanna eru áskrifendur að blaðinu og aðrir ekki. Þrátt fyrir að við lifum nú á stafrænni öld verður Neytendablaðið áfram þungamiðja upplýsingamiðlunar samtakanna. Heimasíða Neytendasamtakanna gegnir vaxandi hlutverki í miðlun upplýsinga til félagsmanna og inni á henni er svæði, sem einungis er opið félagsmönnum. Ég tel mikilvægt að efla upplýsingamiðlun á vegum Neytendasamtakanna, gera hana gagnvirka og færa upplýsingarnar í hendur félagsmanna hvar sem þeir eru staddir hverju sinni. Flestir neytendur nota snjallsíma og/eða spjaldtölvur. Það verður eitt af forgangsverkefnum mínum að Neytendasamtökin setji í umferð Neytendaappið, sem verður aðgengilegt félagsmönnum í gegnum snjalltæki. Í Neytendaappinu munu félagsmenn m.a. geta:Gert verðsamanburð á vörum og þjónustu.Fengið upplýsingar úr gagnabanka varðandi ýmis réttindamál neytenda og lög og reglur þar að lútandi.Komið með ábendingar, athugasemdir eða kvartanir til Neytendasamtakanna.Tengst Neytendatorgi þar sem neytendur skiptast á upplýsingum. Neytendaappið verður tengt heimasíðu samtakanna til að allir félagsmenni geti nýtt sér kosti þess. Neytendaappið er mikilvægt skref til að gera þjónustu Neytendasamtakanna sýnilegri og aðgengilegri fyrir ungt fólk, sem er jú líka neytendur. Við erum nefnilega öll neytendur. Stóra verkefnið er að fjölga félagsmönnum og efla Neytendasamtökin til að þau geti orðið öflugri málsvari Neytenda á öllum sviðum. Samtakamátturinn færir okkur afl til að vinna nýja sigra. Það skiptir máli að velja rétt á þeim krossgötum sem Neytendasamtökin standa nú á. Byggjum á því sem vel hefur verið gert og höldum ótrauð fram á við.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Arnarson Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Fram undan er þing Neytendasamtakanna, sem haldið verður laugardaginn 22. október. Jóhannes Gunnarsson, sem leitt hefur samtökin um árabil, gefur ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku og því verður kosinn nýr formaður á þinginu. Ég er einn fimm frambjóðenda. Að mörgu leyti má segja að Neytendasamtökin standi á krossgötum. Starfið undanfarin ár hefur að mörgu leyti verið farsælt þó að enn sé lengt í land með að réttur neytenda hér á landi sé virtur og hagsmunir neytenda í fyrirrúmi hafðir, t.d. við lagasetningu og mótun starfsumhverfis einstakra atvinnugreina. Má þar sem dæmi nefna fjármálaþjónustu og landbúnað, líkt og nýgerðir búvörusamningar og -lög bera glöggt vitni um. Neytendasamtökin eru ekki stjórnvald heldur frjáls félagasamtök. Starf þeirra felst að verulegu leyti í því að halda á lofti hagsmunum neytenda og berjast fyrir rétti þeirra. Eitt mikilvægasta verkefni Neytendasamtakanna lýtur að því að því að neytendur á Íslandi séu vel upplýstir. Upplýstir t.d. um uppruna matvöru, innihald hennar og næringarinnihald. Í þessu efni skipta upplýsingar á umbúðum höfuðmáli. Ekki skiptir minna máli að neytendur séu upplýstir um rétt sinn. Staða neytenda á íslenskum fjármálamarkaði er afleit vegna ógegnsæi og fákeppni, sem hefur leitt af sér lakari kjör lántakenda hér á landi en annars staðar og óeðlilega gjaldtöku í bankakerfinu. Neytendasamtökin hafa ályktað gegn verðtryggingu á lánum til neytenda enda stuðlar verðtryggingin að vaxtaokri og ógegnsæi, auk þess sem hún setur alla áhættu, sem stafar af þróun verðlags í landinu, á herðar neytandans, sem er mjög óeðlilegt. Upplýsingamiðlun Neytendasamtakanna hefur frá upphafi farið að mestu fram í gegnum Neytendablaðið, en félagsmenn samtakanna eru áskrifendur að blaðinu og aðrir ekki. Þrátt fyrir að við lifum nú á stafrænni öld verður Neytendablaðið áfram þungamiðja upplýsingamiðlunar samtakanna. Heimasíða Neytendasamtakanna gegnir vaxandi hlutverki í miðlun upplýsinga til félagsmanna og inni á henni er svæði, sem einungis er opið félagsmönnum. Ég tel mikilvægt að efla upplýsingamiðlun á vegum Neytendasamtakanna, gera hana gagnvirka og færa upplýsingarnar í hendur félagsmanna hvar sem þeir eru staddir hverju sinni. Flestir neytendur nota snjallsíma og/eða spjaldtölvur. Það verður eitt af forgangsverkefnum mínum að Neytendasamtökin setji í umferð Neytendaappið, sem verður aðgengilegt félagsmönnum í gegnum snjalltæki. Í Neytendaappinu munu félagsmenn m.a. geta:Gert verðsamanburð á vörum og þjónustu.Fengið upplýsingar úr gagnabanka varðandi ýmis réttindamál neytenda og lög og reglur þar að lútandi.Komið með ábendingar, athugasemdir eða kvartanir til Neytendasamtakanna.Tengst Neytendatorgi þar sem neytendur skiptast á upplýsingum. Neytendaappið verður tengt heimasíðu samtakanna til að allir félagsmenni geti nýtt sér kosti þess. Neytendaappið er mikilvægt skref til að gera þjónustu Neytendasamtakanna sýnilegri og aðgengilegri fyrir ungt fólk, sem er jú líka neytendur. Við erum nefnilega öll neytendur. Stóra verkefnið er að fjölga félagsmönnum og efla Neytendasamtökin til að þau geti orðið öflugri málsvari Neytenda á öllum sviðum. Samtakamátturinn færir okkur afl til að vinna nýja sigra. Það skiptir máli að velja rétt á þeim krossgötum sem Neytendasamtökin standa nú á. Byggjum á því sem vel hefur verið gert og höldum ótrauð fram á við.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun