Gæslan kvaddi goðsögn í lifanda lífi Una Sighvatsdóttir skrifar 30. september 2016 21:00 Landhelgisgæslan var með mikinn viðbúnað í dag þegar Benóný Ásgrímssyni var komið á óvart við lendingu eftir hans síðasta þyrluflug. Benóný er 65 ára í dag og á að baki um 35 þúsund flugferðir á farsælum ferli, en tilviljun réði því að hann hóf fyrst störf hjá gæslunni. „Það var fyrir 50 árum síðan, þegar ég var sendisveinn hjá Ellingsen og þá hitti ég einn yfirmann á varðskipi og hann spurði mig hvort ég gæti komið út á sjó eftir 3 klukkutíma. Eftir það var framtíðin ráðin hjá mér," segir Benóný. Hefur bjargað fjölda mannslífa Þessi örlagadagur fyrir 50 árum reyndist líka gæfuspor fyrir íslensku þjóðina því Benóný er reynslumesti flugstjóri landsins, og þótt víðar væri leitað, í leitar- og björgunarflugi. Hann segist oft hafa verið hræddur en, hann notið starfsins alla tíð. „Sérstaklega held ég að það sé þakklætið og hvatningin við þakklætið sem verður ef manni tekst að hjálpa einhverjum, ég tala nú ekki um ef manni tekst að bjarga mannslífi. Þá er það svo mikið gefandi að það er alveg drifkrafturinn fyrir mann, þótt það hlaðist upp bólstraský annað slagið hjá manni." Kyssti björgunarþyrluna í kveðjuskyni Hann hefur þó enga tölu á því hversu mörgum mannslífum hann hefur bjargað gegnum tíðina og segir það ekki skipta neinu máli. „Enda lít ég á þetta bara sem vinnuna mína. Ég hef aldrei þurft að hafa neina tölu sérstaklega á því." Benóný skilur sáttur við en hann leyfði sér smá tilfinningasemi þegar hann steig frá borði og smellti kossi á björgunarþyrluna sem hann segir hafa reynst sér vel. Stýrimaður í tveimur þorskastríðum Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar segir það ekki orðum aukið að segja Benóný hetju og goðsögn í lifanda lífi. „Hann hefur komið við í öllum deildum landhelgisgæslunnar til sjós og lands, verið stýrimaður í tveimur þorskastríðum, verið flugstjóri á þyrlum og flugvél hér heima og víða um heim, þannig að það er full ástæða til að kveðja svona sómamenn með bravúr." Stjúpdóttirin aðstoðarflugmaður í síðustu ferðinni Og næsta kynslóð er þegar tekin við því stjúpdóttir Benónýs, Brynhildur Ásta Bjartmarz, er einnig þyrluflugmaður. Hún er búsett í Bandaríkjunum en kom stjúpföður sínum á óvart í dag og flaug með honum síðasta flugið. Brynhildur segir forréttindi að hafa fengið að fljúga með honum og læra af honum, en segist þó ekki ætla að reyna að feta í hans fótspor. „Það sem maður getur gert er að hafa hann sem fyrirmynd og gera sitt besta. Það fer enginn í hans fótspor held ég." Fréttir af flugi Þorskastríðin Landhelgisgæslan Tímamót Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Sjá meira
Landhelgisgæslan var með mikinn viðbúnað í dag þegar Benóný Ásgrímssyni var komið á óvart við lendingu eftir hans síðasta þyrluflug. Benóný er 65 ára í dag og á að baki um 35 þúsund flugferðir á farsælum ferli, en tilviljun réði því að hann hóf fyrst störf hjá gæslunni. „Það var fyrir 50 árum síðan, þegar ég var sendisveinn hjá Ellingsen og þá hitti ég einn yfirmann á varðskipi og hann spurði mig hvort ég gæti komið út á sjó eftir 3 klukkutíma. Eftir það var framtíðin ráðin hjá mér," segir Benóný. Hefur bjargað fjölda mannslífa Þessi örlagadagur fyrir 50 árum reyndist líka gæfuspor fyrir íslensku þjóðina því Benóný er reynslumesti flugstjóri landsins, og þótt víðar væri leitað, í leitar- og björgunarflugi. Hann segist oft hafa verið hræddur en, hann notið starfsins alla tíð. „Sérstaklega held ég að það sé þakklætið og hvatningin við þakklætið sem verður ef manni tekst að hjálpa einhverjum, ég tala nú ekki um ef manni tekst að bjarga mannslífi. Þá er það svo mikið gefandi að það er alveg drifkrafturinn fyrir mann, þótt það hlaðist upp bólstraský annað slagið hjá manni." Kyssti björgunarþyrluna í kveðjuskyni Hann hefur þó enga tölu á því hversu mörgum mannslífum hann hefur bjargað gegnum tíðina og segir það ekki skipta neinu máli. „Enda lít ég á þetta bara sem vinnuna mína. Ég hef aldrei þurft að hafa neina tölu sérstaklega á því." Benóný skilur sáttur við en hann leyfði sér smá tilfinningasemi þegar hann steig frá borði og smellti kossi á björgunarþyrluna sem hann segir hafa reynst sér vel. Stýrimaður í tveimur þorskastríðum Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar segir það ekki orðum aukið að segja Benóný hetju og goðsögn í lifanda lífi. „Hann hefur komið við í öllum deildum landhelgisgæslunnar til sjós og lands, verið stýrimaður í tveimur þorskastríðum, verið flugstjóri á þyrlum og flugvél hér heima og víða um heim, þannig að það er full ástæða til að kveðja svona sómamenn með bravúr." Stjúpdóttirin aðstoðarflugmaður í síðustu ferðinni Og næsta kynslóð er þegar tekin við því stjúpdóttir Benónýs, Brynhildur Ásta Bjartmarz, er einnig þyrluflugmaður. Hún er búsett í Bandaríkjunum en kom stjúpföður sínum á óvart í dag og flaug með honum síðasta flugið. Brynhildur segir forréttindi að hafa fengið að fljúga með honum og læra af honum, en segist þó ekki ætla að reyna að feta í hans fótspor. „Það sem maður getur gert er að hafa hann sem fyrirmynd og gera sitt besta. Það fer enginn í hans fótspor held ég."
Fréttir af flugi Þorskastríðin Landhelgisgæslan Tímamót Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Sjá meira