Íslendingar 800.000 árið 2050 Unnsteinn Jóhannsson skrifar 20. september 2016 09:57 Á ársfundi Bjartrar framtíðar nú um helgina var samþykkt mjög mikilvæg ályktun sem felur í sér að Ísland setji sér markmið í að fjölga íbúum landsins. Ályktunin var svo hljóðandi; „Ársfundur Bjartrar framtíðar 2016 ályktar um að stefnt skuli að því að Íslendingar verði orðnir 800.000 árið 2050. Mannfjöldaspá Hagstofunnar gerir ráð fyrir því í háspá að Íslendingar verði orðnir tæplega 500.000 árið 2050.“ Björt framtíð er flokkur sem horfir til framtíðar og markar sér stefnu sem nær lengra en aðeins til næsta kjörtímabils. Eins og segir í ályktuninni segir mannfjöldaspá Hagstofunnar að árið 2050 verði Íslendingar ekki færri en 500.000. Okkur í Bjartri framtíð þykir því þessi ályktun mjög hófleg enda um að ræða 2,6% fjölgun hérlendis á ári að meðaltali. Það er fyrirséð að á næstu árum verður þörfin fyrir fleira fólk mikil til að við getum haldið uppi heilbrigðu velferðarsamfélagi. Með auknum verkefnum og bjartri framtíðarsýn viljum við að Ísland sé framsækið land sem getur boðið upp á fjölbreytt störf. Til að það gangi eftir verðum við að fá fleiri vinnufúsar hendur. Það er staðreynd að aldurssamsetning þjóðarinnar er að breytast. Það er því full ástæða til þess að setja fram áætlun, því það liggur margt undir; t.d. lífeyriskerfið (í óbreyttri mynd) einnig er það ofur einfalt (og nú er ég ekki hagfræðingur - þetta er bara common sense) að því fleira fólk sem sest hér að og því fleira fólk sem vinnur hér á landi að staðaldri þeim mun meiri tekjur fá ríkissjóður og sveitarfélög, sem svo má setja í gott heilbrigðis- og menntakerfi svo dæmi séu tekin. Svona er unnið í Kanada og hefur það heppnast sérlega vel enda vel tekið á móti útlendingum þar. Toronto er t.d. ein fjölmenningarlegasta borg heims, áttunda friðsamasta borgin í heiminum og sú friðasamasta í Norður Ameríku. Þessar hugmyndir mættu kallast róttækar en fyrst og fremst snýst þetta um sjálfbærni. Þetta snýst líka um að bjóða upp á samkeppnishæft Ísland, en staðan er þannig í dag að ungt fólk er að flýja land - við viljum að ungt fólk sjái fyrir sér framtíð hér á landi og vilji vinna hér (en hvetjum þó alla til að sækja sér menntun og reynslu annarsstaðar, enda brjálæðislega mikilvægt.) Við sjáum fyrir okkur að á Íslandi sé gott að vera barn og gott að ala upp börn. Að lokum; væri ekki gaman að fara til Akureyrar ef þar byggju 100.000 manns? Og snilldarlegt að heimsækja Ísafjörð þar sem um 40.000 manns byggju? Björt framtíð vill búa í landi þar sem fjölbreytni, víðsýni og langtíma áætlanir eru í fyrirrúmi. Ekki kjósa Bjarta framtíð ef þið viljið einsleitt og ósamkeppnishæft Ísland. Kjósið Bjarta framtíð ef þið viljið fjölbreytni og samkeppnishæft Ísland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Á ársfundi Bjartrar framtíðar nú um helgina var samþykkt mjög mikilvæg ályktun sem felur í sér að Ísland setji sér markmið í að fjölga íbúum landsins. Ályktunin var svo hljóðandi; „Ársfundur Bjartrar framtíðar 2016 ályktar um að stefnt skuli að því að Íslendingar verði orðnir 800.000 árið 2050. Mannfjöldaspá Hagstofunnar gerir ráð fyrir því í háspá að Íslendingar verði orðnir tæplega 500.000 árið 2050.“ Björt framtíð er flokkur sem horfir til framtíðar og markar sér stefnu sem nær lengra en aðeins til næsta kjörtímabils. Eins og segir í ályktuninni segir mannfjöldaspá Hagstofunnar að árið 2050 verði Íslendingar ekki færri en 500.000. Okkur í Bjartri framtíð þykir því þessi ályktun mjög hófleg enda um að ræða 2,6% fjölgun hérlendis á ári að meðaltali. Það er fyrirséð að á næstu árum verður þörfin fyrir fleira fólk mikil til að við getum haldið uppi heilbrigðu velferðarsamfélagi. Með auknum verkefnum og bjartri framtíðarsýn viljum við að Ísland sé framsækið land sem getur boðið upp á fjölbreytt störf. Til að það gangi eftir verðum við að fá fleiri vinnufúsar hendur. Það er staðreynd að aldurssamsetning þjóðarinnar er að breytast. Það er því full ástæða til þess að setja fram áætlun, því það liggur margt undir; t.d. lífeyriskerfið (í óbreyttri mynd) einnig er það ofur einfalt (og nú er ég ekki hagfræðingur - þetta er bara common sense) að því fleira fólk sem sest hér að og því fleira fólk sem vinnur hér á landi að staðaldri þeim mun meiri tekjur fá ríkissjóður og sveitarfélög, sem svo má setja í gott heilbrigðis- og menntakerfi svo dæmi séu tekin. Svona er unnið í Kanada og hefur það heppnast sérlega vel enda vel tekið á móti útlendingum þar. Toronto er t.d. ein fjölmenningarlegasta borg heims, áttunda friðsamasta borgin í heiminum og sú friðasamasta í Norður Ameríku. Þessar hugmyndir mættu kallast róttækar en fyrst og fremst snýst þetta um sjálfbærni. Þetta snýst líka um að bjóða upp á samkeppnishæft Ísland, en staðan er þannig í dag að ungt fólk er að flýja land - við viljum að ungt fólk sjái fyrir sér framtíð hér á landi og vilji vinna hér (en hvetjum þó alla til að sækja sér menntun og reynslu annarsstaðar, enda brjálæðislega mikilvægt.) Við sjáum fyrir okkur að á Íslandi sé gott að vera barn og gott að ala upp börn. Að lokum; væri ekki gaman að fara til Akureyrar ef þar byggju 100.000 manns? Og snilldarlegt að heimsækja Ísafjörð þar sem um 40.000 manns byggju? Björt framtíð vill búa í landi þar sem fjölbreytni, víðsýni og langtíma áætlanir eru í fyrirrúmi. Ekki kjósa Bjarta framtíð ef þið viljið einsleitt og ósamkeppnishæft Ísland. Kjósið Bjarta framtíð ef þið viljið fjölbreytni og samkeppnishæft Ísland.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar