Góðar samgöngur eru arðsamar Sigurjón Þórðarson skrifar 6. október 2016 07:00 Í umræðu um samgöngumál á Íslandi er um of horft á kostnaðarhliðina, án þess að tekin sé með í reikninginn arðsemin af greiðum og öruggum samgöngum. Augljóst er að stytting akstursleiða og bætt bætt öryggi samgangna hafa gríðarlega jákvæð áhrif á umhverfi og efnahag. Vegabætur stækka atvinnusvæði, minnka eldsneytiskostnað, minnka slit og viðhaldskostnað á vegum og bifreiðum. Þeir sem leggja leið sína um þjóðvegi landsins eða eiga afkomu sína undir að senda vörur og ferðamenn landshorna á milli vita að ráðamenn hafa gleymt þeim jákvæðu umhverfis- og efnahagslegum áhrifum sem bættar samgöngur hafa. Einblínt hefur verið um of á niðurskurð á vegafé til þess að ná skjótum bata í rekstri hins opinbera. Ef dæmið er reiknað til enda þá er hætt við að verið sé oftar en ekki að spara aurinn og henda krónunni. Hvert alvarlegt umferðarslys er gríðarlega kostnaðarsamt metið í krónum og aurum fyrir utan það sem aldrei verður metið til fjár. Á sunnanverðum Vestfjörðum er verið að stórefla fiskeldi og er ljóst að innan skamms stefnir í að fluttir verði tugir þúsunda tonna af eldislaxi um vegina til viðbótar þeirri umferð sem nú fer um hættulegan og frumstæðan þjóðveg vestur í Vesturbyggð. Allir þeir hálsar og fjallvegir sem vegurinn liggur um kosta óþarflega mikla eldsneytiseyðslu, fyrir utan þá miklu óþarfa hættu sem leiðin leggur á ferðafólk. Fyrir raunverulega umhverfisverndarsinna og þá sem vilja tryggja framtíðarhag byggðarinnar skiptir miklu máli að hraða því sem mest má að lagður verði öruggur og greiðfær vegur á láglendi að vestan og suður til Reykjavíkur. Mikilvægt er því út frá sjónarmiðum umhverfisins að greiða götu samgangna og ryðja öllum steinum úr vegi þess að samgöngubætur dragist á langinn. Hrópar á fjármagn Sama á við um almennt viðhald og breikkun vega sem gerði stórum vöruflutningabílum auðvelt að mætast og bætti öryggi hjólreiðamanna. Vegakerfið er víða farið að hrópa á fjármagn, m.a. á Norðurlandi vestra vegna sigs sem veldur ógreiðfærum ójöfnum og mjókkun vega. Ekki þarf að fjölyrða um slysahættu sem stafar af hættulegum vegum eða þeim skaða á umhverfi sem getur orðið við flutning á hættulegum efnum s.s. olíu. Mikilvægt er að auka almennan skilning á þeirri nauðsyn að auka fjármagn til vegamála og búa til sanngjörn viðmið í stefnumótun og forgangsröðun framkvæmda. Ég hef þá trú að flestir landsmenn séu tilbúnir að forgangsraða í þágu umferðaröryggis og að mikilvægar útflutningsvörur eigi greiða leið um umferðaræðar þjóðfélagsins. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Sigurjón Þórðarson Mest lesið Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í umræðu um samgöngumál á Íslandi er um of horft á kostnaðarhliðina, án þess að tekin sé með í reikninginn arðsemin af greiðum og öruggum samgöngum. Augljóst er að stytting akstursleiða og bætt bætt öryggi samgangna hafa gríðarlega jákvæð áhrif á umhverfi og efnahag. Vegabætur stækka atvinnusvæði, minnka eldsneytiskostnað, minnka slit og viðhaldskostnað á vegum og bifreiðum. Þeir sem leggja leið sína um þjóðvegi landsins eða eiga afkomu sína undir að senda vörur og ferðamenn landshorna á milli vita að ráðamenn hafa gleymt þeim jákvæðu umhverfis- og efnahagslegum áhrifum sem bættar samgöngur hafa. Einblínt hefur verið um of á niðurskurð á vegafé til þess að ná skjótum bata í rekstri hins opinbera. Ef dæmið er reiknað til enda þá er hætt við að verið sé oftar en ekki að spara aurinn og henda krónunni. Hvert alvarlegt umferðarslys er gríðarlega kostnaðarsamt metið í krónum og aurum fyrir utan það sem aldrei verður metið til fjár. Á sunnanverðum Vestfjörðum er verið að stórefla fiskeldi og er ljóst að innan skamms stefnir í að fluttir verði tugir þúsunda tonna af eldislaxi um vegina til viðbótar þeirri umferð sem nú fer um hættulegan og frumstæðan þjóðveg vestur í Vesturbyggð. Allir þeir hálsar og fjallvegir sem vegurinn liggur um kosta óþarflega mikla eldsneytiseyðslu, fyrir utan þá miklu óþarfa hættu sem leiðin leggur á ferðafólk. Fyrir raunverulega umhverfisverndarsinna og þá sem vilja tryggja framtíðarhag byggðarinnar skiptir miklu máli að hraða því sem mest má að lagður verði öruggur og greiðfær vegur á láglendi að vestan og suður til Reykjavíkur. Mikilvægt er því út frá sjónarmiðum umhverfisins að greiða götu samgangna og ryðja öllum steinum úr vegi þess að samgöngubætur dragist á langinn. Hrópar á fjármagn Sama á við um almennt viðhald og breikkun vega sem gerði stórum vöruflutningabílum auðvelt að mætast og bætti öryggi hjólreiðamanna. Vegakerfið er víða farið að hrópa á fjármagn, m.a. á Norðurlandi vestra vegna sigs sem veldur ógreiðfærum ójöfnum og mjókkun vega. Ekki þarf að fjölyrða um slysahættu sem stafar af hættulegum vegum eða þeim skaða á umhverfi sem getur orðið við flutning á hættulegum efnum s.s. olíu. Mikilvægt er að auka almennan skilning á þeirri nauðsyn að auka fjármagn til vegamála og búa til sanngjörn viðmið í stefnumótun og forgangsröðun framkvæmda. Ég hef þá trú að flestir landsmenn séu tilbúnir að forgangsraða í þágu umferðaröryggis og að mikilvægar útflutningsvörur eigi greiða leið um umferðaræðar þjóðfélagsins. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun