Bera bragð villtrar náttúru Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 2. október 2016 09:15 Grafnar gæsabringur á stökkum faltbökum með sýrðum villisveppum og hvannarkapersi. Vísir/Eyþór Árnason „Ég geri dálítið að því að veiða, bæði á stöng og með byssu. Það sem heillar mig mest við það er að vera með í öllu ferlinu þar til veiðin er komin á disk,“ segir Steinar Sveinsson, yfirkokkur á Mat og drykk á Grandagarði. Sá staður er þekktur fyrir að nýta íslenskt hráefni sem mest.Steinar nostrar við snitturnar. Steinar greip fugl úr eigin afla og gróf bringurnar sem hér birtast á mynd ofan á stökkum flatkökum með sýrðum villisveppum og hvannarkapersi.Þurrkaðir, íslenskir villisveppir eru alveg frábærir að mati Steinars. Vísir/Anton Brink„Gæsabringur eru flott hráefni, en þær eru misjafnlega seigar eftir aldri fuglanna. Besta trikkið í bókinni er að skera þær í þunnar sneiðar. Það er líka betra að grafa þær en steikja ef maður er ekki klár á aldrinum,“ segir hann. „Þessar bringur gróf ég á hefðbundinn hátt í salti og sykri við stofuhita í nokkra klukkutíma. Síðan skolaði ég þær og velti þeim upp úr hjúp, þannig kemur kryddbragðið. Þá er gott að setja þær í augnablik inn í kæli og svo eru þær tilbúnar til niðurskurðar.“Hvannarfræ eru bæði holl og gefa sérstakan keim. Þau er hægt að kaupa í heilsubúðum.Mynd/GunHann vekur athygli á að sýrðu villisveppirnir sem eru ofan á gæsasnittunum þurfi að liggja í leginum í kæliskáp í sólarhring og hvannarkapersið þurfi einn til tvo sólarhringa við stofuhita til að ná rétta bragðinu.Steinar er yfirkokkur á Mat og drykk.Vísir/EyþórSteinar kveðst hafa farið í veiðiferð um daginn en séð lítið af fugli. „Þá tíndi ég bara lerkisveppi og bláber í staðinn,“ lýsir hann. „Þurrkaðir íslenskir villisveppir eru alveg frábærir.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. október 2016. Lífið Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Stærsta þorrablót landsins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Fleiri fréttir Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Sjá meira
„Ég geri dálítið að því að veiða, bæði á stöng og með byssu. Það sem heillar mig mest við það er að vera með í öllu ferlinu þar til veiðin er komin á disk,“ segir Steinar Sveinsson, yfirkokkur á Mat og drykk á Grandagarði. Sá staður er þekktur fyrir að nýta íslenskt hráefni sem mest.Steinar nostrar við snitturnar. Steinar greip fugl úr eigin afla og gróf bringurnar sem hér birtast á mynd ofan á stökkum flatkökum með sýrðum villisveppum og hvannarkapersi.Þurrkaðir, íslenskir villisveppir eru alveg frábærir að mati Steinars. Vísir/Anton Brink„Gæsabringur eru flott hráefni, en þær eru misjafnlega seigar eftir aldri fuglanna. Besta trikkið í bókinni er að skera þær í þunnar sneiðar. Það er líka betra að grafa þær en steikja ef maður er ekki klár á aldrinum,“ segir hann. „Þessar bringur gróf ég á hefðbundinn hátt í salti og sykri við stofuhita í nokkra klukkutíma. Síðan skolaði ég þær og velti þeim upp úr hjúp, þannig kemur kryddbragðið. Þá er gott að setja þær í augnablik inn í kæli og svo eru þær tilbúnar til niðurskurðar.“Hvannarfræ eru bæði holl og gefa sérstakan keim. Þau er hægt að kaupa í heilsubúðum.Mynd/GunHann vekur athygli á að sýrðu villisveppirnir sem eru ofan á gæsasnittunum þurfi að liggja í leginum í kæliskáp í sólarhring og hvannarkapersið þurfi einn til tvo sólarhringa við stofuhita til að ná rétta bragðinu.Steinar er yfirkokkur á Mat og drykk.Vísir/EyþórSteinar kveðst hafa farið í veiðiferð um daginn en séð lítið af fugli. „Þá tíndi ég bara lerkisveppi og bláber í staðinn,“ lýsir hann. „Þurrkaðir íslenskir villisveppir eru alveg frábærir.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. október 2016.
Lífið Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Stærsta þorrablót landsins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Fleiri fréttir Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Sjá meira