Sigur jafnaðarmennskunnar Stefán Jón Hafstein skrifar 19. október 2016 00:00 Miðað við kosningabaráttuna sýnist óhætt að lýsa jafnaðarhugsjónina sigurvegara í keppninni um þingsæti. Langflestir þeirra sem vilja teljast málsmetandi grípa til hugtaka og lausna úr hugmyndafræði jafnaðarmanna og gera að sínum, enda stærstur hluti Íslendinga hliðhollur jöfnuði og almennri velferð. Undirritaður tók kosningapróf sem sýndi að hann, frjálslyndur og alþjóðlega sinnaður jafnaðarmaður, á 70-80% samleið með fjölda frambjóðenda í hvorki meira né minna en fimm flokkum í sínu kjördæmi. En við þurfum ekki smálagfæringar eða samsafn „réttlætismála“ fyrir tiltekna hópa eins og tíðkast í orðaleppum flokkanna. Heldur breiðvirkar og mótandi breytingar sem eru markverðar og varanlegar og hafa áhrif á íslenskt samfélag til aukins jafnaðar. Þau sem almennt séð eru sammála um slíkt eiga að segja kjósendum fyrir kosningar að í þeim anda muni þau starfa saman. Hér er tillaga að verkefnalista sem varðar jöfnuð:Efnahagslegur jöfnuður: 1) Skýr áform um að færa auðlindarentuna til landsmanna frá þeim sem nýta fiskimiðin, orkuna og náttúruna sem aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Þetta gerist táknrænt með því að færa ákvæði um sameign þjóðarinnar inn í stjórnarskrá, en beinlínis með blöndu af einföldum leiðum sem þegar er búið að benda á. Þennan auð þarf að nýta til að byggja upp félagslega innviði sem öllum gagnast, heilsugæslu, menntun og samgöngur og á ekki að taka í einkaneyslu. Því Ísland, þetta ríka land, er að grotna niður innanfrá. Á þessu græðir unga fólkið mest. 2) Stighækkandi skattar á tekjur, eignir og neyslu samhliða einfölduðum bóta- og tryggingaleiðum. Taka tilbaka eigna- og tekjufærsluna frá aldamótum til hinna ríku. Pólitísk samstaða næst frekar ef tekjuöflunarleiðir haldast í hendur við velferðarkerfisbreytingar sem eru réttlátar og gagnast þeim best sem helst þurfa á að halda.Pólitískur jöfnuður: 3) Jafna atkvæðisrétt. 4) Koma á ákvæði í stjórnarskrá sem leyfir „málskot“ tiltekins hóps fólks til að setja valdastofnunum skorður með þjóðaratkvæðagreiðslum. Verður að vera raunhæft úrræði og lifandi möguleiki. 5) Reka fjölbreyttar menningarstofnanir, svo sem almannaútvarp og internet fyrir alla og víðtækt upplýsingafrelsi, til að vega upp á móti valdi markaðsaflanna.Félagslegur jöfnuður: 6) Fjármagna félagslegar lausnir í húsnæðismálum. Færa áherslur frekar í átt til námsmanna og barnafólks; LÍN verði jöfnunartæki fyrir menntun heima og erlendis. 7) Færa niður skuldir ríkisins til hagsbóta fyrir komandi kynslóðir með því að létta framtíðarskuldbindingum af unga fólkinu og komandi skattgreiðendum.Jöfnuður fjármagns og fólks: 8) Hnika valdahlutföllum neytendum í hag frá fáokun og markaðsmisnotkun. Neytendavernd kallar á ákvarðanir um að takmarka sjálftökurétt banka, tryggingafélaga og samþjappaðra fyrirtækja á markaði. Efla skattaeftirlit í landi þar sem eru árleg undanskot upp á 80 milljarða; skapa fjármálaeftirlit sem vakir yfir hagsmunum neytenda (og kemur í veg fyrir stuld um hábjartan dag eins og salan á Borgun, Símanum og Högum eru dæmi um ásamt aðför tryggingafélaganna að neytendum); samkeppniseftirlit sem sundrar fákeppni.Pólitískur möguleiki? Sé litið til tíðinda á vettvangi stjórnmálanna og hvernig flokkar setja sig í samhengi við kosningar í haust má sjá að bandamenn um svona grundvallarbreytingar gætu orðið Píratar, VG, Samfylking og Viðreisn. Því miður virðist Björt framtíð velja afstöðuleysi, en kann að brá af henni. Nýlegar ályktanir og stefnuyfirlýsingar þessara flokka hafa þann breiða grunn að geyma og skírskotun til almannahagsmuna sem duga til að mynda ríkisstjórn um svona ramma. Í fyrsta sinn í langan tíma á Íslandi gæti myndast ný pólitísk vídd sem er ekki persónulega eða hagsmuna- og stofnanabundin fortíðinni. Skil kunna að myndast. Tveir af þessum flokkum gætu komið með þann ferskleika sem fylgir því að hafa næstum hreint borð, hinir tveir hafa engu að tapa nema ærunni ef þeir bjóða ekki fram fólk sem hefur burði til að standa undir fegurstu hugsjón sem stjórnmálin kunna frá að greina og koma henni í framkvæmd.Höfundur er samfélagsrýnir og birti nýlega ítarlega grein um jöfnuð sem skoða má í heild á stefanjon.