Framleiðandi The Apprentice fordæmir framboð Trump Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 13. október 2016 22:00 Burnett og Trump meðan allt lék í lyndi. Vísir/Getty Mark Burnett, sjónvarpsþáttaframleiðandinn sem kom Donald Trump á kortið með þáttunum The Apprentice, hefur gefið út yfirlýsingu þar sem hann fordæmir forsetaframboð Trump. Burnett segist afneita „hatrinu, misskiptingunni og kvenhatrinu sem hefur verið mjög óheppilegur hluti af kosningabaráttu hans.“ Yfirlýsing Burnett birtist samhliða því að fjöldi kvenna hefur ásakað Trump um kynferðisbrot. Síðustu daga hafa fjölmargir krafist þess að Burnett birti efni frá tökum á The Apprentice, en margir þeirra sem störfuðu við gerð þáttanna hafa sagt að þar megi finna efni þar sem Trump sést haga sér á groddalegan og særandi hátt. Burnett segist ekki hafa lagalegan rétt til að birta efni frá The Apprentice, og vill ekki gefa upp hvort slíkt efni sé til. Metro-Goldwyn-Mayer, fyrirtækið sem á framleiðslufyrirtæki Burnett og skrár þess, tekur í sama streng.Sjá einnig:Konur saka Trump um kynferðisbrot Samkvæmt heimildum The New York Times, þarf að fá leyfi frá Trump til að birta áður óútgefið efni úr þáttunum, og er það hluti af samningi Trump frá gerð þáttarins. Slíkar klausur eru víst ekki óalgengar við gerð raunveruleikasjónvarps. Hins vegar hafa margir bent á að slíkar klausur eigi aðeins við í þeim tilvikum þar sem beinn hagnaður er af birtingu efnisins, til dæmis ef gera ætti annan þátt. Hún eigi þó ekki við ef um heimild er að ræða. Talið er að Mark Burnett vilji einfaldlega halda Trump góðum og neiti þess vegna að birta efnið. Raddirnar sem krefjast þess að myndefnið sé birt eru orðnar nokkuð háværar og talið er að Mark Burnett geti ráðið niðurlögum Trump. Til að mynda hafa fjölmargir undirskriftasafnanir sprottið upp á netinu og kvenréttindahópurinn UltraViolet hyggst fljúga til Los Angeles og krefjast þess að MGM og NBC birti efnið, en The Apprentice eru sýndir á NBC. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Konur saka Trump um kynferðisbrot Hneykslismálin sem dunið hafa á forsetaframbjóðandanum Donald Trump virðast engan enda ætla að taka. 13. október 2016 07:40 Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Fleiri fréttir Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Sjá meira
Mark Burnett, sjónvarpsþáttaframleiðandinn sem kom Donald Trump á kortið með þáttunum The Apprentice, hefur gefið út yfirlýsingu þar sem hann fordæmir forsetaframboð Trump. Burnett segist afneita „hatrinu, misskiptingunni og kvenhatrinu sem hefur verið mjög óheppilegur hluti af kosningabaráttu hans.“ Yfirlýsing Burnett birtist samhliða því að fjöldi kvenna hefur ásakað Trump um kynferðisbrot. Síðustu daga hafa fjölmargir krafist þess að Burnett birti efni frá tökum á The Apprentice, en margir þeirra sem störfuðu við gerð þáttanna hafa sagt að þar megi finna efni þar sem Trump sést haga sér á groddalegan og særandi hátt. Burnett segist ekki hafa lagalegan rétt til að birta efni frá The Apprentice, og vill ekki gefa upp hvort slíkt efni sé til. Metro-Goldwyn-Mayer, fyrirtækið sem á framleiðslufyrirtæki Burnett og skrár þess, tekur í sama streng.Sjá einnig:Konur saka Trump um kynferðisbrot Samkvæmt heimildum The New York Times, þarf að fá leyfi frá Trump til að birta áður óútgefið efni úr þáttunum, og er það hluti af samningi Trump frá gerð þáttarins. Slíkar klausur eru víst ekki óalgengar við gerð raunveruleikasjónvarps. Hins vegar hafa margir bent á að slíkar klausur eigi aðeins við í þeim tilvikum þar sem beinn hagnaður er af birtingu efnisins, til dæmis ef gera ætti annan þátt. Hún eigi þó ekki við ef um heimild er að ræða. Talið er að Mark Burnett vilji einfaldlega halda Trump góðum og neiti þess vegna að birta efnið. Raddirnar sem krefjast þess að myndefnið sé birt eru orðnar nokkuð háværar og talið er að Mark Burnett geti ráðið niðurlögum Trump. Til að mynda hafa fjölmargir undirskriftasafnanir sprottið upp á netinu og kvenréttindahópurinn UltraViolet hyggst fljúga til Los Angeles og krefjast þess að MGM og NBC birti efnið, en The Apprentice eru sýndir á NBC.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Konur saka Trump um kynferðisbrot Hneykslismálin sem dunið hafa á forsetaframbjóðandanum Donald Trump virðast engan enda ætla að taka. 13. október 2016 07:40 Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Fleiri fréttir Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Sjá meira
Konur saka Trump um kynferðisbrot Hneykslismálin sem dunið hafa á forsetaframbjóðandanum Donald Trump virðast engan enda ætla að taka. 13. október 2016 07:40