Opnun HÖFÐA Friðarseturs Dagur B Eggertsson og Jón Atli Benediktsson skrifar 7. október 2016 00:00 Í ár eru þrjátíu ár liðin frá því að kastljós heimsins beindist að leiðtogafundi Reagans og Gorbatsjovs í Höfða. Í hugum margra markaði fundurinn upphafið að endalokum kalda stríðsins og þess valdajafnvægis sem hafði sett svip sinn á heiminn um 40 ára skeið. Í dag blasir við breytt landslag. Leiðtogar stórvelda hafa heiminn ekki í höndum sér á sama hátt og þá. Borgir hafa í auknum mæli áhrif á alþjóðavettvangi og vald einstaklingsins hefur aukist, ekki síst með tilkomu samfélagsmiðla. Þessar breytingar í samfélagi nútímans kalla á eflingu rannsókna og fræðslu og þar hefur háskólasamfélagið mikilvægu hlutverki að gegna. Samfélag sem hefur frið og öryggi í öndvegi byggir á virkri og upplýstri umræðu, sem mikilvægt er að allir taki þátt í. Í dag, föstudaginn 7. október, hefst starfsemi HÖFÐA Friðarseturs Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands með opnu málþingi í Hátíðasal Háskóla Íslands. Hlutverk HÖFÐA Friðarseturs er að styrkja Reykjavík sem borg friðar og vera til ráðgjafar um hvernig borgin geti unnið að friðarmálum hér heima og að heiman. Friðarsetrinu er þannig ætlað að vera vettvangur fyrir það samtal sem við viljum eiga um hlutverk borga, smáríkja og borgara í að stuðla að friði. Eitt af fyrstu verkefnum setursins verður að halda sumarnámskeið fyrir börn af ólíkum uppruna þar sem börnunum gefst tækifæri til að læra hvert af öðru og móta saman hugmyndir um hvernig hægt sé að byggja upp friðsamlegra og betra samfélag án fordóma og mismununar. Með því að efla færni barna í að greina og leysa úr ágreiningi á friðsamlegan hátt er hægt að vinna markvisst að því langtímamarkmiði að byggja upp friðarmenningu, sem síðar mun skila sér út í samfélagið í heild. Við bindum miklar vonir við HÖFÐA Friðarsetur og hlökkum til að takast á við þau verkefni sem bíða setursins á fyrstu starfsárum þess. Það skiptir máli að við vinnum öll að friði, ekki bara leiðtogar stórvelda. Málþingið er opið öllum og hefst kl. 13.00.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í ár eru þrjátíu ár liðin frá því að kastljós heimsins beindist að leiðtogafundi Reagans og Gorbatsjovs í Höfða. Í hugum margra markaði fundurinn upphafið að endalokum kalda stríðsins og þess valdajafnvægis sem hafði sett svip sinn á heiminn um 40 ára skeið. Í dag blasir við breytt landslag. Leiðtogar stórvelda hafa heiminn ekki í höndum sér á sama hátt og þá. Borgir hafa í auknum mæli áhrif á alþjóðavettvangi og vald einstaklingsins hefur aukist, ekki síst með tilkomu samfélagsmiðla. Þessar breytingar í samfélagi nútímans kalla á eflingu rannsókna og fræðslu og þar hefur háskólasamfélagið mikilvægu hlutverki að gegna. Samfélag sem hefur frið og öryggi í öndvegi byggir á virkri og upplýstri umræðu, sem mikilvægt er að allir taki þátt í. Í dag, föstudaginn 7. október, hefst starfsemi HÖFÐA Friðarseturs Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands með opnu málþingi í Hátíðasal Háskóla Íslands. Hlutverk HÖFÐA Friðarseturs er að styrkja Reykjavík sem borg friðar og vera til ráðgjafar um hvernig borgin geti unnið að friðarmálum hér heima og að heiman. Friðarsetrinu er þannig ætlað að vera vettvangur fyrir það samtal sem við viljum eiga um hlutverk borga, smáríkja og borgara í að stuðla að friði. Eitt af fyrstu verkefnum setursins verður að halda sumarnámskeið fyrir börn af ólíkum uppruna þar sem börnunum gefst tækifæri til að læra hvert af öðru og móta saman hugmyndir um hvernig hægt sé að byggja upp friðsamlegra og betra samfélag án fordóma og mismununar. Með því að efla færni barna í að greina og leysa úr ágreiningi á friðsamlegan hátt er hægt að vinna markvisst að því langtímamarkmiði að byggja upp friðarmenningu, sem síðar mun skila sér út í samfélagið í heild. Við bindum miklar vonir við HÖFÐA Friðarsetur og hlökkum til að takast á við þau verkefni sem bíða setursins á fyrstu starfsárum þess. Það skiptir máli að við vinnum öll að friði, ekki bara leiðtogar stórvelda. Málþingið er opið öllum og hefst kl. 13.00.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun