Þingfundi frestað í von um að flokksformenn nái samkomulagi um þinglok Heimir Már Pétursson skrifar 4. október 2016 13:13 Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis. Vísir/Vilhelm Forseti Alþingis hefur frestað þingfundi í dag um tvær klukkustundir í þeirri von að formenn stjórnmálaflokkanna nái samkomulagi um lok þingstarfa. Hann telur ólíklegt að þingstörfin teygi sig fram í næstu viku. Kosningar til Alþingis fara fram hinn 29. október næst komandi eða eftir 25 daga. Þing er enn að störfum og nokkur stór mál frá ríkisstjórninni óafgreidd, til að mynda frumvörp um aðgerðir í húsnæðismálum. Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis reiknar ekki með að Alþingi verði að störfum í næstu viku, enda eru þá aðeins þrjár vikur til kosninga. „Nei mér fyndist það ákaflega ólíklegt. Ég bind auðvitað vonir við að við förum að sjá til lands í dag. Fram undan er fundur formanna flokkanna. Þess vegna ákvað ég að fresta áður boðuðum þingfundi sem hefjast átti klukkan hálf tvö til klukkan hálf fjögur. Til að skapa andrúmsloft og gott rými fyrir þessi fundarhöld,“ segir forseti Alþingis. Einar segir að í raun séu það ekki mörg mál sem nauðsynlegt sé að afgreiða fyrir kosningar. „En hitt er auðvitað að ýmis þeirra eru býsna stór. Mörg eru hins vegar í ágætri sátt og skilningur hefur ríkt um afgreiðslu tiltekinna mál,“ segir Einar. Vonandi sjái því fyrir endann á þingstörfum í þessari viku enda hafi hann mikinn skilning á því eftir að hafa farið í gegnum kosningabaráttu fyrir um tíu kosningar að frambjóðendur og þingmenn þurfi sinn tíma fyrir kosningabaráttuna. Einar treystir sér ekki til að leggja mat á hvaða mál það verði sem fái að lokum afgreiðslu á þinginu. „Það er auðvitað á vettvangi formanna flokkanna að reyna að komast að einhverri niðurstöðu um þennan ramma sem við myndum þá vinna eftir í þinginu.“ Þegar samkomulag liggi fyrir milli formanna flokkanna muni hann og þingflokksformenn væntanlega gera áætlun um hvernig málum verði háttað. Ekki er algengt að þing sitji svo nálægt kjördegi. „Það eru auðvitað dæmi um það og jafnvel dæmi um að þingið hafi starfað nánast fram á síðasta dag liggur mér við að segja. En almennt hafa menn reynt að miða við að menn hafi um mánuð til kosningabaráttunnar,“ segir Einar K. Guðfinnsson. Alþingi Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Forseti Alþingis hefur frestað þingfundi í dag um tvær klukkustundir í þeirri von að formenn stjórnmálaflokkanna nái samkomulagi um lok þingstarfa. Hann telur ólíklegt að þingstörfin teygi sig fram í næstu viku. Kosningar til Alþingis fara fram hinn 29. október næst komandi eða eftir 25 daga. Þing er enn að störfum og nokkur stór mál frá ríkisstjórninni óafgreidd, til að mynda frumvörp um aðgerðir í húsnæðismálum. Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis reiknar ekki með að Alþingi verði að störfum í næstu viku, enda eru þá aðeins þrjár vikur til kosninga. „Nei mér fyndist það ákaflega ólíklegt. Ég bind auðvitað vonir við að við förum að sjá til lands í dag. Fram undan er fundur formanna flokkanna. Þess vegna ákvað ég að fresta áður boðuðum þingfundi sem hefjast átti klukkan hálf tvö til klukkan hálf fjögur. Til að skapa andrúmsloft og gott rými fyrir þessi fundarhöld,“ segir forseti Alþingis. Einar segir að í raun séu það ekki mörg mál sem nauðsynlegt sé að afgreiða fyrir kosningar. „En hitt er auðvitað að ýmis þeirra eru býsna stór. Mörg eru hins vegar í ágætri sátt og skilningur hefur ríkt um afgreiðslu tiltekinna mál,“ segir Einar. Vonandi sjái því fyrir endann á þingstörfum í þessari viku enda hafi hann mikinn skilning á því eftir að hafa farið í gegnum kosningabaráttu fyrir um tíu kosningar að frambjóðendur og þingmenn þurfi sinn tíma fyrir kosningabaráttuna. Einar treystir sér ekki til að leggja mat á hvaða mál það verði sem fái að lokum afgreiðslu á þinginu. „Það er auðvitað á vettvangi formanna flokkanna að reyna að komast að einhverri niðurstöðu um þennan ramma sem við myndum þá vinna eftir í þinginu.“ Þegar samkomulag liggi fyrir milli formanna flokkanna muni hann og þingflokksformenn væntanlega gera áætlun um hvernig málum verði háttað. Ekki er algengt að þing sitji svo nálægt kjördegi. „Það eru auðvitað dæmi um það og jafnvel dæmi um að þingið hafi starfað nánast fram á síðasta dag liggur mér við að segja. En almennt hafa menn reynt að miða við að menn hafi um mánuð til kosningabaráttunnar,“ segir Einar K. Guðfinnsson.
Alþingi Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira