Konur saka Trump um kynferðisbrot Samúel Karl Ólason skrifar 13. október 2016 07:40 Donald Trump. Vísir/Getty Hneykslismálin sem dunið hafa á forsetaframbjóðandanum Donald Trump virðast engan enda ætla að taka. Allt frá því að myndband birtist þar sem Trump heyrist segja mörg miður falleg orð um konur hefur fjöldi kvenna stigið fram og sakað hann um áreiti í gegnum árin. Það sem einna mesta hneykslan hefur valdið er myndbrot úr sjónvarpsþætti frá árinu 1992 þar sem Trump ræðir við tíu ára gamla stúlku í höfuðstöðvum sínum. Þegar stúlkan er farin, snýr hann sér að myndavélinni og segir að eftir önnur tíu ár muni hann fara með hana á stefnumót.Minnst ellefu konur hafa stigið fram opinberlega á síðasta sólarhring og sakað Donald Trump um kynferðislega áreitni, kynferðisbrot eða óviðeigandi hegðun. Það byrjaði á því að sigurvegari í táningakeppni Ungfrú Bandaríkjanna sagði frá því að Trump hefði átt það til að ganga inn á stúlkurnar þegar þær voru að skipta um föt.Trump hafði reyndar montað sig af því að geta það í viðtali við Howard Stern. Á vef Quartz er farið yfir þær ásakanir sem hafa verið lagðar fram á síðasta sólarhring. Einnig er farið yfir fyrri ásakanir gegn Trump. Á síðasta sólarhring hefur Trump verið sakaður um að að káfa á konum og kyssa þær. Nokkrar konur sem tóku þátt í fegurðarsamkeppnum segja hann hafa stundað það að ganga inn á keppendur þegar þær voru að skipta um föt. Hann hafi jafnvel gengið reglulega inn á táninga sem voru 15 ára gamlar. Kona sem sat við hlið Trump í flugvél segir hann hafa káfað á brjóstum sínum og reynt að stinga hendinni undir pils hennar. Önnur kona segir hann hafa kysst sig á munninn við þeirra fyrstu kynni og hann hafi ekki viljað sleppa henni. Þá segir blaðamaður People frá því að Trump hafi ýtt sér upp að vegg og „troðið tungunni“ upp í sig. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Sjá meira
Hneykslismálin sem dunið hafa á forsetaframbjóðandanum Donald Trump virðast engan enda ætla að taka. Allt frá því að myndband birtist þar sem Trump heyrist segja mörg miður falleg orð um konur hefur fjöldi kvenna stigið fram og sakað hann um áreiti í gegnum árin. Það sem einna mesta hneykslan hefur valdið er myndbrot úr sjónvarpsþætti frá árinu 1992 þar sem Trump ræðir við tíu ára gamla stúlku í höfuðstöðvum sínum. Þegar stúlkan er farin, snýr hann sér að myndavélinni og segir að eftir önnur tíu ár muni hann fara með hana á stefnumót.Minnst ellefu konur hafa stigið fram opinberlega á síðasta sólarhring og sakað Donald Trump um kynferðislega áreitni, kynferðisbrot eða óviðeigandi hegðun. Það byrjaði á því að sigurvegari í táningakeppni Ungfrú Bandaríkjanna sagði frá því að Trump hefði átt það til að ganga inn á stúlkurnar þegar þær voru að skipta um föt.Trump hafði reyndar montað sig af því að geta það í viðtali við Howard Stern. Á vef Quartz er farið yfir þær ásakanir sem hafa verið lagðar fram á síðasta sólarhring. Einnig er farið yfir fyrri ásakanir gegn Trump. Á síðasta sólarhring hefur Trump verið sakaður um að að káfa á konum og kyssa þær. Nokkrar konur sem tóku þátt í fegurðarsamkeppnum segja hann hafa stundað það að ganga inn á keppendur þegar þær voru að skipta um föt. Hann hafi jafnvel gengið reglulega inn á táninga sem voru 15 ára gamlar. Kona sem sat við hlið Trump í flugvél segir hann hafa káfað á brjóstum sínum og reynt að stinga hendinni undir pils hennar. Önnur kona segir hann hafa kysst sig á munninn við þeirra fyrstu kynni og hann hafi ekki viljað sleppa henni. Þá segir blaðamaður People frá því að Trump hafi ýtt sér upp að vegg og „troðið tungunni“ upp í sig.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Sjá meira