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Stefán Jón Hafstein Mest lesið Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Miðað við kosningabaráttuna sýnist óhætt að lýsa jafnaðarhugsjónina sigurvegara í keppninni um þingsæti. Langflestir þeirra sem vilja teljast málsmetandi grípa til hugtaka og lausna úr hugmyndafræði jafnaðarmanna og gera að sínum, enda stærstur hluti Íslendinga hliðhollur jöfnuði og almennri velferð. Undirritaður tók kosningapróf sem sýndi að hann, frjálslyndur og alþjóðlega sinnaður jafnaðarmaður, á 70-80% samleið með fjölda frambjóðenda í hvorki meira né minna en fimm flokkum í sínu kjördæmi. En við þurfum ekki smálagfæringar eða samsafn „réttlætismála“ fyrir tiltekna hópa eins og tíðkast í orðaleppum flokkanna. Heldur breiðvirkar og mótandi breytingar sem eru markverðar og varanlegar og hafa áhrif á íslenskt samfélag til aukins jafnaðar. Þau sem almennt séð eru sammála um slíkt eiga að segja kjósendum fyrir kosningar að í þeim anda muni þau starfa saman. Hér er tillaga að verkefnalista sem varðar jöfnuð:Efnahagslegur jöfnuður: 1) Skýr áform um að færa auðlindarentuna til landsmanna frá þeim sem nýta fiskimiðin, orkuna og náttúruna sem aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Þetta gerist táknrænt með því að færa ákvæði um sameign þjóðarinnar inn í stjórnarskrá, en beinlínis með blöndu af einföldum leiðum sem þegar er búið að benda á. Þennan auð þarf að nýta til að byggja upp félagslega innviði sem öllum gagnast, heilsugæslu, menntun og samgöngur og á ekki að taka í einkaneyslu. Því Ísland, þetta ríka land, er að grotna niður innanfrá. Á þessu græðir unga fólkið mest. 2) Stighækkandi skattar á tekjur, eignir og neyslu samhliða einfölduðum bóta- og tryggingaleiðum. Taka tilbaka eigna- og tekjufærsluna frá aldamótum til hinna ríku. Pólitísk samstaða næst frekar ef tekjuöflunarleiðir haldast í hendur við velferðarkerfisbreytingar sem eru réttlátar og gagnast þeim best sem helst þurfa á að halda.Pólitískur jöfnuður: 3) Jafna atkvæðisrétt. 4) Koma á ákvæði í stjórnarskrá sem leyfir „málskot“ tiltekins hóps fólks til að setja valdastofnunum skorður með þjóðaratkvæðagreiðslum. Verður að vera raunhæft úrræði og lifandi möguleiki. 5) Reka fjölbreyttar menningarstofnanir, svo sem almannaútvarp og internet fyrir alla og víðtækt upplýsingafrelsi, til að vega upp á móti valdi markaðsaflanna.Félagslegur jöfnuður: 6) Fjármagna félagslegar lausnir í húsnæðismálum. Færa áherslur frekar í átt til námsmanna og barnafólks; LÍN verði jöfnunartæki fyrir menntun heima og erlendis. 7) Færa niður skuldir ríkisins til hagsbóta fyrir komandi kynslóðir með því að létta framtíðarskuldbindingum af unga fólkinu og komandi skattgreiðendum.Jöfnuður fjármagns og fólks: 8) Hnika valdahlutföllum neytendum í hag frá fáokun og markaðsmisnotkun. Neytendavernd kallar á ákvarðanir um að takmarka sjálftökurétt banka, tryggingafélaga og samþjappaðra fyrirtækja á markaði. Efla skattaeftirlit í landi þar sem eru árleg undanskot upp á 80 milljarða; skapa fjármálaeftirlit sem vakir yfir hagsmunum neytenda (og kemur í veg fyrir stuld um hábjartan dag eins og salan á Borgun, Símanum og Högum eru dæmi um ásamt aðför tryggingafélaganna að neytendum); samkeppniseftirlit sem sundrar fákeppni.Pólitískur möguleiki? Sé litið til tíðinda á vettvangi stjórnmálanna og hvernig flokkar setja sig í samhengi við kosningar í haust má sjá að bandamenn um svona grundvallarbreytingar gætu orðið Píratar, VG, Samfylking og Viðreisn. Því miður virðist Björt framtíð velja afstöðuleysi, en kann að brá af henni. Nýlegar ályktanir og stefnuyfirlýsingar þessara flokka hafa þann breiða grunn að geyma og skírskotun til almannahagsmuna sem duga til að mynda ríkisstjórn um svona ramma. Í fyrsta sinn í langan tíma á Íslandi gæti myndast ný pólitísk vídd sem er ekki persónulega eða hagsmuna- og stofnanabundin fortíðinni. Skil kunna að myndast. Tveir af þessum flokkum gætu komið með þann ferskleika sem fylgir því að hafa næstum hreint borð, hinir tveir hafa engu að tapa nema ærunni ef þeir bjóða ekki fram fólk sem hefur burði til að standa undir fegurstu hugsjón sem stjórnmálin kunna frá að greina og koma henni í framkvæmd.Höfundur er samfélagsrýnir og birti nýlega ítarlega grein um jöfnuð sem skoða má í heild á stefanjon.is.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar