Íslendingar 800.000 árið 2050 Unnsteinn Jóhannsson skrifar 20. september 2016 09:57 Á ársfundi Bjartrar framtíðar nú um helgina var samþykkt mjög mikilvæg ályktun sem felur í sér að Ísland setji sér markmið í að fjölga íbúum landsins. Ályktunin var svo hljóðandi; „Ársfundur Bjartrar framtíðar 2016 ályktar um að stefnt skuli að því að Íslendingar verði orðnir 800.000 árið 2050. Mannfjöldaspá Hagstofunnar gerir ráð fyrir því í háspá að Íslendingar verði orðnir tæplega 500.000 árið 2050.“ Björt framtíð er flokkur sem horfir til framtíðar og markar sér stefnu sem nær lengra en aðeins til næsta kjörtímabils. Eins og segir í ályktuninni segir mannfjöldaspá Hagstofunnar að árið 2050 verði Íslendingar ekki færri en 500.000. Okkur í Bjartri framtíð þykir því þessi ályktun mjög hófleg enda um að ræða 2,6% fjölgun hérlendis á ári að meðaltali. Það er fyrirséð að á næstu árum verður þörfin fyrir fleira fólk mikil til að við getum haldið uppi heilbrigðu velferðarsamfélagi. Með auknum verkefnum og bjartri framtíðarsýn viljum við að Ísland sé framsækið land sem getur boðið upp á fjölbreytt störf. Til að það gangi eftir verðum við að fá fleiri vinnufúsar hendur. Það er staðreynd að aldurssamsetning þjóðarinnar er að breytast. Það er því full ástæða til þess að setja fram áætlun, því það liggur margt undir; t.d. lífeyriskerfið (í óbreyttri mynd) einnig er það ofur einfalt (og nú er ég ekki hagfræðingur - þetta er bara common sense) að því fleira fólk sem sest hér að og því fleira fólk sem vinnur hér á landi að staðaldri þeim mun meiri tekjur fá ríkissjóður og sveitarfélög, sem svo má setja í gott heilbrigðis- og menntakerfi svo dæmi séu tekin. Svona er unnið í Kanada og hefur það heppnast sérlega vel enda vel tekið á móti útlendingum þar. Toronto er t.d. ein fjölmenningarlegasta borg heims, áttunda friðsamasta borgin í heiminum og sú friðasamasta í Norður Ameríku. Þessar hugmyndir mættu kallast róttækar en fyrst og fremst snýst þetta um sjálfbærni. Þetta snýst líka um að bjóða upp á samkeppnishæft Ísland, en staðan er þannig í dag að ungt fólk er að flýja land - við viljum að ungt fólk sjái fyrir sér framtíð hér á landi og vilji vinna hér (en hvetjum þó alla til að sækja sér menntun og reynslu annarsstaðar, enda brjálæðislega mikilvægt.) Við sjáum fyrir okkur að á Íslandi sé gott að vera barn og gott að ala upp börn. Að lokum; væri ekki gaman að fara til Akureyrar ef þar byggju 100.000 manns? Og snilldarlegt að heimsækja Ísafjörð þar sem um 40.000 manns byggju? Björt framtíð vill búa í landi þar sem fjölbreytni, víðsýni og langtíma áætlanir eru í fyrirrúmi. Ekki kjósa Bjarta framtíð ef þið viljið einsleitt og ósamkeppnishæft Ísland. Kjósið Bjarta framtíð ef þið viljið fjölbreytni og samkeppnishæft Ísland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Á ársfundi Bjartrar framtíðar nú um helgina var samþykkt mjög mikilvæg ályktun sem felur í sér að Ísland setji sér markmið í að fjölga íbúum landsins. Ályktunin var svo hljóðandi; „Ársfundur Bjartrar framtíðar 2016 ályktar um að stefnt skuli að því að Íslendingar verði orðnir 800.000 árið 2050. Mannfjöldaspá Hagstofunnar gerir ráð fyrir því í háspá að Íslendingar verði orðnir tæplega 500.000 árið 2050.“ Björt framtíð er flokkur sem horfir til framtíðar og markar sér stefnu sem nær lengra en aðeins til næsta kjörtímabils. Eins og segir í ályktuninni segir mannfjöldaspá Hagstofunnar að árið 2050 verði Íslendingar ekki færri en 500.000. Okkur í Bjartri framtíð þykir því þessi ályktun mjög hófleg enda um að ræða 2,6% fjölgun hérlendis á ári að meðaltali. Það er fyrirséð að á næstu árum verður þörfin fyrir fleira fólk mikil til að við getum haldið uppi heilbrigðu velferðarsamfélagi. Með auknum verkefnum og bjartri framtíðarsýn viljum við að Ísland sé framsækið land sem getur boðið upp á fjölbreytt störf. Til að það gangi eftir verðum við að fá fleiri vinnufúsar hendur. Það er staðreynd að aldurssamsetning þjóðarinnar er að breytast. Það er því full ástæða til þess að setja fram áætlun, því það liggur margt undir; t.d. lífeyriskerfið (í óbreyttri mynd) einnig er það ofur einfalt (og nú er ég ekki hagfræðingur - þetta er bara common sense) að því fleira fólk sem sest hér að og því fleira fólk sem vinnur hér á landi að staðaldri þeim mun meiri tekjur fá ríkissjóður og sveitarfélög, sem svo má setja í gott heilbrigðis- og menntakerfi svo dæmi séu tekin. Svona er unnið í Kanada og hefur það heppnast sérlega vel enda vel tekið á móti útlendingum þar. Toronto er t.d. ein fjölmenningarlegasta borg heims, áttunda friðsamasta borgin í heiminum og sú friðasamasta í Norður Ameríku. Þessar hugmyndir mættu kallast róttækar en fyrst og fremst snýst þetta um sjálfbærni. Þetta snýst líka um að bjóða upp á samkeppnishæft Ísland, en staðan er þannig í dag að ungt fólk er að flýja land - við viljum að ungt fólk sjái fyrir sér framtíð hér á landi og vilji vinna hér (en hvetjum þó alla til að sækja sér menntun og reynslu annarsstaðar, enda brjálæðislega mikilvægt.) Við sjáum fyrir okkur að á Íslandi sé gott að vera barn og gott að ala upp börn. Að lokum; væri ekki gaman að fara til Akureyrar ef þar byggju 100.000 manns? Og snilldarlegt að heimsækja Ísafjörð þar sem um 40.000 manns byggju? Björt framtíð vill búa í landi þar sem fjölbreytni, víðsýni og langtíma áætlanir eru í fyrirrúmi. Ekki kjósa Bjarta framtíð ef þið viljið einsleitt og ósamkeppnishæft Ísland. Kjósið Bjarta framtíð ef þið viljið fjölbreytni og samkeppnishæft Ísland.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun