Framleiðandi The Apprentice fordæmir framboð Trump Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 13. október 2016 22:00 Burnett og Trump meðan allt lék í lyndi. Vísir/Getty Mark Burnett, sjónvarpsþáttaframleiðandinn sem kom Donald Trump á kortið með þáttunum The Apprentice, hefur gefið út yfirlýsingu þar sem hann fordæmir forsetaframboð Trump. Burnett segist afneita „hatrinu, misskiptingunni og kvenhatrinu sem hefur verið mjög óheppilegur hluti af kosningabaráttu hans.“ Yfirlýsing Burnett birtist samhliða því að fjöldi kvenna hefur ásakað Trump um kynferðisbrot. Síðustu daga hafa fjölmargir krafist þess að Burnett birti efni frá tökum á The Apprentice, en margir þeirra sem störfuðu við gerð þáttanna hafa sagt að þar megi finna efni þar sem Trump sést haga sér á groddalegan og særandi hátt. Burnett segist ekki hafa lagalegan rétt til að birta efni frá The Apprentice, og vill ekki gefa upp hvort slíkt efni sé til. Metro-Goldwyn-Mayer, fyrirtækið sem á framleiðslufyrirtæki Burnett og skrár þess, tekur í sama streng.Sjá einnig:Konur saka Trump um kynferðisbrot Samkvæmt heimildum The New York Times, þarf að fá leyfi frá Trump til að birta áður óútgefið efni úr þáttunum, og er það hluti af samningi Trump frá gerð þáttarins. Slíkar klausur eru víst ekki óalgengar við gerð raunveruleikasjónvarps. Hins vegar hafa margir bent á að slíkar klausur eigi aðeins við í þeim tilvikum þar sem beinn hagnaður er af birtingu efnisins, til dæmis ef gera ætti annan þátt. Hún eigi þó ekki við ef um heimild er að ræða. Talið er að Mark Burnett vilji einfaldlega halda Trump góðum og neiti þess vegna að birta efnið. Raddirnar sem krefjast þess að myndefnið sé birt eru orðnar nokkuð háværar og talið er að Mark Burnett geti ráðið niðurlögum Trump. Til að mynda hafa fjölmargir undirskriftasafnanir sprottið upp á netinu og kvenréttindahópurinn UltraViolet hyggst fljúga til Los Angeles og krefjast þess að MGM og NBC birti efnið, en The Apprentice eru sýndir á NBC. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Konur saka Trump um kynferðisbrot Hneykslismálin sem dunið hafa á forsetaframbjóðandanum Donald Trump virðast engan enda ætla að taka. 13. október 2016 07:40 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Sjá meira
Mark Burnett, sjónvarpsþáttaframleiðandinn sem kom Donald Trump á kortið með þáttunum The Apprentice, hefur gefið út yfirlýsingu þar sem hann fordæmir forsetaframboð Trump. Burnett segist afneita „hatrinu, misskiptingunni og kvenhatrinu sem hefur verið mjög óheppilegur hluti af kosningabaráttu hans.“ Yfirlýsing Burnett birtist samhliða því að fjöldi kvenna hefur ásakað Trump um kynferðisbrot. Síðustu daga hafa fjölmargir krafist þess að Burnett birti efni frá tökum á The Apprentice, en margir þeirra sem störfuðu við gerð þáttanna hafa sagt að þar megi finna efni þar sem Trump sést haga sér á groddalegan og særandi hátt. Burnett segist ekki hafa lagalegan rétt til að birta efni frá The Apprentice, og vill ekki gefa upp hvort slíkt efni sé til. Metro-Goldwyn-Mayer, fyrirtækið sem á framleiðslufyrirtæki Burnett og skrár þess, tekur í sama streng.Sjá einnig:Konur saka Trump um kynferðisbrot Samkvæmt heimildum The New York Times, þarf að fá leyfi frá Trump til að birta áður óútgefið efni úr þáttunum, og er það hluti af samningi Trump frá gerð þáttarins. Slíkar klausur eru víst ekki óalgengar við gerð raunveruleikasjónvarps. Hins vegar hafa margir bent á að slíkar klausur eigi aðeins við í þeim tilvikum þar sem beinn hagnaður er af birtingu efnisins, til dæmis ef gera ætti annan þátt. Hún eigi þó ekki við ef um heimild er að ræða. Talið er að Mark Burnett vilji einfaldlega halda Trump góðum og neiti þess vegna að birta efnið. Raddirnar sem krefjast þess að myndefnið sé birt eru orðnar nokkuð háværar og talið er að Mark Burnett geti ráðið niðurlögum Trump. Til að mynda hafa fjölmargir undirskriftasafnanir sprottið upp á netinu og kvenréttindahópurinn UltraViolet hyggst fljúga til Los Angeles og krefjast þess að MGM og NBC birti efnið, en The Apprentice eru sýndir á NBC.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Konur saka Trump um kynferðisbrot Hneykslismálin sem dunið hafa á forsetaframbjóðandanum Donald Trump virðast engan enda ætla að taka. 13. október 2016 07:40 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Sjá meira
Konur saka Trump um kynferðisbrot Hneykslismálin sem dunið hafa á forsetaframbjóðandanum Donald Trump virðast engan enda ætla að taka. 13. október 2016 07:40
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila