Lengsta þingi sögunnar frestað Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. október 2016 13:31 Alþingi snýr aftur að loknum kosningum. vísir/eyþór 145. þingi Alþingis var frestað í dag. Er það lengsta þingið talið í þingfundardögum eða 147 dagar alls. Þing kemur aftur saman eftir kosningarnar sem fara fram 29. október næstkomandi. Einar K. Guðfinnson, forseti Alþingis, flutti ræðu áður en að Sigurður Ingi Jóhannsson frestaði fundum þingsins. Sagði Einar að þingið hefði verið langt, starfsamt og annasamt. Það þing sem næst kemst því þingi sem var frestað í dag að lengd var 116. þing sem hófst 17. ágúst 1992. Þá voru þingfundadagar 131. „Þetta langa þing hefur haft ýmislegt í för með sér. Meðal annars hafa ráðherrar aldrei svarað óundirbúið mörgum fyrirspurnum frá þingmönnum eða 347 fyrirspurnum,“ sagði Einar og bætti við að aldrei hafi fleiri þingsályktunartillögur verið samþykktar á þingi, 72 ályktanir alls. Sagði hann ekkert háleitara það en að vinna í umboði almennings að framfaramálum. Sagði hann mögulegt að neikvæð viðhorf til stjórnmála hefðu orðið til þess að beina ungu fólki inn á aðrar brautir en Alþingi. Hvatti hann ungt fólk til þess að hasla sér völl í stjórnmálum og freista þess að ná kjöri. Einar, sem ekki snýr aftur á þing, þakkaði fyrir sig og sagði að sér hefði fundist gott að starfa á þingi. Svandís Svavarsdóttir færði honum þakkir þingheims og afhenti honum blómvönd. Ýmis frumvörp voru samþykkt á lokametrum þingsins. Þar á meðal var frumvarp um fasteignalán til neytenda, frumvarp um aðgerðir stjórnvalda gegn skattsvikum, frumvarp um útlendinga, frumvarp um Grænlandssjóð og frumvarp um millidómsstig. Þá voru samþykktar þingsályktunartillögur um að utanríkisráðherra yrði falið að sækja um aðild Íslands að Geimvísindastofnun Evrópu auk tillögu til þingsályktunar um hvernig minnast skuli aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands. Alþingi Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Sjá meira
145. þingi Alþingis var frestað í dag. Er það lengsta þingið talið í þingfundardögum eða 147 dagar alls. Þing kemur aftur saman eftir kosningarnar sem fara fram 29. október næstkomandi. Einar K. Guðfinnson, forseti Alþingis, flutti ræðu áður en að Sigurður Ingi Jóhannsson frestaði fundum þingsins. Sagði Einar að þingið hefði verið langt, starfsamt og annasamt. Það þing sem næst kemst því þingi sem var frestað í dag að lengd var 116. þing sem hófst 17. ágúst 1992. Þá voru þingfundadagar 131. „Þetta langa þing hefur haft ýmislegt í för með sér. Meðal annars hafa ráðherrar aldrei svarað óundirbúið mörgum fyrirspurnum frá þingmönnum eða 347 fyrirspurnum,“ sagði Einar og bætti við að aldrei hafi fleiri þingsályktunartillögur verið samþykktar á þingi, 72 ályktanir alls. Sagði hann ekkert háleitara það en að vinna í umboði almennings að framfaramálum. Sagði hann mögulegt að neikvæð viðhorf til stjórnmála hefðu orðið til þess að beina ungu fólki inn á aðrar brautir en Alþingi. Hvatti hann ungt fólk til þess að hasla sér völl í stjórnmálum og freista þess að ná kjöri. Einar, sem ekki snýr aftur á þing, þakkaði fyrir sig og sagði að sér hefði fundist gott að starfa á þingi. Svandís Svavarsdóttir færði honum þakkir þingheims og afhenti honum blómvönd. Ýmis frumvörp voru samþykkt á lokametrum þingsins. Þar á meðal var frumvarp um fasteignalán til neytenda, frumvarp um aðgerðir stjórnvalda gegn skattsvikum, frumvarp um útlendinga, frumvarp um Grænlandssjóð og frumvarp um millidómsstig. Þá voru samþykktar þingsályktunartillögur um að utanríkisráðherra yrði falið að sækja um aðild Íslands að Geimvísindastofnun Evrópu auk tillögu til þingsályktunar um hvernig minnast skuli aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands.
Alþingi Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Sjá meira