Friðarviðræðum Bandaríkjanna og Rússa slitið Samúel Karl Ólason skrifar 3. október 2016 18:08 Vísir/AFP Bandaríkin hafa slitið viðræðum sínum við Rússa um að endurvekja vopnahlé í Sýrlandi. Fyrr í dag höfðu Rússar slitið samstarfi ríkjanna varðandi eyðingu plútóníums. Samband ríkjanna hefur kólnað til muna á undanförnum mánuðum. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hótaði því í síðustu viku að slíta viðræðunum ef ekki yrði dregið úr loftárásum á austurhluta Aleppo, sem uppreisnarmenn halda. Bandaríkin segja að viðræðunum hafi verið slitið þar sem Rússar hafi ekki staðið við skuldbindingar sínar um að sjá til þess að hjálparstarfsmenn kæmu neyðarbirgðum til þeirra 250 þúsund manna sem halda til í borginni. Rússar hafa verið sakaðir um að fremja mögulega stríðsglæpi í Aleppo, af Sameinuðu þjóðunum og mannréttindasamtökum. Fyrr í dag bárust fregnir af því að stærsta sjúkrahús borgarinnar hefði verið eyðilagt í loftárás. Þrír starfsmenn sjúkrahússins létust í loftárásunum en sjúkrahúsið var rekið af samtökunum Syrian American Society.Segja Bandaríkin ógna jafnvægi Rússar tilkynntu í dag að þeir hafi slitið samstarfi þeirra við Bandaríkin varðandi eyðingu plútóníums. Samningurinn var samþykktur árið 2000 og endurnýjaður árið 2010 og samkvæmt honum átti hvort ríkið að eyða 34 tonnum af plútóníumi. Hægt væri að gera um 17 þúsund kjarnorkusprengjur úr því magni.Vladimir Putin, forseti Rússlands, sagði bandaríkin ógna jafnvægi heimsins með óvinsamlegum aðgerðum sínum gagnvart Rússlandi. Hann hefur lagt fram frumvarp þar sem skilyrði eru sett fyrir því að samkomulagið verði samþykkt aftur. Þau skilyrði fela í sér að Bandaríkin dragi úr veru hermanna og herafla í þeim ríkjum NATO sem gengu til liðs við bandalagið eftir 1. september árið 2000 og að allar viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna gegn Rússlandi verði afnumdar og Rússar fái greiddar bætur vegna þeirra. Bæði Bandaríkin og Evrópusambandið hafa beitt Rússa þvingunum vegna innlimunar Krímskaga og aðgerða þeirra í austurhluta Úkraínu. Mið-Austurlönd Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Fleiri fréttir „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Sjá meira
Bandaríkin hafa slitið viðræðum sínum við Rússa um að endurvekja vopnahlé í Sýrlandi. Fyrr í dag höfðu Rússar slitið samstarfi ríkjanna varðandi eyðingu plútóníums. Samband ríkjanna hefur kólnað til muna á undanförnum mánuðum. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hótaði því í síðustu viku að slíta viðræðunum ef ekki yrði dregið úr loftárásum á austurhluta Aleppo, sem uppreisnarmenn halda. Bandaríkin segja að viðræðunum hafi verið slitið þar sem Rússar hafi ekki staðið við skuldbindingar sínar um að sjá til þess að hjálparstarfsmenn kæmu neyðarbirgðum til þeirra 250 þúsund manna sem halda til í borginni. Rússar hafa verið sakaðir um að fremja mögulega stríðsglæpi í Aleppo, af Sameinuðu þjóðunum og mannréttindasamtökum. Fyrr í dag bárust fregnir af því að stærsta sjúkrahús borgarinnar hefði verið eyðilagt í loftárás. Þrír starfsmenn sjúkrahússins létust í loftárásunum en sjúkrahúsið var rekið af samtökunum Syrian American Society.Segja Bandaríkin ógna jafnvægi Rússar tilkynntu í dag að þeir hafi slitið samstarfi þeirra við Bandaríkin varðandi eyðingu plútóníums. Samningurinn var samþykktur árið 2000 og endurnýjaður árið 2010 og samkvæmt honum átti hvort ríkið að eyða 34 tonnum af plútóníumi. Hægt væri að gera um 17 þúsund kjarnorkusprengjur úr því magni.Vladimir Putin, forseti Rússlands, sagði bandaríkin ógna jafnvægi heimsins með óvinsamlegum aðgerðum sínum gagnvart Rússlandi. Hann hefur lagt fram frumvarp þar sem skilyrði eru sett fyrir því að samkomulagið verði samþykkt aftur. Þau skilyrði fela í sér að Bandaríkin dragi úr veru hermanna og herafla í þeim ríkjum NATO sem gengu til liðs við bandalagið eftir 1. september árið 2000 og að allar viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna gegn Rússlandi verði afnumdar og Rússar fái greiddar bætur vegna þeirra. Bæði Bandaríkin og Evrópusambandið hafa beitt Rússa þvingunum vegna innlimunar Krímskaga og aðgerða þeirra í austurhluta Úkraínu.
Mið-Austurlönd Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Fleiri fréttir „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Sjá meira