Flokkur fólksins gegn fátækt og spillingu Inga Sæland skrifar 22. september 2016 07:00 Ágæti lesandi. Mér þykir rétt að byrja á að kynna stöðu mína lítillega ásamt þeim hugsjónum sem ég el í brjósti fyrir þá, sem eiga undir högg að sækja í samfélaginu og berjast í bökkum hvern einasta dag við að ná endum saman. Hugsjónir sem urðu til þess að nú höfum við stofnað Flokk fólksins fyrir alla þá sem vilja berjast gegn mismunun, óréttlæti, lögleysu og fátækt.Lögblindur kandídat í lögfræði Ég er verulega sjónskert og 75% öryrki af þeim sökum. Ég tilheyri þeim hópi sem haldið er undir fátækramörkum og er því vön að neita mér um flest þau veraldlegu gæði sem margir aðrir taka ekki eftir að þeir njóta þar sem þau eru svo sjálfsögð. Ég gleðst eðli málsins samkvæmt fyrir allra hönd sem þurfa ekki að kvíða morgundeginum og vil þess vegna að við njótum öll slíkra lífsgæða en ekki einungis sum. Ég horfi upp á eldri borgara og öryrkja sem sitja við sama borð og ég, þ.e. draga fram lífið á framfærslu undir viðurkenndum fátækramörkum. Ég hef látið mig hafa það, haldandi að ég gæti ekkert aðhafst í stöðunni, en þá vissi ég ekki um fátæku börnin okkar. Það var vitneskjan um þau sem varð til þess að ákvörðun um að stofna Flokk fólksins var tekin. Nú er svo komið að við höfum skorið upp herör gegn valdníðslu, fátækt og spillingu. Við erum komin fram og eigum listabókstafinn F og trúum því að samtakamáttur okkar sé það mikill að okkur eigi að geta borið gæfa til að leiðrétta þá mismunun, þá fátækt og það gífurlega óréttlæti sem við höfum mátt búa við svo allt of lengi.Staðreyndin um fátæku börnin Samkvæmt samantektarskýrslu UNICEF á Íslandi frá því í janúar 2016, þá líður 9,1% íslenskra barna mismikinn skort. Þetta eru samtals 6.107 börn og þar af eru 1.586 þeirra sem líða verulegan skort. Þetta eru börnin sem geta verið svöng þar sem þau hafa ekki nesti með sér í skólann, fá ekki að borða með hinum börnunum í hádeginu af því að foreldri/foreldrar hafa ekki ráð á að greiða fyrir skólamáltíðir. Þetta eru börnin okkar sem fá ekki tækifæri til að stunda íþróttir, læra á hljóðfæri, eignast ný föt, né heldur fylgja eftir því sem talið er falla undir eðlilega framfærslu barna almennt. Þetta eru og börnin okkar sem oftast lifa við hvað erfiðastar aðstæður heima fyrir. Að ríkjandi valdhafar skuli ekki sjá ástæðu til að skera upp herör gegn þessum sorglegu aðstæðum þessara barna er mér með öllu óskiljanlegt.Er eitthvað dýrmætara en börnin okkar? Svarið við spurningunni er einfalt. NEI, það er ekkert dýrmætara en þau. Litla fólkið okkar sem líður hér skort fær aldrei að njóta æskunnar, lifir oft við sult og seyru og virðist gleymast í umræðunni. Þetta eru einstaklingarnir sem eiga hvað mest á hættu að verða utangátta í samfélaginu og lenda upp á kant við lög og reglur. Við megum aldrei gleyma því að þetta er ekki þeim að kenna, þau völdu ekki þetta erfiða hlutskipti sitt og eiga ekki að þurfa að ganga í gegnum æskuna sem eitt stórt refsingartímabil vanlíðunar og óhamingju. Flokkur fólksins vill taka utan um börnin okkar og tryggja það, að ekkert barn á Íslandi sé nokkurn tímann svangt vegna fátæktar.Flokkur fólksins kallar á þig Hjálpumst að við að útrýma fátækt og spillingu. Rekum burt allt okrið, græðgina og valdníðsluna og gerum það saman. Flokkur fólksins vill stokka spilin upp á nýtt og koma á verðlagi hér á landi til samræmis við það sem best þekkist í löndunum í kringum okkur. Flokkur fólksins vill gera öllum kleift að lifa hér með reisn en ekki bara fáum útvöldum auðvaldsgæðingum. Þess vegna er Flokkur fólksins til. Þess vegna er Flokkur fólksins flokkurinn þinn. X við F.