
Út í veður og vind með verðtryggingu
Við fluttum til Svíþjóðar fyrir rúmum fjórum árum, ég man því enn vel eftir veðrinu og vindunum á Íslandi og get í hreinskilni viðurkennt að ég sakna þess ekki. Vind og veðurbarin eru ekki hugtök sem okkur í Uppsölum eru töm. Þegar nágranni minn talar í angist um vont veður og snjóstorm, get ég ekki staðist að brosa og reyni pent að útskýra að þessi skafrenningur, eða kannski bara léttur lágarenningur sé í raun ekki snjóstormur, fjarri því.
Við seldum íbúðina okkar á Íslandi vorið 2012, höfðum þá átt hana í um átta ár. Íbúðin var í fjölbýlishúsi í Árbænum, með stórbrotið útsýni til Bláfjalla. Ég hugsa oft um þetta útsýni þegar ég ferðast um í Svíþjóð þar sem ég sé bara tré, hérumbil allan tímann, alltaf. Já ég sakna útsýnisins sem stækkaði íbúðina og færði mér andans næringu. Í Uppsölum bý ég núna í yndislegu húsi í yndislegu hverfi. Ég sé bara tré og önnur hús, en mér líður samt vel. Íbúðina á Íslandi seldum við, borguðum upp áhvílandi eðalkjara verðtryggt lánið sem við höfðum greitt af í 8 ár með skilvísum hætti. Sem betur fer náðum við sæmilegri sölu, gátum greitt upp lánið og milligjöfin dugði rétt svo fyrir fjórum flugmiðum til Svíþjóðar, aðra leið. Afborganir til 8 ára hurfu eins og Houdini úr hlekkjum inn í verðtryggðan höfuðstólinn.
Eftir eitt og hálft ár á sænskum leigumarkaði ákváðum við skuldlausu hjónin að steypa okkur í sænskar skuldir og festum kaup á sænsku húsi með láni frá sænskum banka er nafnið Nordea bar. Nordea hinn sænski kom eins og hvítur riddarinn í myntugrænri vaff hálsmálspeysu og kálfasíðum aðþrengdum buxum fagnandi inn í líf mitt. En Nordea er sannarlega enginn hvítur riddari, heldur gróðadrifin útlánastofnun sem vill græða á mér og öðrum lánþegum, líkt og eðli slíkra stofnana er. En hjá Nordea borga ég í kringum 2% vexti og Nordea hinn sænski bíður mér ekki upp á neina verðtryggingu, því hann þekkir enga verðtryggingu, því þar er ekki þörf á neinni verðtryggingu. Lánið mitt breytist ekki vegna flókinnar fjármálaafleiðu og mannleg handvömm leiðir ekki af sér háa bakreikninga vegna vantalinnar verðbólgu. Lánið fer bara í eina átt, það lækkar í hvert skipti sem ég borga af því.
Á leið minni til Reykjavíkur frá Keflavík nú um daginn urðu á vegi mínum, þó ekki í bókstaflegri merkingu, fjöldi byggingarkrana. Þeir eru eins og vitar góðærisins sem lýsa upp haustnepjuna. Góðærið sem reyndist verða að hallæri og reyndist fáum vel. Án þess að vera talsmaður bölsýni, þá hugnaðist mér ekkert of vel að sjá hið forna góðæristákn. Skáld eitt orti um hjól sem snérust og það sem færi upp kæmi niður á ný. Heilmikil speki með nokkuð góða fótfestu í raunveruleikanum. Að hugsa sér ef eftir tíu ár yrði með viðhöfn boðað til blaðamannafundar í beinni útsendingu og ábúðarfullur forsætisráðherra myndi með fulltingi fjármálaráðherra kynna með pomp og prakt áform um leiðréttingu vegna stökkbreyttra verðtryggðra lána. Eins og sandkafin kyndill Frelsisstyttunar í Apapláhnetunni þá væri slíkt sjónarspil absúrd, en því miður hreinlega mögulegt.
Ég elska Ísland, ég elska fjallasýnina og okkar stórbrotnu nátturu. Ég veit að rokið og rigningin eru og verða hér um ókomna tíð, því getur enginn mannlegur máttur breytt. Einn dag mun litla dóttir mín kannski fjárfesta í heimili á Íslandi, vonandi verður verðtrygginguna þá eingöngu að finna í sögubókum og vonandi standa henni til boða vaxtakjör eins og í Svíþjóð.
Munu Íslendingar hafa kraft og þor til að takast á við verðtrygginguna, eða hengja hausinn og ráfa áfram í sauðsvertunni, míga upp í vindinn og vona að þetta muni nú reddast einhvern veginn?
Skoðun

Til varnar jafnlaunavottun
Magnea Marinósdóttir skrifar

Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi
Auður Guðmundsdóttir skrifar

Barnaræninginn Pútín
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar

Um þjóð og ríki
Gauti Kristmannsson skrifar

Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins
Helga Vala Helgadóttir skrifar

Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi
Ingólfur Ásgeirsson skrifar

Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ?
Ólafur Ívar Jónsson skrifar

Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind
Jón Daníelsson skrifar

Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi?
Björn Ólafsson skrifar

Hægri sósíalismi
Jón Ingi Hákonarson skrifar

5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki!
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu
Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar

Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá
Viðar Hreinsson skrifar

Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu
Helen Ólafsdóttir skrifar

Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir
Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar

Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Þingmenn auðvaldsins
Karl Héðinn Kristjánsson skrifar

Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum
Elliði Vignisson skrifar

Verðugur bandamaður?
Steinar Harðarson skrifar

Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn
Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar

Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst?
Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar

Rán um hábjartan dag
Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar

Af hverju er verðbólga ennþá svona há?
Ólafur Margeirsson skrifar

Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu
Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar

Uppbygging hjúkrunarheimila
Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar

Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Með skynsemina að vopni
Anton Guðmundsson skrifar

Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna?
Grímur Atlason skrifar