Össur sakar stjórnarmeirihlutann um að vaða yfir stjórnarskrána á skítugum skónum Heimir Már Pétursson skrifar 22. september 2016 14:36 Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis frestaði í morgun atkvæðagreiðslu um EES tilskipun sem felur í sér að úrskurðarvald varðandi fjármálastofnanir færist til yfirþjóðlegrar stofnunar Evrópusambandsins. Össur Skarphéðinsson fyrrverandi utanríkisráðherra og fulltrúi Samfylkingarinnar í utanríkismálanefnd, þar sem málið var til umfjöllunar, vakti athygli á því í fyrirspurnatíma, að Björg Thorarensen, annar helsti sérfræðingur þjóðarinnar í málefnum stjórnarskrárinnar, hefði lýst því yfir að þingsályktunartillagan rúmaðist ekki innan heimilda stjórnarskrárinnar. Þetta væri ný staða í málinu. „Ætlar þá hæstvirtur ráðherra að koma hingað og segja að það sé í lagi að böðlast áfram með málið og þar með að leggja blessun sína yfir það að framkvæmdavaldið gangi á skítugum skóm yfir stjórnarskrána. Hefur ekki hæstvirtur ráðherra svarið eið að stjórnarskránni?“ Eygló Harðardóttir sem gegnir embætti utanríkisráðherra í fjarveru Lilju Alfreðsdóttur tók fyrst ekki undir með Össuri og öðrum þingmönnum stjórnarandstöðunnar sem voru sammála honum. Hún sagði málið rúmast innan heimilda stjórnarskrár. Þingmenn héldu engu að síður áfram að þrýsta á að atkvæðagreiðslunni yrði frestað. Þeirra á meðal Óttarr Proppe formaður Bjartrar framtíðar sem tekið hafði þátt í að afgreiða málið frá utanríkisnefnd. Hann sagðist hafa gert það á forsendum sem byggðu á eldra mati Bjargar á málinu en nú væri hún á öndverðu meiði í málinu. „Það sé full ástæða til að taka málið aftur inn til nefndar og skoða þetta aðeins betur út frá áliti Bjargar. Gerum við það ekki sé ég mér ekki fært um að styðja málið.“ Eygló lagði þá til að forseti þingsins fundaði með þingflokksformönnum. „Ég held að það væri bara mjög gott ef að okkar góðu fulltrúar, þingflokksformenn, kæmu saman hér og við myndum gera stutt hlé á fundinum,“ sagði Eygló. Og það var gert og eftir það boðað til fundar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd klukkan eitt til að skoða málið nánar. Upp úr klukkan tvö tilkynnti forseti Alþingis að atkvæðagreiðslan færi eftilvill fram klukkan fimm í dag. Alþingi Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis frestaði í morgun atkvæðagreiðslu um EES tilskipun sem felur í sér að úrskurðarvald varðandi fjármálastofnanir færist til yfirþjóðlegrar stofnunar Evrópusambandsins. Össur Skarphéðinsson fyrrverandi utanríkisráðherra og fulltrúi Samfylkingarinnar í utanríkismálanefnd, þar sem málið var til umfjöllunar, vakti athygli á því í fyrirspurnatíma, að Björg Thorarensen, annar helsti sérfræðingur þjóðarinnar í málefnum stjórnarskrárinnar, hefði lýst því yfir að þingsályktunartillagan rúmaðist ekki innan heimilda stjórnarskrárinnar. Þetta væri ný staða í málinu. „Ætlar þá hæstvirtur ráðherra að koma hingað og segja að það sé í lagi að böðlast áfram með málið og þar með að leggja blessun sína yfir það að framkvæmdavaldið gangi á skítugum skóm yfir stjórnarskrána. Hefur ekki hæstvirtur ráðherra svarið eið að stjórnarskránni?“ Eygló Harðardóttir sem gegnir embætti utanríkisráðherra í fjarveru Lilju Alfreðsdóttur tók fyrst ekki undir með Össuri og öðrum þingmönnum stjórnarandstöðunnar sem voru sammála honum. Hún sagði málið rúmast innan heimilda stjórnarskrár. Þingmenn héldu engu að síður áfram að þrýsta á að atkvæðagreiðslunni yrði frestað. Þeirra á meðal Óttarr Proppe formaður Bjartrar framtíðar sem tekið hafði þátt í að afgreiða málið frá utanríkisnefnd. Hann sagðist hafa gert það á forsendum sem byggðu á eldra mati Bjargar á málinu en nú væri hún á öndverðu meiði í málinu. „Það sé full ástæða til að taka málið aftur inn til nefndar og skoða þetta aðeins betur út frá áliti Bjargar. Gerum við það ekki sé ég mér ekki fært um að styðja málið.“ Eygló lagði þá til að forseti þingsins fundaði með þingflokksformönnum. „Ég held að það væri bara mjög gott ef að okkar góðu fulltrúar, þingflokksformenn, kæmu saman hér og við myndum gera stutt hlé á fundinum,“ sagði Eygló. Og það var gert og eftir það boðað til fundar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd klukkan eitt til að skoða málið nánar. Upp úr klukkan tvö tilkynnti forseti Alþingis að atkvæðagreiðslan færi eftilvill fram klukkan fimm í dag.
Alþingi Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira