Ísland í neðsta styrkleikaflokki Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. september 2016 14:06 Ísland verður í neðsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir EM 2017 í körfubolta 22. nóvember næstkomandi. Ísland er í 21. sæti í styrkleikaröðun FIBA á liðunum 24 sem keppa á EM á næsta ári. Styrkleikaflokkarnir eru sex en eitt lið úr hverjum flokki er í riðlunum fjórum sem verða leiknir í jafn mörgum löndum: Finnlandi, Ísrael, Rúmeníu og Tyrklandi. Líkt og 2015 fá gestgjafarnir fjórir að velja sér eina þjóð, sem er ekki í sama styrkleikaflokki þeir, og bjóða henni að vera með sér í riðli og koma að skipulagningu leikjanna. Ljóst er að Ísland spilar ekki í Rúmeníu þar sem þjóðirnar eru í sama styrkleikaflokki. Ísrael, Tyrkland og Finnland koma því til greina.Eins og fjallað var um á Vísi í fyrradag vilja forystumenn KKÍ helst spila í Finnlandi og þeir halda til Helsinki á mánudaginn til viðræðna við kollega sína hjá finnska körfuknattleikssambandinu. Nálægðin hefur sitt að segja sem og sú staðreynd að 2. september, þremur dögum eftir að EM hefst, mætast Finnland og Ísland í Helsinski í undankeppni HM 2018 í fótbolta. „Við viljum fá körfubolta- og fótboltafólk saman til Helsinki í eitt gott partí á næsta ári. Við verðum að sameinast í þessu. Ég tel að það verði hægt, og það er okkar markmið, að fá 2.500-3.000 Íslendinga til Helsinki. Þannig seljum við þetta. Við verðum að geta lofað þessum fjölda,“ sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, í samtali við Vísi á þriðjudaginn. Ísland var einnig með á EM í fyrra en þá lék íslenska liðið í Berlín. Strákarnir lentu í sannkölluðum dauðariðli, með Þýskalandi, Spáni, Serbíu, Tyrklandi og Ítalíu, og töpuðu öllum leikjunum.Styrkleikaflokkana má sjá á myndinni hér að neðan. EM 2017 í Finnlandi Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Fleiri fréttir Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Sjá meira
Ísland verður í neðsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir EM 2017 í körfubolta 22. nóvember næstkomandi. Ísland er í 21. sæti í styrkleikaröðun FIBA á liðunum 24 sem keppa á EM á næsta ári. Styrkleikaflokkarnir eru sex en eitt lið úr hverjum flokki er í riðlunum fjórum sem verða leiknir í jafn mörgum löndum: Finnlandi, Ísrael, Rúmeníu og Tyrklandi. Líkt og 2015 fá gestgjafarnir fjórir að velja sér eina þjóð, sem er ekki í sama styrkleikaflokki þeir, og bjóða henni að vera með sér í riðli og koma að skipulagningu leikjanna. Ljóst er að Ísland spilar ekki í Rúmeníu þar sem þjóðirnar eru í sama styrkleikaflokki. Ísrael, Tyrkland og Finnland koma því til greina.Eins og fjallað var um á Vísi í fyrradag vilja forystumenn KKÍ helst spila í Finnlandi og þeir halda til Helsinki á mánudaginn til viðræðna við kollega sína hjá finnska körfuknattleikssambandinu. Nálægðin hefur sitt að segja sem og sú staðreynd að 2. september, þremur dögum eftir að EM hefst, mætast Finnland og Ísland í Helsinski í undankeppni HM 2018 í fótbolta. „Við viljum fá körfubolta- og fótboltafólk saman til Helsinki í eitt gott partí á næsta ári. Við verðum að sameinast í þessu. Ég tel að það verði hægt, og það er okkar markmið, að fá 2.500-3.000 Íslendinga til Helsinki. Þannig seljum við þetta. Við verðum að geta lofað þessum fjölda,“ sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, í samtali við Vísi á þriðjudaginn. Ísland var einnig með á EM í fyrra en þá lék íslenska liðið í Berlín. Strákarnir lentu í sannkölluðum dauðariðli, með Þýskalandi, Spáni, Serbíu, Tyrklandi og Ítalíu, og töpuðu öllum leikjunum.Styrkleikaflokkana má sjá á myndinni hér að neðan.
EM 2017 í Finnlandi Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Fleiri fréttir Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Sjá meira