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Sæland Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn Skoðun Skoðun Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Ágæti lesandi. Mér þykir rétt að byrja á að kynna stöðu mína lítillega ásamt þeim hugsjónum sem ég el í brjósti fyrir þá, sem eiga undir högg að sækja í samfélaginu og berjast í bökkum hvern einasta dag við að ná endum saman. Hugsjónir sem urðu til þess að nú höfum við stofnað Flokk fólksins fyrir alla þá sem vilja berjast gegn mismunun, óréttlæti, lögleysu og fátækt.Lögblindur kandídat í lögfræði Ég er verulega sjónskert og 75% öryrki af þeim sökum. Ég tilheyri þeim hópi sem haldið er undir fátækramörkum og er því vön að neita mér um flest þau veraldlegu gæði sem margir aðrir taka ekki eftir að þeir njóta þar sem þau eru svo sjálfsögð. Ég gleðst eðli málsins samkvæmt fyrir allra hönd sem þurfa ekki að kvíða morgundeginum og vil þess vegna að við njótum öll slíkra lífsgæða en ekki einungis sum. Ég horfi upp á eldri borgara og öryrkja sem sitja við sama borð og ég, þ.e. draga fram lífið á framfærslu undir viðurkenndum fátækramörkum. Ég hef látið mig hafa það, haldandi að ég gæti ekkert aðhafst í stöðunni, en þá vissi ég ekki um fátæku börnin okkar. Það var vitneskjan um þau sem varð til þess að ákvörðun um að stofna Flokk fólksins var tekin. Nú er svo komið að við höfum skorið upp herör gegn valdníðslu, fátækt og spillingu. Við erum komin fram og eigum listabókstafinn F og trúum því að samtakamáttur okkar sé það mikill að okkur eigi að geta borið gæfa til að leiðrétta þá mismunun, þá fátækt og það gífurlega óréttlæti sem við höfum mátt búa við svo allt of lengi.Staðreyndin um fátæku börnin Samkvæmt samantektarskýrslu UNICEF á Íslandi frá því í janúar 2016, þá líður 9,1% íslenskra barna mismikinn skort. Þetta eru samtals 6.107 börn og þar af eru 1.586 þeirra sem líða verulegan skort. Þetta eru börnin sem geta verið svöng þar sem þau hafa ekki nesti með sér í skólann, fá ekki að borða með hinum börnunum í hádeginu af því að foreldri/foreldrar hafa ekki ráð á að greiða fyrir skólamáltíðir. Þetta eru börnin okkar sem fá ekki tækifæri til að stunda íþróttir, læra á hljóðfæri, eignast ný föt, né heldur fylgja eftir því sem talið er falla undir eðlilega framfærslu barna almennt. Þetta eru og börnin okkar sem oftast lifa við hvað erfiðastar aðstæður heima fyrir. Að ríkjandi valdhafar skuli ekki sjá ástæðu til að skera upp herör gegn þessum sorglegu aðstæðum þessara barna er mér með öllu óskiljanlegt.Er eitthvað dýrmætara en börnin okkar? Svarið við spurningunni er einfalt. NEI, það er ekkert dýrmætara en þau. Litla fólkið okkar sem líður hér skort fær aldrei að njóta æskunnar, lifir oft við sult og seyru og virðist gleymast í umræðunni. Þetta eru einstaklingarnir sem eiga hvað mest á hættu að verða utangátta í samfélaginu og lenda upp á kant við lög og reglur. Við megum aldrei gleyma því að þetta er ekki þeim að kenna, þau völdu ekki þetta erfiða hlutskipti sitt og eiga ekki að þurfa að ganga í gegnum æskuna sem eitt stórt refsingartímabil vanlíðunar og óhamingju. Flokkur fólksins vill taka utan um börnin okkar og tryggja það, að ekkert barn á Íslandi sé nokkurn tímann svangt vegna fátæktar.Flokkur fólksins kallar á þig Hjálpumst að við að útrýma fátækt og spillingu. Rekum burt allt okrið, græðgina og valdníðsluna og gerum það saman. Flokkur fólksins vill stokka spilin upp á nýtt og koma á verðlagi hér á landi til samræmis við það sem best þekkist í löndunum í kringum okkur. Flokkur fólksins vill gera öllum kleift að lifa hér með reisn en ekki bara fáum útvöldum auðvaldsgæðingum. Þess vegna er Flokkur fólksins til. Þess vegna er Flokkur fólksins flokkurinn þinn. X við F.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun